Leita í fréttum mbl.is

Fríkeypis

sagði hún dóttir mín þegar hún var lítil þegar eitthvað var sagt ókeypis.

Milton Friedman sagði okkur að það væri enginn ókeypis hádegisverður til, þó að ekki væri rukkað strax. Það borga þá bara einhverjir aðrir en þeir sem éta. Stefán Ólafsson spurði Friedmann í sjónvarpinu hvort honum fyndist ekki óeðlilegt að selja inn á fyrirlestur sinn í stað þess að hafa það ókeypis eins og í Háskólanum.  Friedmann útskýrði þetta fyrir Stefáni á eftirminnilegan hátt sem margir skildu. Ýmislegt bendir til þess að Stefán óLafsson  ekki hafi skilið  þetta jafnvel ekki enn í dag ef marka má ýmis skrif hans síðan.

Eins er þetta með jarðgangnagerð. Í dag eru tvenns konar göng á Íslandi. Veggjaldagöng og fríkeypisgöng. Hin síðarnefndu eru til dæmis Vestfjarðagöng, Héðinsfjarðargöng og  Almannaskarðsgöng. Nú er verið að grafa Norfjarðargöng sem eiga að vera fríkeypis meðan Vaðlaheiðargöng eiga að bera veggjald. Fríkeypis þýðir bara að einhver annar borgar en sá sem notar.

Ég var á fundi Sjálfstæðismanna í morgun.  Þar sagði einn vinur minn að það ætti fyrst að grafa frá Seyðisfirði til  næsta fjarðar(hvað sem hann heitir) og svo áfram áður en grafið væri undir Fjarðarheiði. Ég mótmælti þessum hugsunarhætti  og sagði að það ætti að grafa þessi göng öll strax í dag. Bankarnir væru stútfullir af peningum og nógar lúkur og vélar væru án vinnu á landinu. Það þyrfti bara að breyta hugsunarhættinum. Umferðin um göngin á að borga fyrir að fara í gegnum göng. Helst öll göng svo að jafnréttis sé gætt. Ekki bara umferðin í Reykjavík eða annarsstaðar.

Af hverju á að vera fríkeypis í Héðinsfjarðargöng, Vestfjarðagöng  og Norfjarðargöng meðan það kostar í Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng?

Vantar okkur ekki betri samgöngur? Vantar okkur ekki vinnu? Er þjóð mín svo miklu ríkari en þjóð Dariosar Persakóngs að hún hafi efni á slæmum samgöngum?  

Hvað er að þessari þjóð og þeim landsbyggðarþingmönnum sem komu þessu svona fyrir? Hvað er að þessum núverandi þingmönnum? Er allt helfrosið í höfuðsvörðum þeirra?

Gröfum fleiri jarðgöng strax og höfum gjaldtöku.  Örfáar krónur á bílinn gera gæfumuninn í því að fá göng strax en ekki eftir 30 ár. Hversu mikinn hagvöxt munu þessi göng ekki færa okkur á þrjatíu árum?

Það er ekkert fríkeypis, hvort sem eru niðurgreiðslur á menningu eða heilbrigðisþjónustu  þó sumir haldi því fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sæll Halldór.

Það hefur verið talið að það séu örfá göng þar sem borgar sig að hafa gjaldtöku.

Ef til vill er hægt að hafa þessa rukkun algerlega sjálfvirka.

Vegagerðin hefur trúlega margreiknað dæmið.

Egilsstaðir, 05.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.11.2013 kl. 23:58

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stundum finnst mér eins og nútíminn hafi komið aftan að íslendingum, og sagt "Bú!" og þjóðin sé enn móðguð út í hann.

Oftar finnst mér eins og raunveruleikinn hafi nauðgað móður pólitíkusanna sem við heimtum að fá að kjósa yfir okkur, og þeir neita auðvitað staðfastlega að fyrirgefa honum það.

Ekki veit ég hvað raunverulega veldur öllu þessu, en líklegast er að þetta sé einfaldlega allt heimsku að kenna.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2013 kl. 09:17

3 Smámynd: Már Elíson

Hverju orði sannara - Ekkert er ó/fríkeypis...

Einhver bestu skrif Halldórs í langan tíma.

Már Elíson, 6.11.2013 kl. 12:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jónas það er mjög einföld tækni til að gera þetta alsjálfvirkt. Þeir sem keyra í gegn án búnaðar eru myndaðir og rukkaðir svo með álagi. Það er alveg óþarfi að vera að taka tillit til þeirra sem vilja ekki kaupa svona búnað.

Já Ásgrímur, en stundum erum við á undan eins og við vorum langt á undan Evrópu með tölvur, internet og gsm

Takk fyrir þetta Már.

Halldór Jónsson, 6.11.2013 kl. 18:48

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þrátt fyrir göfugan ásetning er a.m.k. einn þáttur þessa máls óleystur. Ég man ekki betur en það hafi farið með fjárhag Færeyinga fjandans til, þegar þeir fóru offari í óarðbærri jarðgangnagerð. Þér verður auðvitað ekki skotaskuld úr því að láta göngin grafa sig sjálf og á eigin kostnað "alsjálfvirkt með mjög einfaldri tækni"

Sést þér nokkuð yfir þann þátt málsins að sólarhrings umferðin um sum þessara gangna verður lítið, ef nokkuð meiri en um austurhluta Hvannhólmans.

Þorkell Guðnason, 6.11.2013 kl. 20:46

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Keli góður, ég fer ekki að grafa göng þar sem engin traffík er. Það er nóg að Dóri Blöndal hafi gert það og þeir Vestfjarðagoðar. Fjarðarheiðargöng búa til traffík eins og þú heyrðir í fréttum að Smyrill hætti ferðum af því að heiðin er ófær.

Hvannhólminn var lokaður í annan endann að austanverðu

Halldór Jónsson, 6.11.2013 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 3418367

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband