Leita í fréttum mbl.is

Hvor sagđi hvađ?

Hvor sagđi hvađ — Össur eđa Steingrímur?

Áskorun var í mbl.is sem ég tók ţar sem ég hélt ađ ţađ sem kćmi frá öđrum ţessara tveggja vćri auđţekkjanlegt af ýmsum sökum.

En ég klikkađi á ţessu eins og mörgu öđru. Ţessari einkunn var deilt til mín ađ loknu prófinu: 

 

"Ţú fékkst: 10 / 15

 

Umsögn: Nokkuđ gott. Ţú fylgist prýđilega međ umrćđunni og lest helstu okkar helstu stjórnmálaskörunga eins og Andrés-blađ. Ţađ er ekki ólíklegt ađ ţú hafir kosiđ Bjarta Framtíđ í vor ţó ađ málstađur Pírata hafi líka höfđađ til ţín."

Ég geld ţess líklega ađ lesa frekar Andrésblöđin en bćkurnar eftir ţessa höfđingja. Eru ţeir ekki bara ađ reyna ađ skrifa söguna upp á nýtt til ađ reyna ađ berja í bresti fyrir heimskupörin?

Össur og Steingrímur leystu engan vanda ţjóđarinnar ţó ţeir vćru ađ ţvćlast ţetta í fjögur dimm og dáđlaus ár. Hefđi Forsetinn ekki bjargađ okkur frá ţví versta sem ţeir ćtluđu ađ klína á ţjóđina ţá vćrum viđ enn verr settir.  Ekki dettur mér í hug ađ fletta ţessum bókum ţeirra. Ađalatriđiđ er ađ ţeir eru orđnir áhrifalausir nöldrarar sem fćstir taka minnsta mark á. 

Mig varđar akkúrat ekkert um ţađ sem ţeir skrifa eđa segja.  Ég hef meiri áhyggjur af rústinni sem ţeir skilja eftir sig. Og ég held ađ hvorki Píratar né ţessi nýi próventuhafi Gnarrsins Guđmundur Steingrímsson hafi nokkur ráđ sem duga mér.

Hér er bullandi kreppa ennţá. Allt er í hönk hvert sem litiđ er frá sjónum til ţéttbýlisins. Ferđamennska er láglaunaiđnađur ţar sem Íslendingar láta útlendinga féfletta sig. Ekki kemur hjálprćđiđ ţađan. Annar iđnađur er í limbó. Lífeyrissjóđir eru ţeir einu sem  kaupa og kaupa allskyns innlent rusl eins og enginn sé morgundagurinn. Ríkiđ horfir ađgerđalaust á ţá fara međ skattféiđ í allskyns brask sem enginn veit hvernig muni enda.

Í stađ ţess gćti Ríkiđ hirt eignir sínar út úr ţessum lífeyrissjóđum og borgađ upp allar skuldir ríkissjóđs. Sem myndi skilja eftir sig 90 milljarđa árlegan sparnađ sem vćri ţá hćgt ađ sukka međ. Já til dćmis  í Landspítalann og Hörpuna svo eitthvađ sé nefnt.

Hverslags linkind er ţetta annars í ţessum ráđamönnum okkar ? Af hverju sćkja ţeir ekki ţessa réttmćtu eign ríkissjóđs í stađ ţess ađ láta einhverja spekúlanta sem enginn kaus braska međ og kannski tapa henni?

Af hverju erum viđ ađ láta ríkissjóđ burđast međ allar ţessar skuldir ţegar ţađ á alla ţessa peninga inni hjá ţessum apparötum? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónsson

Fékk 14 af 15 og umsögnina

ţegar ég svarađi spurningunum reyndi ég ađ ímynda mér í hvađa samhengi ţćr pössuđu viđ tilsvör, annarsvegar trúđs (Össur) og hinsvegar kjána ađ reyna hljóma gáfulega (Steingrímur).

Guđmundur Jónsson, 15.12.2013 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vandrćđin eru ţau eins og ţú veist, ađ krónueignir í íslenskum krónum.og gildir ţá einu hver á ţćr,ţú ég eđa lífeyrissjóđir,eru í raun einskis virđi ţegar til langtíma er litiđ.Til ţess ađ skapa heilbrigt efnahagslíf verđur ađ kasta íslensku krónunni endanlaga.Ţú veist Halldór jafnvel og ég ađ ţađ sem lifeyrissjóđirnir skrá í efnahagsreikningi er í skásta falli hćgt ađ verđmeta sem 50% ţegar litiđ er til nćstu 10 ára.Ţess vegna er hugsanlega skársti kosturinn ađ taka lífeyrissjóđina eignarnámi og gera upp skuldir ríkisins og gefa síđan gengiđ frjálst.Sjálfsögđu vćri hćgt ađ gera ţetta á sama hátt međ gjaldmiđils breytingi eins og bent hefur veriđ á varđandi snjójhengjuna.Ţađ er engum til góđs ađ eiga ýmindađa peninga. 

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 07:47

3 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Jóhanna styđur Oddnýu Harđardóttur sem, segir Össur ekki fara međ rétt mál um meintan ágreining ţeirra varđandi ţróunarađstođ.

Sigurđur Ţórđarson, 17.12.2013 kl. 14:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband