21.11.2013 | 08:52
Skuldavandi ríkissjóðs leystur
ef hann aðeins tekur til sín útistandandi fé sem hann á óumdeilanlegan rétt til.
Bergur Hauksson skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann kemur inn á mál sem mér hefur verið lengi hugleikið. En það er að taka hlut ríkissjóðs í lífeyrissjóðainngreiðslum strax eins og aðra staðgreiðslu.
Ég gleðst yfir því auðvitað að málsmetandi maður tekur undir þessi sjónarmið vesæls lífeyrisþegabloggara sem hafa skijanlega verið eins og vindur hjá eyrum ráðamanna.
Bergur segir m.a.:
" .......Hjá lífeyrissjóðunum liggur fé sem mun renna til ríkisins í formi skatts þegar sjóðsfélagar fá greiðslu úr lífeyrissjóðunum miðað við núverandi lög. Heildareignir lífeyrissjóðanna eru 2.583 milljarðar króna (2.583.000.000.000).
Ekki er ljóst hvað af þessu mun renna til ríkisins í formi skatts. Ef þetta er skoðað út frá þekktum tölum má þó nálgast hverjar þessar skattgreiðslur yrðu. Meðallaun árið 2012 voru kr. 402.000 á mánuði. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði er reiknað með að lífeyrisréttindi verði 56% af launum. Meðallífeyrisréttindi verða miðað við þá forsendu eru kr. 225.120 á mánuði (56% af 402.000). Miðað við núverandi tekjuskatt, væri skattur af þessari fjárhæð 16% ef tekið er tillit til persónuafsláttar. 16% af kr. 2.583.000.000.000 eru kr. 407.664.499.254.(á ári NB ! innskot mitt)
Ef lögum væri breytt á þann veg að þetta væri greitt í skatt nú þegar og þessi fjárhæð væri notuð til að lækka skuldir ríkisins þá myndi það þýða mikla ávöxtun fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna sem þegna ríkisins. Betri ávöxtun tel ég ekki mögulega. Samkvæmt fréttum tók fyrri ríkisstjórn lán með 6,6% vöxtum. Ef slíkt lán væri niðurgreitt að fjárhæð kr. 407.664.499.254 þá sparast um tuttugu og sjö milljarðar króna í vaxtagreiðslur á ári. Ef þessari fjárhæð er dreift á hvern Íslending þá gerir það um áttatíu og fjögur þúsund krónur á mann á ári eða 320.000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu. Sjá nánar í töflu.
Þjóðin er í höftum og þá þarf að grípa til annarra úrræða en ef þjóðin byggi við eðlileg skilyrði. Það þarf nýja hugsun. Ef til er enn betri leið til að ávaxta þessa peninga fyrir hönd sjóðsfélaganna en framangreind leið, þá er um að gera fyrir lífeyrissjóðina eða einhverja aðra að benda á hana. Augljóst er að svona kerfisbreyting myndi þýða einhverja vinnu varðandi útfærslu en eins og öll önnur kerfi, gerð af mönnum þá er hægt að breyta lífeyrisskerfinu. Það er hægt að breyta því sjóðsfélögum til hagsbóta.
Að öllum líkindum er besta ávöxtun sem tæk er fyrir þegna þessa lands og sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna, fjárfesting sem ekki er einungis mæld í vöxtum heldur einnig fjárfesting sem mæld er í góðu heilbrigðiskerfi. Til að viðhalda góðu heilbrigðiskerfi þarf að hafa gott starfsfólk. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, sérhæft á sínu sviði hefur sagt upp störfum hjá Landspítalanum meðal annars vegna vinnuaðstöðu.
Nú síðast sagði upp störfum forstjóri spítalans. Ég þekki fyrrverandi forstjóra spítalans ekkert en það þarf ekki sérstakan gáfumann til að sjá að þar fór besti forstjóri sem hefur verið á Landspítalanum fram að þessu. Vonandi kom jafn góður maður í hans stað. Læknar lýsa hve álag hefur aukist vegna þess að starfsfólk hefur sagt upp og nýtt starfsfólk fæst ekki í staðinn. Tæki hafa bilað þannig að krabbameinssjúklingar eru sendir heim án meðferðar.
Miðað við kostnaðaráætlun nýs Landspítala er kostnaður við fyrsta áfanga um fjörutíu og fimm milljarðar króna. Áætla má að hönnunar- og framkvæmdatími sé í kringum fjögur ár. Stærstur hluti af framkvæmdakostnaði kemur til á síðasta ári. Uppsafnaður vaxtasparnaður á fjórum árum er um eitt hundrað milljarðar króna. Er spurning hvað ber að gera? Ekki má gleyma því að samkvæmt stjórnendum spítalans sparast töluvert þar sem viðhaldskostnaður verður töluvert minni. "
Það er svo borðliggjandi finnst mér að ríkið taki þessa peninga til sín, jafnvel eitthvað afturvirkt líka. og noti það núna í neyðinni.
Hvaða gaman hef ég af því að fá núna greiddan lífeyri að frádreginni staðgreiðslu í stað þess að fá bara lífeyrinn. Sem hefði verið mun hærri ef lífeyrissjóðurinn minn hefði tapað minna á hlutabréfabraskinu í gegn um árin. Minni upphæðir til að braska með= minna tap eða eitthvað minni hagnaður í besta falli.
Það er miklu meiri hagnaður fyrir mig í því fólginn að leysa vanda ríkissjóðs núna heldur en að lífeyrissjóðirnir eigi sífellt að koma að öllum dægurflugum sem stjórnmálamönnum sérstaklega af vinstra kantinum eru sífellt að gína við. Gera tillögur um að lífeyrissjóðirnir komi að hinu og þessu. Lífeyrissjóðafurstarnir sem enginn kaus, frekar en kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafa síðasta orðið í öllum slíkum "framfaramálum".
Verkurinn er áfram landsmanna sjálfra. En hann er að hafa vit til þess að halda minna hæfu en háværu fólki (lýðskrumari er gott orð sem hefði mátt vera nefnt til verðlaun) frá ákvarðanatöku um grundvallaratriði eins og Icesave til dæmis.Velja sér betri forystumenn framvegis.
Bergur Hauksson bendir á fljótvirka leið til þess að leysa skuldavanda ríkissjóðs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Ég hef áður tekið undir þennan málflutning þinn og geri það enn. En samhliða slíkri breytingu vil ég taka upp lífeyriskerfið í heild sér.
Þarna er verið að fikta með lögbundinn sparnað launþega og því algjörlega út í hött að þeir sjálfir fái engu um það ráðið hverjur handfjatla þá aura. Það fulltrúalýðræði sem ríkir við skipanir í stjórnir flestra sjóðanna er verra en nokkurntímann þekktist í USSR!
Þá er margt í lögum um þessa sjóði sem þarf að skoða nánar. T.d. mega sjóðirnir ekki lána fé nema með ávöxtun upp á 3,5%. Þetta segir að nánast útilokað er að koma raunvöxtum undir þá prósentu, sem aftur heftar verulega baráttu við verðbólguna. Eftir sem áður geta stjórnir sjóðanna fjárfest í fyrirtækjum án slíkrar ávöxtunarkröfu. Hver er munurinn?
Við hrun töpuðu lífeyrissjóðir 500 milljörðum króna og af þeim tapaðist um 150 milljarðar vegna lána til fyrirtækja Bakkabræðra. En þegar rætt er um aðkomu sjóðanna að uppbyggingu landsins er það ekki hægt vegna ávöxtunarkröfunnar. Þó eru þessir sjóðir að kaupa hluti í fyrirtækjum sem enginn veit hvort eiga framtíð fyrir sér!!
Það þarf því að taka lífeyriskerfið til algerrar endurnýjunnar og þar ætti auðvitað að vera krafa um að skattur yrði innheimtur við innlögn, ekki úttekt.
Meðan fólk er í vinnu og greiðir inn til sjóðanna, er það mun betur statt til að greiða skatt, en þegar það er komið á eftirlaun. Þar að auki myndi enginn launþegi verða var við þessa skattheimtu nema á launaseðlinum, þetta mun ekki skerða ráðstöfunartekjur á neinn hátt.
Fyrir eftirlaunþegann væri þetta einnig betra, hann vissi þá nákvæmlega hver hans laun yrðu.
Það er augljóst að þessi breyting myndi svo skila mun betri efnahag fyrir þjóðarbúið og sá bati kemur öllum landsmönnum til góða, nema kannski stjórnum lífeyrissjóðanna.
Vald stjórna sjóðanna er orðið svo mikið að það er hægt að tala um þá sem ríki í ríkinu.
Gunnar Heiðarsson, 21.11.2013 kl. 11:40
HA HA HA. Góð gulrót. Það er búið að stinga upp á þessu áður, að taka skattana fyrirframm. Hvar ætti svo að búa til tekjur á móti þessu eða ertu að tala um 1 ár í einu eða nokkur ár framm í tímann?
Eyjólfur G Svavarsson, 21.11.2013 kl. 12:30
Kanski að það væri betra að hætta öllum verkalýðslífeyrissjóða braski og fara út í eftirlauna system sem hefur verið í gangi hér í USA til fjölda ára.
Þetta system er kallað 401K savings, enginn skattur er tekinn af fé sem er greitt í sjóðinn en skattlagt þegar tekið er út úr sjóðnum.
Svo er Roth IRA en það er tekinn skattur af greiðslu inn í sjóðinn, en enginn skattur þegar tekið er út úr sjóðnum.
Ég ef alltaf meiri trú á því að leifa fleiri en eitt val og það kemur til með að reinast betur en ef allir þurfa að sitja á sama kopi, so to speak.
Kosturinn við þetta er að 401K and Roth er stjórnað algjörlega af þeim einstakling sem á sjóðinn. Sem sagt ef fjárfestingafyrirtæki stendur sig ekki, þá getur einstaklingurinn farið með sinn sjóð eitthvað annað.
Annar kostur er að ef eigandi 401K eða Roth deyr þá fá ættingjar hvert einasta cent sem er í sjóðnum.
Sennilega eru séreignasjóðirnir á Íslandi eitthvað líkir þessu og væri því auðvelt að skipta út þessum verkalýðslífeyrissjóðum út.
En eitthvað finnst mér einhver USSR skítalykt að láta Ríkið sjá um lífeyrissjóði almennings, bara mín skoðun á þessu.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.11.2013 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.