9.11.2013 | 09:37
Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins á morgun er með því besta sem ég hef lesið lengi um stjórnmál. Þar heldur maður á penna sem sem þekkir málin út og inn af eigin reynslu.
Það er varla hægt að stytta það í tilvitnun minni, þar sem að þennan pistil lesa sumir sem vilja ekki lesa Mogga af einhverjum ástæðum. Ég læt því eftir mér að setja það allt hérna en feitletra það sem mér finnst eftirtektarverðast: |
| ||
Reykjavíkurbréfið ber vegna samlíkingarinnar sem höfundur notar, yfirskriftina: |
Langflottasta færibandið í hljómsveitabransanum
Svo kemur textinn þar sem ég sleppi millifyrirsögnum.
Það hefur hent margan þingforseta Alþingis að lesa í þinglok af forsetastóli tölur, sem starfsmenn þess hafa fengið honum, til vitnis um árangur í störfum þess. Þannig hafi þinginu til að mynda tekist að gera miklu meira en hundrað lagafrumvörp að lögum og samþykkt tugi af þingsályktunartillögum að auki. Vel má vera að hann Jón og hún Gunna hafi hlustað á fréttir af afrekinu og kannski óviljandi kinkað kolli í viðurkenningarskyni.
En »framleiðsla« Alþingis lýtur þó ekki sama lögmáli og færiböndin í fiskvinnsluhúsi eða þau sem dósir og flöskur bruggaranna fara um, uns þau enda í flutningabílunum fyrir utan hús. Fiskurinn kemur beinhreinsaður og í bitum af böndunum og er góður og hollur þegar hann hafnar á diski neytandans á lokasprettinum. Sama má segja um bjórinn, sem er gleðigjafi að auki, sé hans neytt í hófi, eins og flest annað gott.
En hvað um lögin sem fljúga af færiböndum Alþingis, næstum eitt fyrir hvern virkan starfsdag þess, ár eftir ár? Má ekki segja sömu söguna af þeim? Ekki endilega. Raunar í fæstum tilvikum. Enda er sjaldnast nokkurt gæðaeftirlit með þeirri framleiðslu.
Richard M. Nixon Bandaríkjaforseti var lengi þingmaður áður en hann varð forseti Bandaríkjanna. Hann hefur verið útskúfaður í samtímasögunni fyrir að hafa hlerað samtöl 0,0000001 prómill af þeim fjölda sem friðarverðlaunahafi grínistanna í norsku nóbelsnefndinni, Obama forseti, hefur látið gera. Verst fór þó Nixon karlinn út úr því að hafa hlerað sjálfan sig í Hvíta húsinu. Kannski er Obama á hinn bóginn hinn eini sem hann hefur sleppt að láta hlera. Nixon á að hafa sagt eitthvað á þessa leið um lagasetningu: »Þeir sem hafa séð pyslur verða til hjá kjötgerðarmönnum og þeir sem hafa séð lög verða til í þjóðþinginu hafa svipaða tiltrú á þeim afurðum.
Sennilega er þarna fremur hallað á pylsurnar en hitt, því þar er þó framleiðandinn undirlagður í heilbrigðis- og gæðaeftirliti. Sennilega hefur einn af eftirmönnum Nixons, Bill Clinton, einnmitt þóst vita að pylsugerðin stæði lagasmíðunum mun framar, ef marka má velþóknun forsetans fyrrverandi á pylsunum hjá Bæjarins bestu.
En fyrir fáeinum dögum vorum við, almennir kjósendur, minntir á þetta viðtekna viðhorf, sem nefnt var í byrjun bréfsins. Þá fóru þingmenn upp, utan dagskrár, allir í röð og kvörtuðu ákaft yfir því að ekkert væri á þeirri sömu dagskrá, sem þeir voru að fara utan við. Það væri í senn merki um aðgerðarleysi, skipulagsleysi og afleita verkstjórn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Slíkar aðfinnslur minna óvart á allt aðra hlið á ásjónu þingsins. Því síðustu árin hefur verið mjög í tísku hjá innanbúðarmönnum þar og sjálfskipuðum álitsgjöfum að kvarta yfir »foringjaræði,« »ráðherraræði« og hvernig framkvæmdavaldið umgengist þingið eins og ómerkilega afgreiðslustofnun fyrir sig og fleira af þeim toga.
Þarna hafði sem sagt skapast upplagt tækifæri fyrir almenna þingmenn til að láta til sín taka í friði fyrir framkvæmdavaldsfrekju og ráðherraræði og þá datt þeim ekki annað þarfara í hug, en að skammast yfir því, að ekki hefði verið mokað misgóðu og misfersku efni á færibandið og saka í leiðinni ríkisstjórnina um aðgerðarleysi og ónýta verkstjórn.
Þess háttar kvartanir gengju vel upp ef um væri að ræða fólk sem fengist eingöngu við það sem færibandið færði þeim, væri á afkastatengdu launakerfi og hefði ríka hagsmuni af því að verkstjórnin væri í lagi og aldrei væri gloppa á færibandinu. Lítill vafi er á að það er fagnaðarefni fyrir almenning rúlli færiband þingsins flesta daga tómt eða tómlegt um þinghúsið.
Þau lög, sem þingið hefur ungað út síðustu árin, koma flest úr leiðigjörnustu lagaframleiðslu sem þekkist, sunnan úr Brussel. Og það er verst varðveitta leyndarmál á Íslandi, að það sem þaðan kemur er gert að lögum á Íslandi, eins og þýðingarmikill hraðpóstur sé á ferðinni í hvert sinn og þau lög bera með sér, að þeir sem senda þau á færiband þingsins, þeir sem fletta þeim í fáeinar mínútur í nefnd og þeir sem samþykkja þessar afurðir svo samhljóða í þinginu, hafa ekki lesið þær.
Þessu neita fáir þingmenn, nema þeir allra óheiðarlegustu og skýring þeirra er einföld. »Við getum ekki breytt neinu í sendingunum frá Brussel. Það er ekki gert ráð fyrir því.« Þetta segja þeir, þótt þeir hafi þann kost og þá skyldu að hafna slíkum frumvarpssendingum með sama hætti og öðrum frumvörpum sem þeir eru ósáttir við. Ef kosturinn væri aðeins einn í tilvikum sendinga tilskipana frá Brussel, byggðum á EES-samningunum, þá hefði sá samningur gengið þvert gegn stjórnarskrá landsins. Því að óbreyttri stjórnarskrá er óheimilt að afsala lagasetningarvaldi þingsins annað, rétt eins og dómsvaldinu.
Stundum er á það bent að ráðuneytin hafi fjölda manna á sínum snærum í Brussel til að gæta hagsmuna Íslands við tilskipunarvinnuna þar á frumstigi. Það verður að segja það eins og er að af slíkum er minna en ekkert gagn. Það var rétt hjá frú Thatcher að slíkir sendifulltrúar líta furðu fljótt á sig sem »innfædda« í Brussel og taka að halda að hlutverk þeirra sé að gæta hagsmuna búrókratana gagnvart eigin þjóð.
Helsta verkefni þeirra og oft það eina, ef eftirmiðdagsboð eru talin frá, er því gjarnan það, að hotta á sína eigin heimamenn, stjórnkerfið og þingið að innleiða sérhverja tilskipun eins og skot, en auðvitað ekki fyrr en eftir sjálfstæða athugun, sem sérhver blindur kettlingur gæti verið stoltur af.
Óskiljanlegt er að núverandi ríkisstjórn skuli ekki hafa skoðað úrslit síðustu kosninga og vilja kjósendanna þegar hún leit svo á að í Evrópumálum bæri að stýra eins og bílstjóri sem teldi heppilegast að langferðabíllinn til Ísafjarðar færi Krýsuvíkurleiðina og svo austur eftir og hringinn, af því að einn áttavilltur farþegi af 50 væri í rútunni, þætti felast í því mest sanngirni og fáránleikanum þeim hefði ekki verið andmælt á kosningafundi í Sandgerði. Sú óvænta uppákoma hefði breytt niðurstöðu landsfunda flokkanna.
En ekki batnaði það þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar bættu því við að í öllum þeim niðurskurði sem yrði að framkvæma í landinu væru þeir ákveðnir í að fjölga (!) í hópi íslenskra innfæddra í Brussel, til að styrkja kórinn sem hrópaði yfir hafið til að hotta á innleiðingu tilskipana.
Sjálfsagt er það líka eitthvert yfirskilvitlegt tillit til þessa framantalda farþega, sem fékk að ráða ferðinni austur um land og áleiðis til Ísafjarðar. Hver skyldi hann vera, þessi maður?
Þingmönnum þykir flestum þeir vera illa haldnir í launum. Séu þau kjör borin við það sem tíðkast í nálægum löndum er það vafalaust rétt mat. En þar sem þingmenn teljast nærri helmingi betur settir kjaralega en meðaljóninn í landinu og eins og traustið á þinginu mælist núna, er ekki líklegt að neitt rætist úr þessum þætti á kjörtímabilinu.
Hitt er hins vegar rétt og satt að búið er að lengja viðveru þingmanna í þinghúsinu mikið síðustu árin. Það er þó eingöngu gert út frá sjónarmiði færibandsins, en ekki með heill og hamingju þjóðarinnar í huga og því síður heilbrigð tengsl fulltrúa hennar við umbjóðendur þingmanna. Ekki hefur hin meinta aukningu á viðveru og væntanlega vinnuskyldu aukið traust á þingheimi. Öðru nær.
Vera má að nú sé rétti tíminn til að snúa af þeirri braut sem mörkuð var fyrir hálfri öld eða svo, að þingmenn skyldu verða atvinnuþingmenn og alls ekki gegna jafnframt í öðrum störfum. Vafalítið er að sú breyting studdist við margvísleg rök sem engin ástæða er að gera lítið úr.
En reynslan síðan hefur borið önnur og síst veigaminni rök á borð. Tenging þings við þjóð hefur sjaldan verið losaralegri en nú er orðið. Þingmenn verða svo lafhræddir um afkomu sína og sinna þegar kosningar nálgast að það hefur slæm áhrif á framgöngu þeirra og heilindi í þinginu.
Enginn getur gleymt því hvernig nokkrir þingmenn í fleirum en einum flokki höguðu sér á síðasta þingi, þegar ein versta ríkisstjórn þingsögunnar hékk áfram, engum til gagns, án stuðnings þings eða þjóðar, því þeir vildu framlengja eigin framfærslu með því að láta ríkisstjórnina dingla áfram verklausa og umboðslausa, þegar síst skyldi.
Nýlega upplýsti Össur Skarphéðinsson að honum og nokkrum samþingsmönnum og flokksbræðrum hans, sem höfðu verið taldir standa framarlega, hefði verið þetta þvert um geð, en ekki hafst að.
Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur þróunin orðið sú að jafnvel borgarfulltrúar hafa allir breyst í atvinnumenn og munur á flokkum í ráðhúsinu hefur nánast þurrkast út, þótt hann sé enn mikill utanhúss. Hatur á bílum og ökumönnum þeirra, andstyggð á vel hirtu umhverfi, á landsbyggðinni og mikilvægum flugsamgöngum virðist helst hafa dugað til að stofna þennan borgarstjórnarflokk allra flokka.
Hann ætti helst að sjá sóma sinn í að bjóða sig fram í einu lagi undir hatti Hofsvallagötunnar, svo aðrir fengju svigrúm til að gefa kost á sér til að gæta hagsmuna venjulegra Reykvíkinga.
Fyrir mörgum mánuðum voru embættismenn látnir taka á sig fíflaganginn við Hofsvallagötuna og taka sérstaklega fram að hvorki borgarstjórinn né borgarfulltrúarnir hefðu vitað eitt né neitt um það sem þar fór fram, jafnvel þótt þeir byggju í næsta húsi.
Það er sérlega illa gert að láta ekki borgarstjórann vita þegar álitlegur fíflagangur er í boði, því í slíkum efnum hefur hann þó aldrei brugðist. En þótt þessi ævintýralega yfirlýsing hafi verið gefin fyrir mörgum mánuðum hefur ekkert gerst í óreiðunni á Hofsvallagötu og enginn borgarfulltrúi borgarstjórnarflokksins hefur sagt múkk eða gert neitt, frá Jóni Gnarr og upp úr. Hvernig skyldi standa á því?
Þarna er tekið á staðreyndum málsins af slíkri yfirsýn og þekkingu að þeim sem fyrir verða hlýtur að svíða undan. Það verðu hinsvegar fróðlegt hvort viðkomandi mótmæla eða reyna að bjarga sér á þögninni. Sem ég held að þeim væri lang ráðlegast því að það sem þarna er sagt er sannleikurinn umbúðalaus.
Á hverjum degi berast fréttir af því hvernig tilskipanir frá Brussel þrengja valmöguleika íslensks almennings. Nú síðast með bílareglugerðum sem útiloka bandaríska vöru.
Og er hreint ekki einsdæmi sem til dæmis Sullenberger kaupmaður í Kosti má berjast við á hverjum degi. Brussel vill stjórna því líka að við étum ekki bandarískan mat.
Það er óskiljanlegt hvernig ráðamenn okkar keyra okkur áfram í vitleysunni dag eftir dag. Það er líka óskiljanlegt hvernig vitibornum mönnum dettur í hug að það bæti hag okkar að ganga í þetta vanskapaða burokratabandalag.
Það er aðeins skiljanleg afstaða þeirra sem þann flokk fylla, að okkar stjórnmál hafi brugðist svo hrapallega að enginn kostur sé betri en að fela Brussel forsjá okkar mála. Það má segja að Össur Skarphéðinsson og Árni Páll geri sér þá stöðu ljósa enda er þeim nærtækast að líta í eigin barm þegar kemur að umræðum um framsal Íslands til StórÞýzkalands sem nefnist öðru nafni ESB.
Reykjavíkurbréfið er allrar athygli vert finnst mér að minnsta kosti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, alltaf gaman þegar gamlir karlpungar með rembiáráttu en vaxandi undirliggjandi efa um eigin stöðu og ágæti, ná að kitla hvorn annan. Það hressir.
hilmar jónsson, 9.11.2013 kl. 10:38
Þú hefur góða þekkingu á Þesskonar kitlum Hilmar Jónsson.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.11.2013 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.