Leita í fréttum mbl.is

Rafbílar

geta sparað innflutning á eldsneyti.

Dr.Sveinn Valfells frændi minn skrifar góða grein í Morgunblaðið um efnahagslegar forsendur rafbíla umfram olíu og bensínbíla. Þar kemur fram að það myndi muna meira en tug milljarðs á orkukostnaði bílgerðanna.

En gleymir frændi minn ekki þeirri pólitísku staðreynd að stjónmálamenn Íslendinga hafa aldrei skilið að samgöngur eru undirstaða efnahagslífsins en ekki lúxus þurrabúðarmanna og handahafa lausmennskubréfa. Vinnumenn í gamla daga fóru aldrei eitt nema í erindum húsbónda síns sem hélt í vistarbandið meðan lausamenn máttu ferðast. Þessi hugsun hefur aldrei yfirgefið sveitamanninn sem er ráðandi í hugarheimi íslenska stjórnmálamannsins. Þessvegna er yfirgnæfandi þáttur í eldsneytisverðinu skattur til ríkisins.

Umhyggja pólitíska refsins fyrir kjörum hinna smæstu í samfélaginu, einstæðra mæðra og öryrkja, birtist í því samviskuleysi að valda þeim þessum hrikalega aukakostnaði við orkukaup sem staðreynd er. Berum þessa hugsun saman við hina bandarísku hugsun um nauðsyn samgangna fyrir þjóðfélagið. Mann hryllir við tvöfeldninni í þeim sem sitja við kjörkatlana og enn meira við heimsku þeirra sem ekki æmta né skræmta. Líklega af því máttleysi sem af langvarandi fangavist leiðir. 

Það þarf engann að undra að stjórmálamennirnir eru farnir að tala um hvað Íslendingar borgi miklu minna fyrir raforku en "þær þjóðir sem við berum okkur saman við". Þannig undirbúa þeir tilkomu rafbílanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gengur frændanum ekki til minni koltvísýrning í andrúmsloftið,sem þjóðir glíma við. Annars sá ég við tal Jóns frænda míns Gunnarssonar um mjög áhugaverða verksmiðju sem er vel á veg komin að vinna brennsluefni í vélar úr úrgangi.Það var í þætti sem kallast Auðlindakistan,þú hefðir gaman að sjá þáttinn,en hann verður endurtekinn. Góða nótt,

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2013 kl. 02:18

2 Smámynd: Sveinn Valfells

Sæll frændi,

Jú ríkið skattleggur allt og alla fram á dánarbeð, þá tekur erfðaskatturinn við.

Varðandi rafbíla, viðmiðið var fyrir álagningu ríkissjóðs, það er verð á raforku í heildsölu með flutningi borið saman við innflutningsverð á bensín og dísel með flutningi. Stærðargráðu munur á kostnaði, rafmagnið miklu hagstæðara.

Hreina loftið er ekki metið til fjár, en er það ekki ómetanlegt?

Kveðja,

Sveinn (jr)

Sveinn Valfells, 6.12.2013 kl. 19:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk doktor Denni

Þá er það upplýst. Mér dettur ekki annað í hug en að skattlúkan birtist þar sem aura er von. En auðvitað er raforkan hreinni, þjóðlegri, ódýrari og æskilegri í alla staði. Hún þarf bara að komast líka á skipin. Er hægt að hafa hleðslustöð á Rauða Torginu, Kolbeinsey og så videre með smá sæstrengjum?

Halldór Jónsson, 6.12.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418445

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband