Leita í fréttum mbl.is

Fræknir frambjóðendur

í prófkjöri Sjalfstæðismanna til Borgarstjórnar í Reykjavík komu í félagsheimili flugmanna á Reykjavíkurflugvelli á laugardagsmorgni.

Kjartan Magnússon lýsti reynslu sinni af sambýli við flugvöllinn frá blautu barnsbeini. Hann áætlaði að 1 % af vinnuafli borgarinnar, 65000 manns, væri beinlínis starfandi á flugvellinum. Hann sagðist ekki sem stjórnmálamaður geta látið sem að þetta skipti ekki máli. Undir þetta tóku meðframbjóðendur hans  Lára Óskarsdóttir og Björn Jón Bragason. Nokkrum vikum áður höfðu frambjóðendurnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir komið á þennan sama stað og lýrst eindregnum stuðningi við Reykjavíkurflugvöll.

Fram kom á fundinum að flugmenn og flugrekendur á Reykjavíkurflugvelli væru mjög óánægðir með það tómarúm sem vellinum væri haldið í. Þar mætti ekkert gera, ekkert byggja né enga framtíð eiga vegna þessara sífelldu vangaveltna um að flugvöllurinn færi kannski. Fasteigna eigendur yrðu sjálfir að kosta vatns- og fráveitulagnir frá eignum sínum þó að þeir væru skattlagðir að fullu með vatns-og horæsagjöldum án þess að fá hvorugt til sín lagt sem aðrir borgarbúar. Þó hefðu Fluggarðar verið reistir með fullu leyfi borgaryfirvalda fyrir meira en 30 árum. Nú skrifaði lögfræðingur Reykjavíkur þessu fólki bréf og tilkynnti þeim að eignirnar skuli fjarlægðar bótalaust.  

Síðasta uppákoma um frestun á niðurlagningu N-S brautar hefði engan vanda leyst, aðeins framlengt þetta hægfara dauðastríð. Gera ætti kennslu-og almannaflug útlægt af vellinum með atbeina innanríkisráðherra. Fluggarðar væru þar með dauðadæmdir fyrst allra mannvirkja þar sem þeir stæðu á landareign Reykjavíkurborgar. Flugvöllurinn hefði verið staðsettur af löglegri Borgarstjórn í Reykjavík á útmánuðum 1939 og Bretar hefði aðeins lagt völlinn samkvæmt því löglega  skipulagi sem nú ætti að ómerkja.

Einn fundarmanna benti á að þversögn væri fólgin í talinu um verðmæti byggingarlands á vellinum og umhverfi hans þegar deiliskipulögin sóuðu landinu undir gríðarlega fláka af bílastæðum í stað þess að setja þau undir byggðina eins og á háskólasvæðunum.

Íbúðir á flugvellinum myndu verða mjög dýrar væru byggðir bílakjallarar undir öll hús og fermetrinn myndi fara yfir 700.000 kr.,  eins og hann væri nú boðinn til kaups á núverandi þéttingarsvæðunum. Þessar íbúðir yrðu ekki keyptar af barnafólki. Allir frambjóðendur töluðu um að ungt barnafólk hefði líka flúið borgina á undanförnum árum til nágrannabæjanna. Þeir sögðu þetta ekki ætti  að vera stefna Borgaryfirvalda í skipulagsmálum.

Fundarmenn óskuðu fræknum frambjóðendum allra heilla í baráttunni og hvöttu þá til að taka höndum saman við aðra frambjóðendur sem vildu Reykjavíkurflugvelli vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Lauga, Tobba, Harðlynda Hanna eða Ólafur Magnússon læknir. Hver er munurinn?

Hann er Júlíus Vífill, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Lára Óskarsdóttir, Björn Þór Bragason.

Lifi náttúruperlan Reykjavíkurgflugvöllur. Þar ríkir kyrrðin og fegurðin, þögnin og heiðríkjan. Fegursti staðurinn í landnámi Ingólfs meða Gálgahraunið í baksýn.

Halldór Jónsson, 9.11.2013 kl. 23:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vil bara minna á að Ólafur F. Magnússon var kosinn í borgarstjórn 2002 og 2006 vegna baráttu sinnar fyrir því að flugvöllurinn væri kyrr og hefur alla tíð verið einlægur flugvallarsinni.

Það er munurinn á honum og mörgum öðrum.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2013 kl. 02:28

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til háborinnar skammar.

Sinnuleysi borgarfulltrúa hefur verið sem lamandi hönd yfir framförum við flugvöllinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2013 kl. 11:59

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita eiga skipulagsmál flugvalla að vera á valdi ríkisins, rétt eins og þjóðvegirnir.   

Það er ekkert heilagt  í því eins og ljóskan heldur fram.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2013 kl. 12:49

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skipulagsvald einstakra sveitarfélaga, eins nauðsynlegt og sjálfsákvörðunarréttur þeirra er, er kominn út í ógöngur.

Í stjórnlagaráði gafst ekki tími til að fara ofan í þau mál, en því lengur sem það dregst, því verra.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2013 kl. 16:10

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Halldór. Augljóst er að ef Sjálfstæðisfólk velur Þorbjörgu Helgu eða Hildi Sverrisdóttur til oddvitasætis, þá fær vinstri vængurinn styrk frá þeim hægri í næstu kosnngum til þess að fljúga með völlinn burt. Líka staðfestingu á öðrum skipulagsslysum.

Ívar Pálsson, 10.11.2013 kl. 18:48

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það ríkir algert framkvæmdabann í Reykjavíkurflugvelli vegna ráðleysisins sem ríkt hefur í framtíð vallarins lengi. Þessu verður að linna. Völlurinn gæti gefið landinu og borginni risatekjur væri hann markaðssettur í alvöru.Ekki veitti Hörpunni af að fá eitthvað meira.

Allir þurfa nú að leggjast á eitt að koma í veg fyrir frekari skipulagsslys í kring um Reykjavíkurflugvöll. Til þess varður fólk að vanda það hvaða fólk það kýs í prófkjörinu á laugardaginn.

Halldór Jónsson, 10.11.2013 kl. 19:51

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Samningurinn ómögulegi bætir þessum mannfjölda inn í Skerjafjörðinn þegjandi og hljóðalaust:

Ísafjörður:2.624. Hnífsdalur:216. Flateyri:199. Suðureyri:264

Ívar Pálsson, 11.11.2013 kl. 00:43

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarpur Ívar. Þetta fólk selur bílana sína með drifi á öllum og hjólar í vinnuna eftir Hofsvallagötunni og inn í Fall-Street með skákbrettastígunum að gærða á bréfum og kaupaukum.

Halldór Jónsson, 11.11.2013 kl. 07:05

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar, Ólafur Magnússon er langtum minna ruglaður en sumir borgarfulltrúar eða viljandi verða Sjálfstæðisflokksins

Halldór Jónsson, 11.11.2013 kl. 07:07

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og svo er komin ný stjórnarskrárnefnd væntalega til að bæta í leiðum til að afsala fullveldinu til Broksels og gelda forsetann eller hur?

Halldór Jónsson, 11.11.2013 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband