13.1.2014 | 08:55
Skóli án aðgreiningar
er skólastefna sem gildir fyrir grunnskólann. Þetta er einhver ný stefna samþykkt 2008. Áður var önnur stefna sem einn skólamaður lýsir svo að deilt hafi verið um það hvort börn skyldu læra um Snorra Sturluson og íslenska sögu eða um bavínasmfélög í Afríku.
Hverjir setja þessar stefnur? Ekki kennarar sem eru víst ekki ánægðir með hana. Ekki foreldrar. Það virðist vera að pólitíkusar setji skólastenfur eftir sínum smekk hverju sinni. Svo kemur ný stefna með nýju fólki.
Ég hef ekki mikið vit á þessu. En ég man eftir mengjunum sem gerðu mörgu foreldri ókleyft að vinna heimanámið í reikningi með börnunum. Þetta var þeim framandi. Afleiðingin var skert reikningsgeta hjá mörgum árgöngum Íslendinga.
Mér finnst svona utan frá séð hinsvegar hringlið í námsefninu fram og aftur vera áberandi. Í stað þess að tilgangurinn sé að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna kemur eitthvað orðskrúð um námsstefnur eins og birtist í Morgunblaðinu í dag. Orðskrúðið sem notað er gerir flestu fólki ómögulegt að botna upp eða niður í námsstefnum sem svo skipt er um reglulega. Ég skil tæplega frásögnina þó ég sé búinn að tvílesa textann.
Helst skilur maður að 19.7 % kennara eru nú karlkyns. Laun kennara eru óviðunandi Það er mun erfiðara að hafa 20 nemendur í bekk en að hafa 17 heyrði ég einhversstaðar sagt í útvarpi. Engu má breyta. Ekki má borga bónusa fyrir fleiri í bekk eða hærri einkunnir. Helst á að leggja öll próf af heyrist manni svo.
Ég átti mynd af landsprófsbekknum mínum í Gaggó Aust. Mig minnir að við höfum verið 33 í þeim bekk. Stóðumst öll landsprófið 1953. Þá var ekki búið að finna upp skóla án aðgreiningar og skipt var í A,B,C X og D bekki eftir námsárangri. Meirhluti kennaranna var karlkyns, margir þjóðkunnir menn.(Allir kunnu margföldunartöfluna afturábak og áfram í 12 ára bekk barnaskóla.) Ég minnist engrar stéttaskiptingar á salnum í frímínútum. Maður leit frekar upp til þeirra í hinum bekkjunum því þeir voru gjarna svalari við stelpurnar og reyktu meira en við þorðum niður í sjoppunni á horninu.
Svo komum við í busíuna á MR. Þá fengum við sjokk og lækkuðum mörg um meira en einn heilan í aðaleinkun á jólaprófinu. Kröfurnar til hvers og eins höfðu hækkað svo um munaði. Ég man að pabbi gerði mér alveg ljóst að ég skyldi búa mig undir að fara að læra járnsmíði ef ekki yrði breyting á. Kannski hefði ég bara betur gert það? En þetta er allt liðin tíð og maður veit aldrei hvað hefði veri betra. Í MR var enginn skóli án aðgreiningar. Þar var stelpubekkur sérstakur og svo við. Betri og slakari námsmenn aðskildir í bekkjum. Svo stærðfræði-og máladeild.
En til hvers er skólinn? Þarf ekki að huga að því að hann fari ekki út um víðan völl eins og orkuveitan í tíð Alfreðs? Kenni fólki það sem það þarf að kunna og "ikke noget kjaftæde" eins og einn vinur minn kallar það. Fer ekki skólastarfið of mikið út í alls kyns móa og skilgreiningar á aukaatriðum.
Skóli án aðgreiningar? Leiðir hann ekki bara tl að öllum leiðist í skólanum, þeim sem tefja og þeim sem bíða?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Takk fyrir þennan pistil.
Grunnskóli á fyrst og fremst að vera mannréttinda-möguleiki barnanna, en ekki möguleiki stjórnsýslunnar.
Börnin sjálf, og þeirra meðfæddu persónu/hæfileika-styrkleika-menntaþarfir, eru aldrei hafðar með, í efstu stigum valda-stjórnsýslunnar. Ekki frá því börn byrja í þessu forræðishyggju-grunnskóla-flokkunarkerfi, og þar til þeim er ráðstafað, til hinna misháu/lágu þrepa stéttatskiptingar-samfélagsins.
Í dag tala opinberir valdamenn í stjórnsýslunni, og jafnvel sumir kennarastjórnendur, um að grunnskólarnir séu uppeldisstofnanir? Hvert er þessi brenglun eiginlega komin?
Foreldrar eru gerðir ábyrgir fyrir uppeldisbrenglunum grunnskólanna? Börnin eiga sér enga verndavon í þessu ruglaða og ó-ábyrga grunnskólakerfi. Það er svo sannarlega það alvarlegasta af öllu, að börn eigi sér enga verjendur í þessu 10 ára opinberlega skyldaða heilaþvottakerfi!
Það er stórmerkilegt, að enn skuli einhver kennari treysta sér til að taka þátt í svona sálarniðurbroti á börnunum, og heilu fjölskyldunum í sumum tilfellum.
Það eru til mjög góðar siðferðislegar aðferðir til að aga börn á eðlilegan hátt. En þessar stjórnsýslu-heilaþvotta-grunnskóla-aðferðir opinberu grunnskólanna, eru svo sannarlega mannréttindabrot á börnum, af verstu gerð.
Það er ekki mitt verkefni að sannfæra fólk um þessa opinberlega reknu skólabrenglun. En það skylda mín að segja frá þessum svívirðilegu mannréttindabrotum opinbera skólakerfisins, á saklausum og varnarlausum börnum.
Og nú "Jesúsa" sig líklega einhverjir, sem telja sig sannkristna kerfisvitringa á Íslandi, yfir því hversu rosalega ókristilega sannleikurinn hljómar!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2014 kl. 18:24
Takk fyrir þennan lestur Anna Sigríður. Þarna fylgdi sannfæring með.
Ég heyrði ekki betur en að hæstvirtur menntamálaráðherrann sjálfur hefði lagt á það mikla áherslu á það að það væri skylda foreldranna að ala upp börnin en ekki skólanna. Til hvers væru annars foreldrar segir Steinunn rétt í þessu þegar ég segi henni frá þessum samskiptum okkar.
Illugi virðist þá líka vera á svipaðri skoðun, En eru skólarnir þá ekki að eyða tíma í hluti sem eiga að vera sjálfgefnir.Uppeldi og góða siði sem heimiln hafa brugðist í að kenna börnunum. See you in court æpti einn tappinn á kennarann sinn við uppkomu agavandamáls. Svoleiðis reyndu nú enginn í Austurbæjarskólanum hjá honum Sigurði Helgasyni í dentid enda ekki komið sjónvarp.
Það er eins og það vanti grunnskilning hjá sumum börnum á því til hvers skólaganga er. Þessi börn eiga ekki að vera í skóla án aðskilnaðar innan um hin því skemmd epli verða ekki heilbrigð af því að vera innan um hin eplin í tunnunni. Það hvarlar að manni að það vanti stundum karlmenn til að taka á svoldið á þessum ribböldum sem komast upp með svona hegðun í skólunum.
Halldór Jónsson, 13.1.2014 kl. 23:03
Halldór. Ég hef ekkert að segja, ef það kemur ekki frá hjartanu.
Það hefur aldrei getað samræmst minni samvisku, að kenna börnum um, ef stjórnsýslan, og fullorðið fólk stendur sig ekki.
Í mannréttindum barna, er án nokkurs vafa í mínum huga, barnanna 100% réttur sá, að sannanleg réttlát meðferð þeirra mála, eigi sér greiðfæran og opinberlega ó-bannaðan farveg.
Það er ekki, og mun aldrei verða sök barnanna, ef eitthvað gengur ekki sem skyldi í stjórnsýslu fullorðinna, í öllum stéttum/stigum. Svo mikið er víst.
Það er t.d. afskaplega hæpið að svíkja börn um almennilega tungumála-kennslu fyrst, áður en börnum er hent inn í grunnskóla með þeim nemendum, sem hafa fullt vald á Íslensku. Það er nokkuð merkilegt að kennara-menntað fólk fái ekki að gera athugasemdir við svona þrælaálag á saklaus börn, og grunnskóla-valdalausa foreldra.
Villurnar eru svo margar í þessu kerfi, að það er útilokað að útskýra allar hliðar, í stuttum bloggpistli.
Munum alltaf öll, að alhliða spilling kerfisins, er ekki, og verður aldrei, börnum að kenna.
Ábyrgðin er, og verður alltaf, þeirra sem hafa æðsta valdið til að stjórna hinum ótal opinberu kerfum.
Foreldrar eru ábyrgir uppeldis-aðilar barna sinna, og eiga að sjálfsögðu að vera það. Það er útilokað að grunnskóla-stjórnsýslan taki uppeldis-stjórnina af foreldrum, sem vissulega eiga að bera ábyrgðina. Og grunnskóla-stjórnsýslan ætli svo að réttlæta brenglunar-útkomuna, með einhverju reglugerðar-rugli frá ó-ábyrgu opinberu kerfi?
Og hvers vegna einhverjum dettur slík fásinna í hug, að foreldrar almennt eigi ekki að stjórna uppeldi, og ábyrgjast sín eigin börn (afkvæmi), er alveg óskiljanleg siðferðisbrenglun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2014 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.