Leita í fréttum mbl.is

Gulli góður í Kópavogi

í morgun. Þar stóð hann í tvo klukkutíma í ræðustól og kynnti tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar fyrir mannfjölda í Salnum í Kópavogi.

Gulli sýndi glærur yfir þau svið rikisreikningsins sem hópurinn hafði tekið fyrir. Andstæðingarnir hafa reynt að gera þessa vinnu tortyggilega á hinn spaugilegasta hátt sem fundarmenn hlógu dátt að þegar Gulli rakti  röksemdirnar lið fyrir lið.

Það setti bókstaflega hroll að undirrituðum þegar hann gerði sér ljóst hverskonar óskapnaðar kerfi við Íslendingar erum búnir að koma okkur upp. Hvílk kynstur af nefndum, ráðum, umboðsmönnum, apparötum og eftirliti til að fylgjast með öllu hinu eftirlitinu sem stendur sig ekki, rannsóknarnefndum, skýrslum og úttektum. Undirritaður spurði sjálfan sig að því, hvort einhversstaðar væri land sem hann gæti flutt til og flúið alla þessa upppsöfnuðu heimsku. Þetta væri þvílíkt net að það væri á einskis manns færi að greiða úr möskvunum.

En Gulli ætlar bersýnilega ekki að láta deigann síga heldur skera á flækjurnar. Hann  lagði áherslu á að Íslendingar ættu engra kosta völ annað en ganga í verkið og laga málin. Annars blasti bara gjaldþrot við. Síðasta ríkisstjórn jók skuldirnar svakalega og fjárlagahallinn er slíkur að ekki verður við búið lengur.  Hann verður kannski 1-2 % á þessu ári og hefur stundum verið mun meiri árin þar á undan. Gulli sagði að við yrðum að skila 3 % afgangi á ríkissjóði bara til þess að hætta skuldasöfnuninni. Við yrðum að skila  5 % afgangi ef við ætluðum okkur að borga einhverntíman niður skuldir.

Fundurinn var hinn fjörugasti og Gulli stóð sig afburðavel. Það er skömm að því hvað Gulli hefur verið rægður mikið fyrir þær sakir að hann var bara duglegri en aðrir að safna í kosningasjóði í góðærinu. Hann er góður drengur og duglegur og það á að nota hans góðu gáfur og krafta úr því að hann nennir þessu. 

Ég fór út með hrollinn. En  þó með einhverja vonarglætu um að þeir ungu menn sem nú eru með áhrif, eins og Gulli,Ásmundur, Sigmundur og Bjarni geri eitthvað í þessari vitleysu allri saman.

Fólkið er að vísu orðið óþreyjufulllt og langeygt eftir því að eitthvað verði gert sem bragð væri að. Það væri til dæmis talað mikið um vanda Íbúðalánasjóðs. Fram kom að hann væri búinn að fá 40 milljarða og vantaði 70 í viðbót. Verðum við ekki að spyrja okkur hvaða náttúrulögmál  það sé að sjóðurinn eigi að veita öllum allt að 80-90% lán?  

Þegar ég byggði fyrst var hlutfallið um 30 % af verði íbúðarinnar. Nú eru hámarkslán að vísu orðin 20 milljónir og duga fyrir 50% af algengri íbúðarstærð. En hlutfallið fer minnkandi í húsnæðisbólunni sem lífeyrissjóðirnir taka þátt í að blása upp. Það blasir við að í óefni stefnir í húsnæðismálum ungs fólks. Þesssvegna þarf að lækka húsnæðisverð en ekki hækka það með dellumaki frá Mannvirkjastofnun sem er búið að valda 20 % verðhækkun það sem af er. Smáíbúðahverfið ætti að njóta meiri athygli en Fossvogurinn.

Það er greinilega þvílík vitleysa og ofmönnun í öllu stjórnkerfinu, skólakerfinu og fjármálakerfinu að það verður að taka á þessu. Það eru til dæmis um pí-sinnum fleiri bankastarfsmenn á 1000 íbúa á Íslandi en í USA. Útibúafjöldi er líka pí sinnum fleiri á sama skala. Það er sam hvert er litið, það fer allt pí-sinnum fram úr áætlunum kerfisins. Svo gefur Steingrímur J. út bók og reynir að koma því inn hjá fólki að hann hafi bjargað þjóðinni og verið svo upptekinn að hann gleymdi að éta! Eiga menn ekki frekar að hugsa um allan þann hrylling sem þessi maður skilur eftir sig í fjármálum og varð þó minni en hann ætlaði þar sem þjóðin tók af honum ráðin í tvígang.

Vonandi gera þessi ungu menn eitthvað í þessu. Það eru til leiðir ef viljinn er fyrir hendi. Til dæmis að taka staðgreiðslu strax af öllum lífeyrisiðgjöldum og borga skuldir ríkissjóðs með því. Er það ekki alveg eins gott eins og borga 100 milljarða í vexti vegna þess að einhverjir menn útí bæ sem ég kaus ekki og hef aldrei séð eru að kaupa sig inn í öll fyrirtæki landsmanna og kaupa upp Bernhöftstorfur út um allt land fyrir lífeyrisiðgjöld landsmanna? Þetta er bara bí bí vitlaust að mér finnst.

En það er eins og það megi ekki einu sinni ræða það að breyta neinu án þess að kratar og kommar verði vitlausir og telji allt ómögulegt.   Gulli sagði frá því að sú setning sem hann hefði oftast heyrt þegar hann var ráðherra hefði verið: "En þetta er ekki hægt!" Hann sagðist aldrei hafa heyrt þetta og bara látið gera það sem hann hélt að væri rétt.

Möppudýrin munu leggjast þversum allstaðar sem þeir geta og segja að þetta eða hitt sé ekki hægt. Þeir mega bara ekki fá að ráða heldur Gulli sem er góður fyrir okkur og við eigum að styðja og styrkja til góðra verka. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Drengurinn er að slá í gegn. Sjáið hann í viðtölum með allt á hreinu og sýnir andstæðingum sínum fulla virðingu.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2013 kl. 02:19

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Borgnesingurinn Gulli Þór hefur vissulega vaxið mikið í pólitík.

Hann fékk hirtingu við bankahrunið, eins og svo margir aðrir stjórnmálamenn. Einkum vegna styrkja sem hann hafði þegið. Ekki að aðrir stjórnmálamenn hefðu ekki þegið styrki líka. En einhverra hluta vegna var hann dæmdur hart, kannski harðar en hann átti skilið. Læt aðra dæma um það.

Það er greinilegt að hann tók þessa gagnrýni alvarlega og hefur lært. Það er meira en hægt er að segja um flesta aðra á þessum vettvangi.

Á sínum fyrstu árum í pólitík mátti oft greina hjá Gulla hroka. Það átti jafnt við gagnvart pólitískum andstæðingum sem og samherjum. 

Í dag kemur hann fram sem auðmjúkur þjónn, hlustar á rök annara og svarar af kostgæfni.

Fyrst eftir hrun hélt ég að feril Gulla í stjórnmálum væri lokið. En eins og áður segir, þá tók hann mark á gagnrýninni og ekki annað að sjá en honum hafi tekist vel til.

Haldi hann áfram á þessari braut mun hann eiga langa og farsæla framtíð í stjórnmálum.

Kannski þurfa allir stjórnmálamenn að fá sömu hirtingu og Gulli fékk. Þannig má kannski skilja hismið frá kjarnanum. Víst er að margur þeirra sem fram hefur komið á þessu sviði, eftir hrun, eru mun hrokafyllri en nokkurntímann mátti greina hjá Gulla, á hans fystu árum í pólitík.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2013 kl. 07:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Góður fundur og Gulli var flottur

Óðinn Þórisson, 17.11.2013 kl. 09:59

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aburðamaður Guðlaugur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.11.2013 kl. 10:43

5 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Byggingarkostnaður mun ekki hækka með nýrri reglugerð. http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Byggingarreglugerd/Um%20algilda%20h%C3%B6nnun%20og%20l%C3%A1gmarksst%C3%A6r%C3%B0ir%20%C3%ADb%C3%BA%C3%B0a-ma%C3%AD%202013.pdf

Bergur Þorri Benjamínsson, 18.11.2013 kl. 12:40

6 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

"Rétt er að upplýsa að ákveðið hefur verið af hálfu ráðuneytisins að gera tilteknar breytingar á byggingarreglugerðinni þannig að þessi kostnaðaráhrif minnka umtalsvert og er metið að hækkunin fyrir húsið sem valið var af Búseta og Samtökum iðnaðarins sé um 0,35%. Meðal annars hefur verið ákveðið að breyta ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 varðandi varmaeinangrun þannig að þau verða efnislega eins og ákvæði eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998."

Bergur Þorri Benjamínsson, 18.11.2013 kl. 12:42

7 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

http://www.althingi.is/altext/141/s/0835.html

Bergur Þorri Benjamínsson, 18.11.2013 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband