Leita í fréttum mbl.is

Hvílíkur léttir

er að vita að íslensk réttvísi hefur langa arma. Þessi frétt var í Mogga:

"



Karlmaður á þrítugsaldri, Rui Manuel Mendes Lopes, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í miskabætur.

 

Lopes var fundinn sekur um að hafa lagt til frænda síns með hnífi í júní 2009, stungið hann margsinnis í brjóst, kvið og útlimi, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut alls ellefu skurði. Fórnarlambið hlaut að auki blæðingu í kviðvöðva og sár inn í vöðvann, loft í vinstri nárabláæð, skaða á slagæð í hægri úlnlið, auk þess sem sin sem stýrir hægri þumalfingri fór í sundur.

 

Lopes var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann 2009 en rauf farbannið í ágúst sama ár. Hann var handtekinn í Þýskalandi fjórum árum síðar og framseldur til Íslands 8. nóvember síðastliðinn. "

Ekki fylgir sögunni hvar Hr.Lopez muni halda til þar til afplánun hefst.  Þá bíður hans væntanlega betrunarvist fyrir austan fjall. Sérherbergi með sálfræðimeðferð, tölvu og kynlífsheimsóknir vinkvenna um helgar. Eignist hann hér afkvæmi þá er framhalds landvist hans væntanlega tryggð um langan aldur.

Hvernis skyldu fangelsi í hans upprunalandi annars  líta út?

Fréttir bárust af því að í Frakklandi deildu jafnvel 9 fangar 11 fermetra klefum. Miðað við uppdrætti af Hólmsheiðarfangelsi sem ég hef séð og fréttum af algjöru skorti á vistunarúrræðum fyrir aldraða sem ég hef lesið um og hlustað á Helga í Góu segja frá,, þá er hér allt með öðrum brag. Hér tökum við á vandamálum þjóðfélagsins með "forgangsröðun", svo sem  slíkum deilum sem hr.Lopez lenti hér í, auk þess sem við  refsum harðlega fyrir lögregluodbeldi við skirpandi konur. 

Hvílíkur léttir fyrir Lopez að fá að vera hér hjá okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband