Leita í fréttum mbl.is

Bjarni var brilljant

á Sprengisandi hjá Sigurjóni M.

Rólegur og yfirvegaður með hófstilltu orðavali útskýrði hann svo allir máttu skilja, hvert ríkisstjórnin stefndi í efnahagsmálum. Hann lagði áherslu á gildi skattalækkana fyrir heimilin í landinu sem vægju mun þyngra en smávægilegar leiðréttingar komugjalda á heilsugæslustöðvar eins og stjórnarandstæðingar eru að reyna að blása upp.

Bjarni skýrði út áhrif bankaskattsins og vísaði því auðvitað á bug að kunningsskapur hans við stjórnendur í MP banka réðu undanþágum lítilla fjármálafyrirtækja. Hann sagði ríkisstjórnina stefna ótrauða að halda verðbólgu niðri og halda áfram að  lækka álögur til hagsbóta fyrir almenning.

Hann vildi að sveitarstjórnarkosningar myndu  snúast um fólkið í sveitafélögunum en ekki um einstakar persónur. Arfleið Besta Flokksins væri sú mest að hann hefði haldið út í heilt kjörtímabil. En hver árangurinn hefði verið fyrir borgarbúa gætu menn velt fyrir sér.  Sjálfstæðisflokknum hefði vissulega ekk tekist, og undanskildi hann ekki sjálfan sig, að ná sinum málum fram né skýra þau nægilega vel,  hvorki á landsvísu né í sveitarstjórnum. Því teldi flokkurinn sig eiga mikið inni af fylgi.  Nú væru margir flokkar í framboði og því hefði Sjálfstæðisflokkurinn næg tækifæri til að sækja fram og skilja sig frá hinum málefnalega.

En nú á tímum verður að hafa fyrir hverju atkvæði.  Ekkert gerist af sjálfu sér lengur í pólitík.  Það þurfi að sækja fram fyrir fólkið í landinu.  Á landsvísu munum við draga úr hækkunum gjalda, lækka ýmis gjöld úr 3.5 % í 2.5 %. Unnið verður eftir tillögum hagræðingarhópsins. Við værum með tímaplan um yfrumsjón. Fleiri hugmyndir kunna að koma fram hjá einstökum ráðherrum en aðrar kynnu að reynast torveldar. 

Seinni hlutinn af þættinum áttu að vera samræður Vigdísar Hauksdóttur formanns Heimsýnar og Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Íslands.  Dónaskapur og frammígarg Jóns komu á tíma í veg fyrir raunveruleg skoðanaskipti. Þegar lyngdi aftur tókst Jóni þó prýðilega að halda fram rökleysum Samfylkingarinnar varðandi nauðsyn þjóðaratkvæðis til að hætta viðræðum vi ESB. Jón krafðist þjóðaratkvæðis með sveitarstjórnarkosningum um það hvort væntanlega viðræðunefnd síðustu ríkisstjórnar ætti að halda áfram viðræðum við ESB eða ekki.   Algerlega fáránleg tillaga sem enginn sveitarstjórnarmaður getur samþykkt. Að láta slíkt hégómamál Samfylkingarinnar hafa áhrif á jafn þýðingarmiklar kosningar er út úr kortinu.

Hinsvegar gerði Vigdís prýðilega grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar að því er varðar stefnu hennar varðandi ESB aðild. Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu ekki ESB aðild á stefnuskrá sinni og voru kosnir til þess. Aðildarflokkunum var hafnað með afgerandi hætti.

Vigdís las upp úr bók Össurar þar sem hann lýsir því hvernig Jóhanna Sigurðardóttir drepur aðildaviðræðunum á dreif og breytir þeim i nú nefndar könnunarviðræður í júní 2012 Össuri til mikillar skelfingar. Aðildarviðræðurnar hefði verið hafnar með ákvörðun Alþingis án þjóðaratkvæðagreiðslu sagði Vigdís. Hún myndi sjálf flytja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Viðræður yrðu ekki hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta væri stefnan hrein og klár.

Sigurjón bjargaði Jóni frá því að verða sér meira til skammar með þvíi að slíta þættinum.

Bjarni og Vigdís voru bæði brilljant í þessum Sprengisandsþætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Halldór minn, á nýju ári.

Athyglisvert sitthvað hér. Og Vigdís er góð.

En sagði Bjarni Benediktsson nokkuð um það, að hann hygðist fara að kröfum fjölmargra og afar vel rökstuddum hvatningum í leiðurum Mbl. um að slíta án tafar ESB-aðlögunarviðræðunum?

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 19:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann sagði ekkert um það. En Vigdís sagðist ákveðið ætla að flytja þingsályktunartillögu þetta mál.

Þetta má gjarnan afgreiða útaf borðinu svo Þorsteinn Pálsson og fleiri geti hætt að hafa áhyggjur af þessu í Fréttablaðinu í hverri viku.

Halldór Jónsson, 19.1.2014 kl. 21:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

En í pistlinum Það liggur beinast við eftir Hjört J. Guðmundsson, á leiðarasíðu Mbl. sl. fimmtudag, 17. janúar, kemur mjög skýrt í ljós, hvernig Þorsteinn er gersamlega ómarktækur í þessum málum, sbr. t.d. þetta hjá Hirti (feitletr. mín):

"Margir hafa bent á þá staðreynd að forsenda þess að halda umsóknarferlinu áfram sé pólitískur vilji til þess. Þar á meðal bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem og Evrópusambandið sjálft. Fáir hafa þó sennilega vakið eins oft og ítrekað máls á þessari staðreynd og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra. Einkum í fjölmörgum pistlum í Fréttablaðið á síðasta kjörtímabili.

Þar vakti hann meðal annars margoft athygli á þeirri staðreynd að til þess að ljúka umsóknarferli að Evrópusambandinu þyrfti ríkisstjórn sem væri einhuga um að ganga í sambandið. Það hefði ekki átt við um síðustu ríkisstjórn enda annar flokkanna andvígur inngöngu. Ekki taldi hann að þjóðaratkvæði um framhald málsins gæti bætt úr skák í þeim efnum og lagist þvert gegn hugmyndum um slíka atkvæðagreiðslu.

Eins lagði Þorsteinn ítrekað áherzlu á það að stjórnmálamenn ættu ekki að nota þjóðaratkvæði sem leiðsögn heldur veita sjálfir forystu. Kallaði hann annað meðal annars svik, stjórnarskrárbrot og forystuhræðslu. Fyrir vikið var óneitanlega nokkuð sérstakt að sjá sama Þorstein Pálsson kalla eftir því í síðasta Fréttablaðspistli sínum að Alþingi héldi þjóðaratkvæði um umsóknaferlið án þess að taka fyrst afstöðu til málsins.

En hvað sem líður mótsögn Þorsteins við sjálfan sig er sem fyrr segir ekki pólitískur vilji fyrir því að halda umsóknarferlinu áfram og stefna þar með að inngöngu í Evrópusambandið."

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband