27.11.2013 | 10:18
Lífeyrissjóðirnir reddi !
öllum vandræðum sem stjórnmálaleiðtogar vorir eru búnir að koma þjóðinni í.
Já, þetta er þeim að kenna sem hafa logið sig inn á okkur kjósendur á undanförnum árum undir því yfirskyni að þeir væru að gera okkur gott. Þeir bara gerðu góðverk sín á annarra kostnað. Hverjum gerðu þeir aðallega gott?. Sjálfum sér með hækkuðum launum, hækkuðum eftirlaunarétti, lúxuslífi og frelsi til að framkvæma allskyns firrur sem engin innistæða var fyrir.
Og hver er nú lausnin sem þeir bjóða við afleiðingunum?
Einföld: Lífeyrissjóðirnir kaupi þetta eða hitt og leggi fé í þetta eða hitt.
Þannig er lausn Óla Björns Kárasonar á 1.932.752 milljónum króna eða 108% af áætlaðri landsframleiðslu skuldavanda ríkissjóðs þessi:
"Þegar valið stendur á milli þess að eiga ríkisbanka eða auka möguleika ríkisins til að standa undir öflugu velferðar- og menntakerfi, er auðvelt að komast að niðurstöðu. Mikill meirihluti landsmanna mun styðja slíkt. Með sama hætti og landsmenn munu styðja sölu á Isavia og helmingshlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna sem dæmi séu nefnd."
Óli segir enn til útskýringar:
" Frá árinu 2008 hafa íslenskir skattgreiðendur þurft að standa undir liðlega 494 milljörðum króna í vexti miðað við áætlun þessa árs. Með öðrum orðum: Vaxtagreiðslur ríkisins á þessum árum hafa numið sex milljónum króna á hverja fjölskyldu."
Þarna hafa menn afrakstur af þrotlausri og stundum matarlausri vinnu Steingríms J. við að bjarga þjóðinni síðasta kjörtímabil. Þvæluna í honum um frumjöfnuð, rústabjörgun, hallalausum ríkissjóði , koma á okkur Icesave osfrv. er hann búinn að skrifa niður á bók sem við eigum að lesa yfir jólin.
En komum svo að lífeyrissjóðunum sem eru bestir í heimi segja þeir.
Þessi allra meina bót var sett undir stjórn allskyns bubba sem áttu að skila þeim með 3.5 % ávöxtun og lögðu þannig grunninn að vaxtahelsi landsmanna sem þeir komast aldrei út úr.
Sjóðirnir lánuðu eitthvað verðtryggt til eigendanna innanlands. En þeir gétu ekki borgað nógu hátt og því fóru bubbarnir að sýna fjármálasnilld sína erlendis og innanlands með því að kaupa hlutabréf og sitja í stjórnum fyrirtækja. Náðu flestum völdum og áhrifum í þjóðfélaginu.
Þessi líka séní sem áttu svo sérvalda vini út um allt. Þeir töpuðu svona eitt til tvöþúsund milljörðum á æfingunum sem enginn fær að vita allt um.
Allt í lagi . Vð lækkum bara lífeyrinn til eigendanna var svarið hjá þeim þegar spurt var um ábyrgðina.
Svo stendur líka í Mogga:
" Ljóst er að hækka þarf lífeyrisaldur, skerða réttindi eða hækka iðgjöld vegna hærri lífaldurs. Þetta segir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins, í nýjasta hefti Fjármála, vefrits eftirlitsins.
Hann segir að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóðanna hafi hækkað um nærri 30 milljarða vegna hækkaðs lífaldurs um 0,4 ár við síðustu útreikninga. Þar sé þó ekki tekið mið af væntingum um hækkaðan lífaldur, sem flest nágrannaríki okkar reikni með, en Björn segir að samkvæmt spám Hagstofunnar muni aldur á næstu 40 árum hækka um 5-7 ár.
Björn segir að ef þessi spá rætist megi gera ráð fyrir að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um nærri 200 milljarða króna. Við þessa forsendubreytingu myndi núverandi halli á áfallinni stöðu, sem í dag nemur um 550 milljörðum króna, verða nálægt 750 milljörðum.
Hann segir að bregðast verði við þessu með skerðingu réttinda, hækkun lífeyrisaldurs eða hækkun iðgjalda. Telur hann að skerðing réttinda verði ekki vinsæl, en að hjá henni verði ekki komist. Þá telur hann eðlilegt að hækka lífeyrisaldurinn um tvö til fjögur ár í þrepum og gera lífeyristöku sveigjanlegri. "
Hverju trúðum við bláeygðir þegar kerfið var sett upp?
Þetta lætur þjóðin sér vel líka og kaupir sér eftiráskýringar Steingríms J. til að lesa eftir jólasteikina.
Hverju trúum við næst? Eftir hverju eru frambjóðendur að sækjast? Hjálpa mér eða þér?
Nú eiga "skuldsett heimili" að fá leiðréttingu í þessari viku.
Af hverju tekur ríkið ekki af lífeyrissjóðunum beint þær skattgreiðslur sem það á inni af iðgjöldunum og reynir að lækka skuldafjallið? Bubbarnir tapa þá ekki þeim á meðan.
Af hverju ekki?
Eiga ekki lífeyrissjóðirnir að redda öllu hvort eð er ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll frændi
Það eru ekki allir lífeyrissjóðir stöndugir. Einn hefur t.d. þegar skert réttindi um samtals ca 40% og í reynd hækkað lífeyrisaldurinn verulega, því í reynd er ekkert vit í að byrja að taka lífeyri úr þessum sjóði fyrr en í fysta lagi við 70 ára aldur og jafnvel 72 ára til að auka réttindin aðeins.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/09/27/tapadi_16_2_milljordum_krona/
Ágúst H Bjarnason, 27.11.2013 kl. 11:41
Já frændi, bubbin ykkar í lífeyrissjóði verkfræðinga tapaði mest af öllum bubbum. Sem betur fer fyrir mig þá fór ég úr þeim sjóði í LÍV fyrir löngu
Halldór Jónsson, 27.11.2013 kl. 11:48
Það er óvenju þungt í þér hljóðið Halldór, enda ertu að fjalla um grafalvarlegt mál, það er búið að skattleggja landsmenn frá því um 1970, fyrstu árin aðeins launþega og síðan alla þjóðina, jafnt launþega sem launagreiðendur fyrst um 10% af launum og svo nú á síðustu árum hefur skatturinn verið hækkaður í 12%. Eina ójafnvægið í þessu er að það virðist vera að aðeins öðrum hópnum, þ.e. launagreiðendum sé treyst til að tapa þessum sjóðum, hafa líka staðið sig framar öllum vonum í því. Stjórnmálamenn og aðrir hagsmunaaðilar hafa alltaf ásælst sjóðina, talið hægt að nota þá til allra mögulegra hluta, hvort sem von er um ávöxtun eða ekki, eins og til að mynda Helgi í Góu sem telur að það eigi að nota aurana til að byggja yfir eldri borgara. Það er ekki vænlegt til ávöxtunar, saman ber Eir og jafnvel Sunnuhlíð, held að þar raði sér aðrir sérfræðingar í því að koma almannafé fyrir kattarnef. Hvort aurunum sé eytt í byggingu elli blokka eða létta skuldum af ríkissjóði, skiptir ef til vill ekki máli, ég tel að láglaunamaðurinn sem hefur verði skattlagður alla starfsævina um 10 til 12% af lágum launum í nafni velsældar að starfsdegi loknum, sé jafndauður hvort hann fær 50 eða 60 þúsund krónur úr Lífeyrissjóðnum á mánuði. Það þarf vissulega að breyta þessu kerfi, löngu tímabært. Veit að vísu ekki hver meðal eftirlaun eru í dag, en mig minnir að ég hafi heyrt þessar tölur fyrir ekki svo löngu. Það er að vísu eitthvert smá frávik eftirlaun ráðherra og þingmann, það mun vera eitthvað örlítið hærra.
Kjartan Sigurgeirsson, 27.11.2013 kl. 11:58
Er það ekki sanngjörn krafa að þeir aðilar, sem öllu vilja redda með upptöku á framtíðarlífeyri fólks sem hefur ekki að öðru að hverfa, gangi á undan með góðu fordæmi og leggi allt sparifé sitt í púkkið?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2013 kl. 12:37
lÍFEYRISJÓÐIR SEM HAFA STJÓRNENDUR SEM NOTA ÞÁ TIL AÐ HJÁLPA ÆTTINGJUM- ERU EKKI STÖNDUGIR. HINIR- SEM EIGA MEIRI PENINGA EN ÞESSIR AULAR SEM ERU EINRÁÐIR ÞAR- ÞÖKK SE EIGENDUMÞEIRRA- ÆTTU AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞEIR SEM EIGA ELLILI´FEYRI SINN ÞAR- FÁI HANN- EN ÞURFI EKKI AÐ BETLA FRÁ TR.
Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2013 kl. 21:06
Erla, það þafr að losna við fulltrúa vinnuveitenda úr stjórnum sjóðanna. Af hverju eru þeir að höndla með fé launþega og nota það sem áhættufé í sína þágu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2013 kl. 21:39
Samkvæmt mínum heimildum eru meðal lífeyrisgreiðslur úr almennu samtryggingarsjóðunum, kr.61þús. á mánuði til karla og 33þús til kvenna. Árlega er núna að koma rúmlega 100 milljarðar inn í þessa sjóði en útgreiðslur eru aðeins 65 milljarðar. 10 milljarðar fara í rekstrarkostnað sem er algerlega glórulaust. Og enn tönnlast ráðamenn þjóðarinnar á því að við séum með besta lífeyriskerfi í víðri veröld. Fréttaskýrendur trúa þeirri klisju sennilega og virðast engan áhuga hafa á að kafa í þessi mál svo undarlegt sem það er. Það væri þó verðugt verkefni en nú er ríkisstjórnin að losa sig við sem mest af sjálfstætt hugsandi fréttamönnum RUV, svo þaðan er örugglega einskis að vænta á næstunni.
Þórir Kjartansson, 27.11.2013 kl. 23:08
Þórir, lífeyrissjóðirnir eru söfnunarsjóðir en ekki gegnumstreymissjóðir. Iðgjaldagreiðendur byggja upp lífeyri sinn í framtíðinni. Núverandi lífeyrisþegar hafa aðeins greitt í sjóðina hluta af starfsæfi og fá því lífeyri í hlutfalli við það. Því er eðlilegt að halli nokkuð á inn og útgreiðslur sjóðanna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2013 kl. 10:36
Veit ég vel Axel Jóhann. Það er okkar ógæfa. Þess vegna töpuðu sjóðirnir 500 milljörðum á hruninu og það er hvorki fyrsta eða síðasta tapið. Þessi gríðarlega peningasöfnum er orðið stórvarasamt ríki í ríkinu og býður upp á alls konar sukk og svínarí.
Þórir Kjartansson, 28.11.2013 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.