30.11.2013 | 22:18
Jón Gunnarsson
alþingismaður var á fjölmennum fundi í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi í morgun.
Jón ræddi atvinnumálin sem mjög brenna á fólki um þessar mundir. Hann sagði það stefnu Sjálfstæðismanna að það yrði betra að lifa á Íslandi á næsta ári en á þessu sem væri að líða. Og enn betra yrði að lifa á Íslandi á þar næsta ári og koll af kolli. Að þessu myndi flokkurinn vinna.
Mikið verk væri framundan að reisa við efnahag landsmanna eftir viðskilnað síðustu ríkisstjórnar. Hún hefði meðal annars sett sjávarútveginn í uppnám með óraunhæfri veiðigjaldatöku sem hefði lent með mestum þunga á litlum og meðalstórum fyrirtækjum um landið. Jón sýndi línurit sem greinilega sýndu viðbrögð fyrirtækjanna við ofurskattlagningunni sem greinilega snarkipptu úr fjárfestingaráformum þeirra. Þetta væri eitt dæmið um trú vinstri manna á skattheimtuleiðinni til að leysa skammtímavanda ríkissjóðs.Stefna Sjálfstæðisflokksins væri að byggja upp atvinnuvegi um landið allt sem reynslan hefði sýnt að væri það sem árangri skilaði.
Jón ræddi málefni stóriðju og orkuframleiðsluna. Fram kom að raforkuframleiðsla Íslendinga á mann er helmingi hærri en Norðmanna sem eru aftur helmingi meiri á mann en framleiðsla iðnvæddu Evrópuþjóðanna. Við höfum því algera sérstöðu. Jón ræddi líka hugmyndir um sæstreng sem ræddur hefur verið milli Íslands og Skotlands án viðkomu í Færeyjum. Jón sagði að Íslendingar myndu aldrei kosta framleiðslu eða lagningu slíks strengs frekar en við hefðum byggt álverin hérlendis. En þetta þyrfti að rannsaka vel því margt mælti með raforkusölu um sæstreng og margt væri líka á móti. Þjóðin þyrfti að hámarka afrakstur auðlinda sinna. Stóriðja hefði fært okkur mikinn ávinning en hún væri ekki takmark í sjálfu sér, aðeins ein styrk stoð í efnahagslífi landsmanna.
Jón ræddi ferðamannaiðnað landsmanna og taldi að ferðmannafjöldi færi fljótlega yfir milljónina. Ferðamenn sköpuðu núna um fjórðung af gjaldeyristekjum landsmanna sem væri mikil breyting á frá því á árum áður þegar að sjávarútvegurinn hefði einn staðið undir henni. Íslendingar þyrftu að stuðla að vali á þeim ferðamönnum sem best af sér gefa.
Fundarmenn deildu um álagningu virðisaukaskatts og kvaðst Jón vera hlynntur sem víðtækastri skattskyldu án undanþágna meðan vaskurinn leggðist ekki á björgunarsveitirnar! En þær eru sem fyrr alfa og omega í huga Jóns sem var þar í forsvari um árabil.
Fundarmenn lögðu fjölda fyrirspurna fyrir Jón Gunnarsson sem svaraði þeim flestum af þeirri alúð og kostgæfni sem hann leggur á hvert mál. Það var þó að vonum að hann bað Sturlu bílstjóra sem er orðinn dyggur fundarmaður í félaginu að láta af þessum sífelldu spurningum sem láta að því liggja að allir útgerðarmenn séu þjófar og misyndismenn sem eigi stórreignir á Tortólaeyjum eða sólarströndum. Skipaðist Sturla nokkuð við þetta og kom með málefnalegar spurningar eins og oft áður því Sturla er vel heima í mörgum málum og aufúsugestur á þessum fundum.
Var gerður góður rómur að fyrirlestri Jóns Gunnarssonar og svörum við spurningum fundarmanna.
Ástæða er til þess að hvetja alla til að mæta á þessa föstu fundi í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs sem eru haldnir á hverjum laugardegi kl 10:00-12:00 í Hlíðarsmára 17. Þar er ávallt á boðstólum góðgæti fyrir huga og hönd eins og var í morgun á þessum ágæta fundi með Jóni Gunnarssyni alþingismanni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góðan daginn Halldór.
Ég er þér fremur sammála um jákvæðni og góðan vilja Jóns Gunnarssonar, en á þó erfitt með að skilja hvernig þið erki Sjálfstæðismennirnir þarna á "Kópavogs fundunum" getið verið svo blindir og undirgefnir að vegsama valdbeitinguna í næsta nágreni við ykkur og er ég auðvitað að tala um vegalagninguna í Gálgahrauni, sem spillingar óþefinn leggur af langar leiðir.
Auðvitað mætti líka minna þig á borgarfulltrúana tvo í höfuðborginni, sem samþykktu aðalskipulagið og þar með dauðadóminn yfir Reykjavíkurflugvelli og verða síðan að launum líklega færðar upp í baráttusæti á framboðslista flokksins í vor.
Þið væri e.t.v. ráð í tilefni aðventu að bjóða sönnum Sjálfstæðismanni á borð við séra Halldór í Holti í næstu laugardags samkundu hjá ykkur og ekki þó endilega til að reka út illa anda, heldur aðeins til að vekja góða menn til umhugsunar og dáða.
Jónatan Karlsson, 1.12.2013 kl. 11:41
Við erum því miður ráðalausir og valdalausir í þessu máli. Garðabær hefur Bessastaðavaldið hjá sér og hýða tilfallandi Jóna Hreggviðssyni.
Ég get sjálfur ekki séð af hverju gamla vegastæðið var ekki nógu gott.
Halldór Jónsson, 1.12.2013 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.