Leita í fréttum mbl.is

Leifur Magnússon

að flestum ólöstuðum er sá sem skrifað hefur af mestri yfirvegun um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Í grein í Mbl. í dag dregur Leifur saman aðalstaðreyndir þess að samkomulagið sem Hanna Birna innsiglaði með kossi við Jón Gnarr sem leiktjald fyrir Dag B. Eggertsson eyðileggur Reykjavíkurflugvöll eins og hann er.

Leifur segir :

Á bls. 18 í skýrslu samráðsnefndar samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar »Reykjavíkurflugvöllur - úttekt á framtíðarstaðsetningu«, sem skilað var í apríl 2007, er að finna eftirfarandi fullyrðingu: »Nýting Reykjavíkurflugvallar er um 99%, þ.e. veðurfarsskilyrði hamla flugi í aðeins 1% tilvika. Með lokun brautar 06/24 er reiknað með að nýtingarhlutfallið lækki í 98%.« 

Sá litli minnihluti landsmanna, sem af miklum móði vill loka umræddri NA/SV-flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, og síðan sem fyrst flugvellinum öllum, vitnar oft til þessa texta máli sínu til stuðnings. 

Aðrir, sem telja sig þekkja eitthvað til ýmissa flugtæknilegra þátta, hafa átt býsna erfitt með að átta sig á þeim forsendum, sem þessi fullyrðing gæti hugsanlega byggst á. 

Við nánari lestur skýrslunnar koma þær hins vegar í ljós, því á bls. 31 segir að um sé að ræða »reikningslega nýtingu« miðað við allt að 30 hnúta hliðarvind!

Tæknireglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um flugvelli, sem birtar eru í svonefndum »ICAO Annex 14«, tilgreina aðeins á einum stað notkunarstuðul (e: Usability factor) flugvallar, og er hann alfarið tilgreindur með tilliti til leyfilegs hliðarvinds. 

Svo vel vill til, að þessar alþjóðareglur eru hér á landi einnig birtar sem hluti af »Reglugerð um flugvelli« nr. 464/2007, sem þáverandi samgönguráðherra undirritaði 21. mars 2007, og öðluðust gildi þegar í stað.

Í VI. hluta reglugerðarinnar, »Kröfur til flugvalla«, segir í grein 3.1.1:

»Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar.«

 Í grein 3.1.3 segir síðan, að við framkvæmd greinar 3.1.1 ætti að gera ráð fyrir að lendingum og flugtökum flugvéla sé undir venjulegum kringumstæðum hætt, þegar hliðarvindsstuðull er meiri en 20 hnútar hvað varðar flugvélar með viðmiðunarflugtaksvegalengd 1500 m eða meira, 13 hnútar fyrir þær sem þurfa 1200 til 1500 m, og 10 hnútar fyrir lengd undir 1200 m.

 Þær áætlunarflugvélar, sem Reykjavíkurflugvöllur þjónar nú, falla í ofangreindan miðflokk, þ.e. að miða ber við 13 hnúta hámarkshliðarvind við útreikning á notkunarstuðli flugvallarins. 

 

Sé hins vegar NA/SV-flugbrautin ekki fyrir hendi, þ.e. að flugvöllurinn hafi aðeins tiltækar tvær flugbrautir, lækkar nýtingarhlutfallið í 93,8%, samsvarandi því að hann væri að meðaltali lokaður 22,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds, - og væri þá jafnframt kominn niður fyrir það 95% lágmark, sem greinilega er tilgreint í alþjóðareglunum og íslensku reglugerðinni.

 

 Lokun NA/SV-flugbrautarinnar þýðir því 16 daga árlega viðbótarlokun flugvallarins, og sem hefur fyrst og fremst afgerandi áhrif á rekstur áætlunar- og sjúkraflugs……“

 

Kossinn innsiglaði dauðadóminn yfir Reykjavíkurflugvelli eins og koss Júdasar gerði  við Jesú á sinni tíð.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband