28.12.2013 | 12:14
Lífeyrissjóðirnir skili skattfé
er fyrisögn á grein sem bloggari laumaði í Mogga í dag. Fyrir þá sem ekki lesa það blað er greinin svona:
"kið hefur ekki tekið staðgreiðslu af neinu því fé sem greitt hefur verið inn í lífeyrissjóðina frá upphafi. Þess í stað eru útgreiðslur lífeyris skattlagðar. Þetta var gert í upphafi lífeyrissjóðakerfisins til þess að sjóðirnir yrðu fljótari að vaxa og dafna.
Það var gert ráð fyrir því í árdaga kerfisins að lífeyrissjóðir skyldu að lágmarki ávaxtast með 3,5% auk verðtryggingar. Þessi tala hefur síðan lagt grunninn að mun hærra vaxtastigi á Íslandi en í öðrum löndum. Verður þetta atriði mörgum ástæða til að krefjast inngöngu í Evrópusambandið og gjaldmiðilsskipta, þar sem húsnæðislán eru þar ódýrari en hér tíðkast.
Sjaldan er minnst á þá staðreynd að lán til atvinnurekstrar bera iðulega mun hærri vexti erlendis en hér tíðkast og þar eru vextir ekki lagðir við höfuðstól lána heldur staðgreiddir í hverjum mánuði.
Við blasir því við að ríkið er réttur eigandi að nærri helmingi alls fjár sem í lífeyrissjóðunum er. Eftir því sem næst verður komist nemur fjárhæðin sú meira en 1000 milljörðum.
Ríkið er að sligast undir vaxtabyrði af lánum sínum sem sögð er nema jafnvel 90 milljörðum árlega. Vandamál heilbrigðiskerfisins eru á móti alþekkt og eru talsvert minni en þessi upphæð. Hér skortir hjúkrunarrými fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. Alls staðar vantar ekkert nema peninga.
Fengi ríkið þessa peninga núna til ráðstöfunar eru þeir til sem segja að það mundi skammt líða áður en ríkissjóður væri sokkinn í sömu skuldastöðu aftur. Kjörnum fulltrúum sé ekki hægt að treysta til annars en skuldasöfnunar og gjafgerninga fyrir lánsfé þar sem skattfé sleppir.
Auðvitað getur löggjafinn komið í veg fyrir slíkt og sett í stjórnarskrá.
Svo eru aðrir sem telja að búið sé að ofgreiða í lífeyrissjóðina við núverandi aðstæður. Gjaldeyrishöftin knýi nú sjóðina til óæskilegra fjárfestinga innanlands. Hér séu að myndast eignabólur og stjórnunarvöld séu að færast óeðlilega til ókjörins fólks í stjórnum lífeyrissjóðanna. Tímabundið megi því breyta iðgjöldum til sjóðanna. Enn aðrir benda á þær óæskilegu breytingar í þjóðfélagsskipun sem sjóðaveldið er að mynda.
Er engin millileið til í þessum málum sem menn gætu sætt sig við? Létta undir með ríkissjóði okkar sem er í vanda staddur? Kjósa svo fulltrúa framvegis af ábyrgð en ekki af kæruleysi? Velja ráðdeildarfólk fremur en ráðleysingja?
Má ekki ræða það að lífeyrissjóðirnir skili einhverju af því skattfé sem þeir eru með innanborðs, í ljósi erfiðra aðstæðna ríkissjóðs? "
Þá hafa menn það. Vonandi taka einhverjir málsmetandi menn undir þetta. Meira getur vesæll bloggari ekki gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er allrar athygli vert, Halldór og ætti að taka til rækilegrar skoðunar. Held nú samt að það sé ekki rétt hjá þér að lífeyrissjóðsgreiðslur hafi verið skattlausar frá upphafi og þess vegna eru þeir sem eru að taka úr lífeyrissjóði í dag tvískattaðir að talsverðu leyti. En það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi. Fyrir tveim eða þrem árum lögðu sjálfstæðismenn til í fjárlagagerðinni að breyta þessu, þ.e. skatta strax lífeyrisgreiðslurnar, sem hefðu verið umtalsverðar tekjur fyrir ríkissjóð. Þetta fannst mér góð tillaga, enda alltaf verið mjög skeptískur á þessa ofboðslegu sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna. Þessi tillaga var auðvitað felld, af því að hún kom frá stjórnarandstöðunni. Nú í nýliðinni fjárlagagerð var ég alltaf að búast við að Bjarni Ben myndi dusta rykið af þessum hugmyndum og hrinda þeim í framkvæmd. Aldrei heyrði ég minnst á það og sakna þess mjög og á örugglega eftir að spyrja stjórnarþingmenn út í það þegar færi gefst. Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir 500milljörðum og þar með tapaði ríkissjóður jafnframt skattekjunum af því. Þetta verður örugglega ekki síðasta tap lífeyrissjóðanna og það eitt og sér ætti að styðja þá hugmynd að skatta lífeyrisgreiðslur við inn en ekki útgreiðslur.
Þórir Kjartansson, 28.12.2013 kl. 14:15
Ég varð stofn félagi að lífeyrissjóði. Þá var sagt að við ungu mennirnir værum heppnir því þegar við kæmumst á lífeyrisaldur þá fengjum við meðaltals laun frá þessum sjóði. Ágætt og svo hugsaði maður ekki meira um það. Þegar ég var svo um fimmtugt þá leitaði ég uppi þennan sjóð sem þá var horfin inn í kippu af öðrum sjóðum og kona svaraði í símanum. Ég spurði hver líkleg staða mín yrði hjá sjóðnum þegar ég kæmist á lífeyris aldur. Hún spurði um kennitölu og sagði að henni fengini, hvað ert þú að hugsa um þetta svona ungur maðurinn. Ég sagði ekkert en hugsaði að líklega væri ekki svo vitlaust að hugsa um svona hluti áður en maður yrði alveg elli ær.
Svo kom svarið, ég átti svona og svona marga punkta og gat fengið svona og svona mikið lán og möguleg gæti ég líka fengið viðbótar lán. En mig vantaði ekki lán heldur að fá að vita hvernig þessi sjóður virkaði sem lífeyrissjóður þá ég þyrfti á að halda. Því er ekki hægt að svara núna svarað þessi viðmælandi minn með þjósti. Ég þakkaði þessari hrokafullu konu fyrir og hef ekki haft mikið álit á lífeyrissjóðum og tel að í þessu í efni liggi það eina vitlega fyrir íslendinga í fateignum.
Sjúkur maður er ekki til stóræða og það sama á við um ósjálfbjarga ríkissjóð, en hann smitar og til að koma i veg fyrir frekara smit þá væri óvitlaust að láta hann hafa eign sína úr lífeyrissjóðunnum. Eign Ríkissjóðs í lífeyrissjóðunnum kæmi hvergi betur að gagni en hjá honum sjálfum. En um leið ætti ríkissjóður að hætta að stela af lífeyrisþegum ellilaunum þeirra.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.12.2013 kl. 14:47
Fyrst af öllu þarf að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem eignaupptaka undir sérstökum kringumstæðum er réttlætanleg og lögleg. Fyrr en það kemst í gegn er tómt mál að tala um einhverjar skynsamlegar kerfisbreytingar á lífeyrissjóðasukkinu.
Þettar segi ég vegna þess að ég tel að við eigum að gera allar eigur lífeyrissjóðanna upptækar og gera tvennt: 1. Borga niður skuldir ríkissjóðs og aflétta gjaldeyrishöftum 2. Ríkið ábyrgist öllum sem náð hafa fullum réttindum í núverandi kerfi, vel útilátinn lífeyri sem menn geti lifað á. Og það verði gert án skerðingar úr aalmannatryggingakerfinu sem samtímis verði aðlagað að raunverulegri aðstoð fyrir efnalitla.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.12.2013 kl. 15:34
Þórir, mig minnir nú að hugmyndin hafa þá bara náð til séreignarsjóðanna. Ég spurði Pétur Blöndal þá að þessu atriði en hann sagði meér að menn hefðu ekki treyst se´r til að gangna lengra. Akkúrat þetta með tap lífeyrissjóða. Það eru kölluð rimlagjöld í atvinnulífinu að geta ekki staðið skil á staðgreiðslunni. En hjá lífeyrissjóðum er þetta bara einhver tala sem ekki skiptir máli.
Hrólfur, mín upplifun er nákvæmlega eins og þín og
þín hugsun líka
Halldór Jónsson, 28.12.2013 kl. 15:34
Eignasafn lífeyrissjóðanna er orðið svo stórt að þeir geta ekki með góðu móti ávaxtað peninganna sem þar liggja. Því þarf ríkið að gefa út skuldabréf sem lífeyrissjóðirnir kaupa. Ríkið þarf síðan að greiða lífeyrissjóðunum vexti en stór hluti af eignasafni lífeyrissjóðanna er eign ríkissins. Ríkið er að kikna undan vaxtagreiðslum og er að greiða hluta af þeim vöxtum inn á sjóð sem myndar framtíðarskatttekjur ríkissins. Ríkið er samsagt að kikna undan vaxtagreiðslum til sjálf síns. Þetta er svolítið furðulegt.
Lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta framtíðarskattgreiðslur hins opinbera. Eignasafn lífeyrissjóðanna er um 2600 milljarðar og ef við gerum ráð fyrir því að skatthlutfallið sé 35% af þeirri upphæð þá er eignarhlutur ríkis og sveitafélaga rúmlega 900 milljarðar.
Í dag eru um 36 þúsund íslendingar 67 ára og eldri lifandi. Á atvinnumarkaði eru um 136 þúsund í fullri vinnu og rúmlega 30 þúsund í hlutastarfi.
Það er forvitnilegt að skoða hvaða áhrif breytingar á lífeyriskerfinu gætu haft á Íslandi.
Meðallaun þeirra 136 þúsund starfandi eru um 400 þúsund á mánuði.
Lífeyrisþegar sem eru um 36 þúsund greiða fullan tekjuskatt. Ef við gefum okkur að meðallaun lífeyrisþega sé 270 þúsund á mánuði þá greiða þeir um 22 milljarða í skatt til hins opinbera á ári.
Ef hið opinbera mundi innheimta alla sína eign sem liggur hjá lífeyrissjóðunum sem yrði að stórum hluta skuldbreyting þá mundu skuldir ríkis og sveitarfélaga og vaxtagjöld vera óveruleg á eftir.
Ef hið opinbera mundi síðan í framhaldinu innheimta skattinn strax en ekki láta lífeyrissjóðina ávaxta skattinn til framtíðar þá fengi hið opinbera miðað við 400 þúsunda meðallaun um 24 milljarða á ári í tekjur. Tekjuaukning ríkissins og sveitafélaga yrði um 2 milljarðar á ári miðað við núverandi kerfi og þá eru ekki teknir með þeir sem eru í hlutastarfi. Einnig mundi vaxtakostnaður ríkissins lækka um tugi milljarða á ári.
Tölurnar sem ég nota eru nálgun en ég tel þær sýna stöðuna nokkuð nærri lagi.
Miðað við hvernig lífeyrissjóðirnir hafa verið að ávaxta peninganna og að eignasafn þeirra er orðið of stórt fyrir fjárfestingakosti sem bjóðast þá sé ég ekki mikið vit í öðru en að breyta kerfinu í þá átt sem talað er um hér fyrir ofan. Skatttekjur ríkissins mundu aukast lítillega við þessa breytingu. Þeir sem mundu tapa á þessari breytingu er síðasta kynslóð af fólki sem ætlar að búa á íslandi. Meðan það kemur alltaf ný kynslóð sem greiðir skatta þá er bara verið að færa tekjurnar aðeins til í keðjunni. Einnig mundi þrýstingurinn á krónuna minnka mikið vegna minni fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna.
Þórhallur Kristjánsson, 28.12.2013 kl. 16:48
Skrýtið hvernig menn eru algerlega fastir í því að ekki megi leggja niður lífeyrissjóði og treysta launamönnum sjálfum til að leggja til hliðar og ávaxta sinn sparnað. Nei, engu má breyta nema því augljósa að ríkið taki skattinn áður en sjóðafurstarnir tapa honum í gambli. Come on!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.12.2013 kl. 17:12
Social Security contribution , merkir í USA welfare system, í anda Otto von Bismark. Þetta er 35% lagt á allar útborgunar [reiðufé hlunnindi , risnu] veltur til USA starfsmanna. 17,5 % á annað reiðfé sem einstaklingar hirða af markaði. Starfmannhöldar skila allir því sama hlutfallslega og skila helmingum hlutfalls lega jafnt í nafni starfsmann. Þannig er verið að 14,89% af heildar reiðfjárinnkomu [launum] allra einstaklinga og 25,93 % af heildar launum veltum í USA.
Þetta er því fast hlutfall af heildar þjóðar innkomu á hverju ári síðan 1911 sem fer til greiða samtímis sameinginlega út grunn innkomu tryggingar , heilsu tryggingar og ellilífeyri. Kannski ekki há upphæð á hin tryggða en skapar öryggi og stöðuga vsk. tengda eftirspurn í þjónustu sölu grunni.
Ísland er ekki með neitt hliðstætt grunn tyggingar kerfi til að tryggja stöðugleika [sömu grunn eftirspurn í góðærum og kreppum].
USA er með vandmál að eigin mati: það er sumir tekja að 35% á fyrirtæki megi vera 45% .
Vinnuveitenda elli tryggingar er frjálsar erlendis og viðbótar trygging. Þess vegna er velta í þessum sjóðum öðruvísi en á Íslandi.
Það að fræðingar hér hafa aldrei bent á að flest öll vestræn ríki eru með samtíma öflugar efnahagsgrunntryggingar , segir allt sem segja þarf um ímyndunarafl Íslendinga.
þetta er 15% lagt á starfmenn [ríkisborgara] í UK. [National Securtity]
Þjóðverjar fjármagna allt sitt grunn heilbrigðis og innkom tryggingar kerfi með 40% á útborgað til starfmanna. Há mörk er að upphæð yfir 800.000 kr. í laun til þýsks starfsmanns miðað við mánuð, ber ekki velferðar skatt. þannig er Hámark sem er skilað í nafn starfsmanns til trygginga í grunni: 160.000 kr.
Þýskir árs þrepaafslátta skattar í Þýskalandi borga rekstur starfmanna stjórnsýslu. Þjóðverjar er með skýra skiptinu á hvernig að endur veita til hinna tryggðu öll ár. Síðan mun af sálfræðilegum ástæðum látið vanta 0,5% í Almanna grunn velferða kerfið á hverju ári. Það það tekið af of reiknuðum þrepasköttum.
Við vinnu með skekkjur í reikningslíkönum.
Erlendis er LAUNMÖNNUM EKKI TREYST OG STARFMANNAHÖLDUM EKKI HELDUR.
ALLIR EIGA AÐ BÚA VIÐ MANNRÉTTINDI. ERLENDIS ER ÞETTA SPURNING UM AÐ HÆKKA 35% Í 40% . [EÐA SKIPULEGGJA ENDUR FJÁRVEITINGU AÐ HÆTTI ÞJÓÐVERJA].
íSLAND ÞAR FYRST AÐ TAKA UPP langtíma efnahagsgrunntryggingargjald áður enn það fer að bera sig saman við velferðaríki.
Hér er eru hlekkir við helstu opinberu velferðartrygginga kerfi heims.
Ég mæli með Ísland sé eins í grunni. Fræðinga hér eru tossar en ekki allir hinir í öðrum ríkjum þar sem umræður eru af viti.
http://en.wikipedia.org/wiki/Social_security
Þjóðnýta restar af sukk kerfinu hér, sýna sömu stærðir [rúmmál í hlutfallslegu samhengi] af opinberum samtíma öryggisjóðum og t.d. USA eða UK. Sýna 0 framlag það gerir Ísland í dag.
Spara hagvaxtartengda-neyslu til hvers?
Júlíus Björnsson, 28.12.2013 kl. 20:01
Fólk á að ráða hvar það geymir peninga sem það sjálft á og/eða vinnur fyrir. Það á ekki að vera undir forsjá ríkisins að stjórna hvar fólk geymir peninga eða ekki. Það er kommúnistaleg og óþolandi forsjárhyggja yfir fullorðnu og sjálfráða fólki og Jóhann að ofan hefur mikið til síns máls um að fólk ráði þessu sjálft.
Það þarf ekki endilega að leggja niður lífeyrissjóði en hafa þá allavega það manneskjulega að fólk geti fjarlægt peningana sína að vild.
Elle_, 29.12.2013 kl. 17:00
Jóhannes, ekki Jóhann, fyrirgefðu Jóhannes.
Elle_, 29.12.2013 kl. 17:01
Þórhallur, þú hefur greinilega hugsað málið og ert á svipuðum nótum og ég.
Já Jóhannes, það er eins og kerfin séu alltaf óumbreytanleg.
Júlíus, þú ert að lýsa gegnum streymiskerfum sem eru öðruvísi en lífeyrissjóðakerfi.
Ég vildi heldur hafa blöndu af þessu þannig, að ég hefði mátt leggja fyrir verðtryggt í Seðlabanka í skúffu merktri mér. Hún myndi erfast til afkomendanna að því leyti sem ég væri ekki búinn úr henni. Vandamálið verður hjá þesim sem ekkert leggja fyrir í slíka skúffu, þeir sömu sem ekki borga í lífeyrissjóðina þar sem þeir vinna bara svart. Þeir eldast líka og þá þarf að sjá fyrir þeim.
Halldór Jónsson, 29.12.2013 kl. 19:39
Elle mín góða,
við erum á sömu línu þegar ég tala um skúffuna í Seðlabanka
Halldór Jónsson, 29.12.2013 kl. 19:40
Ég vil einmitt hafa blöndu. Samtíma Gegnum Lífeyrisjóðkerfi [life pension system]eins og í Þýskalandi sem fjármagnar grunn heilsu geira og grunnframfærslu skyldu sveitarfélaga með upphæð sem er fast hlutfall af heildar launum allra starfandi. Með 800.000 kr, mánaðar hámarki. Þetta eru hér í dag um 350 milljarðar sem renna beint í Þýskar opinbera Trygginga stofnum til að borga út hámarks upphæðir. Þannig að Alþingismenn og borgarfulltrúar hafa engan aðgang að þessu gegnum flæði [USA er ekki eins hart]. Flæði sem lendir í höndum aðila sem eyða þessu öllu aftur í vsk. samtíma fjárfestingar. þannig þegar kreppir í bruðli þá bitnar það ekki á efnahagsgrunn framleiðu, : smákökur, pylsur, súrkál t.d. Biðlistar verða minni.
Öllum er svo frjálst án opinbera afskipta innan ramma reglugerða að gera það sem það vill við sínar áunnu eignir. Spara eða eyða.
Ríkið getur ekki ábyrgst endalausa almanna ávöxtun með veði í efnislegum árs raunvirðisáttum. " Agriculture" og "Industry" Servive þættir sem eru 100% huglægir vaxa sem hlutfall af hagvexti á Vesturlöndum á hverjum degi síðust 35 ár. Þegar að kreppir þá hefur 90% neytenda engan áhuga á mestum hluta þessara huglægu þjónustu eigna þátta. Þá er það brauðið sem fer aftur að skipta öllu máli. Efnishyggja er það sem tryggir almennar lífslíkur betur en huglægt raunvirði. Þjóðverjar er sniðugir þeir hvíla sína móður náttúru og fá í staðinn að sjá um framleiðslu á vístölu bjór og íþrótta skóm. Spánverjar Tómat, Pólland kjúklinga. Finnar Kalkúna. Þjóðverjar geta hvenær sem er byrjað framleiðslu á þessu aftur. Svíar spara sitt stál og UK sín Kol. USA er með fjallgarða af endurvinnanlegu Kínversku drasli, og hefur sparði sín efni mjög mikið.
Þessi dýrkun á huglægu raunvirði á Íslandi eru ekki Kapitalismi eða ávísun á efnislega velferð. Svo eru það bara þjónustu laun sem skila vsk. sem geta aukið hagvöxt. Vsk. Borgar prófessora.
Ef hér eru reiknaðar PPP-krónur 1600 milljarðar þá er það allt sem er framleitt á einu ári og telst hafa reiðfjár ígildi til geta verið greitt út t.d. í arð. Ef Ríkið er sagt taka 42% af því til sín, þá eru það 672 milljarðar. þar af fá ríkis lífeyrissjóðir um 140 milljarða en þörfin er 60 milljarðar í grunn lífeyrir. Ísland framleiðir um 475 milljarða af efnislegu raunvirði ["AGRICULTUR" "INDUSTRY" . TIL AÐ FÁ Í SKIPTUM EFNISLEGT RAUNVIRÐI MEÐ FULLUM Trygginga, FASTEIGNA OG VELFERÐA OG TEKJUSKÖTUM EINSTAKLINGA FRÁ ÖÐRUM RÍKJUM. HVAÐA KÖRFU Á AÐ VERÐTRYGGJA . EFNISLEGIR VERÐFLOKKAR eru margir. Hver þjóð hefur sína þætti. Huglægir komma þættir lækka að mínu mati PPP per íbúa. Lámarka kostnað vsk. við letingja og glæpagengi. Auka almenna eftirspurn eftir vsk. efnum sem flestir kunna að meta. Íslendinga borðuð annan verðflokk af Saltfisk og var hann bestur, ég borðið bara 1 flokk í Portúgal og var hann mikið betri, hlutfallslega minna af beinum og roði. Ísland flutti inn þurkaðar baunir frá Póllandi og sauð niður. Fluttu inn 4. og 5 flokka af timbri frá Rússlandi, og flokkuðu það besta frá á og seldu sem 2 og 3 flokk. Ódýrir þrælar hér. Gengis fals er sumum ríkjum eðlislægt. Nýlendu Ríki hafa alda gamla tölfræði. T.d. þá um 1970 flutti USA inn skó frá Asíu, í risa fragt skipum , eitt skip kom með vinstri skó og annað með hægri. Vandamálið á Íslandi er að hér er lítið um fréttir af allskonar veðfalsi frá Stofnum Íslands. Í USA og víðar er veðfals daglegt vandamál. þar er líka og í Kanada fljótt að bjóða svikara upp.
Þýskaland samkeyrir innskatts skýrslur til framleiðenda og reiknar þannig út lámarks útsölu verð á einingu miðað við fjölda í hverfi. Lið sem leggur ekki nógu mikið á er ekki talið hæft eykur skatt byrðar hjá öðrum. Of háar handhófs skatta prósentur sem líka mismuna lækka hagvöxt að mínu mati. Ísland er kennslubók um að reka óstöðugleika ríki. Efnahagslegur Stöðuleiki er 100% verðtrygging. Vaxta bætur á húsnæði hér eru bull, þar sem heimili sem borga minna en 33% af nettó ár reiðufjár innkom í jafngreiðslu veðskuld að meðaltali á 30 árum þurfa engar bætur ef grunnur efnahags er verðtryggður. Viðhaldskostnaður er 100% á fasteign í 50% og fasteigna skattar og tryggingar önnur 100% þá er hámark á raunvaxta álagi umfram hækkun nýbyggingar kostanað max 1,99%. það er 20% á útborgun lánadrottins fyrir verðtyggingu sem miðar VIÐ NÝBYGGINGAKOSTNAÐ. Ríkið getur selt verðtryggð PPP skuld bréf milliliða laust til allra einstaklinga sem hafa þá efni á því. Stjórnmálalið getur ekki ávaxtað almennt hingað til. Þetta er komma hugsjón sem flest komma ríki hafa neyðst til að gefa upp á bátinn. Ísland þard skipta um heila. AGS er gengistillingar sjóður Sameinuðu þjóðanna með það að langtíma markmiði að gera allar PPP körfur um jörðina einsleitar: það er með sama innhaldi. Aðferðin er sögð að auka huglæga þætti á vesturlöndum , og þá minnka þá annarstaðar. Verðtryggja til lengri tíma en eitt ríkisstjórnartímabili er að verðtryggja með með veði í hinum efnislegu uppskeru þáttum í heildar hagvextinum. Safna fasteignum fullum af bótaþegum er ekki glæsileg verðtrygging. It sucks.
Júlíus Björnsson, 30.12.2013 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.