Leita í fréttum mbl.is

Gróðapungar við Geysi

vakna til lífsins þegar þeir sjá landeigendur græða við Kerið. Þar er selt inn með góðum árangri af lögmætum eigendum þessa fagra staðar.

Við Geysi háttar svo til að íslenska ríkið á hverina á Geysissvæðinu, m.a. Strokk og Geysi  sem maður sýnir ferðamönnum á rútunum sem koma tl að sjá þessi fyrirbrigði. Ekki veit ég hver á allt annað svo sem girðingar og göngustíga.  Hótel Geysir selur hinsvegar mörg þúsund máltíðir ofan í þetta lið án þess að leggjamér vitanlega til hverasvæðisins.

Nú ætla svonefndir landeigendur við Geysi að selja inn á ríkiseignirnar  og græða milljarða fyrir sig. Gengur þetta upp að einn aðili selji aðgang að eignum  annars og hirði allan aurinn?

Þarf ekki að vera  þarna einn eigandi að hverunum og landinu í kring? Þannig er hægt að gera kröfur á einn aðila um umgjörð sem sárlega vantar þarna.  Mígildavandamál á ferðamannastöðum er nokkuð sem allir leiðsögumenn þekkja manna best. En í þeim efnum vísar hver á annan og ekkert gerist því.

Af hverju eiga einhverjir gróðapungar við Geysi að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar fyrir sig  eins og tíðkast til dæmis á fiskimiðunum okkar í þjóðareigu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband