Leita í fréttum mbl.is

Í minningu skúrksháttar

sem að næturþeli hleypti af stað svívirðilegri aðför að heiðarlegu fólki er skrifuð grein í Mbl. í dag. Menn gætu misskilið það út úr greininni að skúrkshátturinn væri nú mest á ferð í bæjarstjórn Kópavogs í eftirleik atburðanna.  En það er ekki svo viljandi þó vissulega sé afneitun Kópavogs á starfsmanni sínum fáránleg.

Aðgerðirnar  þá báru óneitanlega keim af af því að verið væri að nota tylliástæðu til greiða pólitískum andstæðingum í Kópavogi duglegt högg undir yfirskyni paragraffahræsni. Þessi pólitíski skúrkskapur var framkvæmdur að næturlagi af ráðherra sem þóttist síðar hvers manns hugljúfi og úttaugaður og óeigingjarn frelsari  þjóðarinnar. Nægir að nefna Icesave til að halda nafni hans á lofti ef menn vilja þá muna hann.  En til þessa dags ber umfjöllun hans um þá atburði því vitni að hann hefur alls ekki skilið neitt í því máli sem fleirum frá þessum tíma komi annað ekki til.

Með einu augabragði var stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kóavogs rekin. Þeir sem mestan skaða hlutu voru þau Gunnar I. Birgisson  oddviti Sjálfstæðismanna og framkvæmdastjórinn. Framkvæmdastjórinn beið þó líklega sýnu meiri skaða sem vammlaus einkaaðili. Því þó þau væru bæði sýknuð af hinum svívirðilegu aðdróttunum, þá varð fjárhagstjón hennar  mikið og atvinnumissir og "Berufsverbot" í kjölfar ofsóknanna sem hún mátti þola, óbætanlegt.

Pólitískt tjón Gunnars Birgissonar verður seint mælt, hvað þá pólitískt tjón Sjálfstæðisflokksins í heild. Fullyrða má þó að það var gífurlegt enda líklega fyrsti tilgangurinn.  Pólitískir fantar skirrast svo ekki við að nota annarra fé til að sinna eigin markmiðum.

Hér á eftir er grein Gústafs Gústafssonar:

"Konan mín er hetja. Hún er kvenkyns Hrói höttur nema hún stal ekki og mér virðast vondu karlarnir enn stjórna í spillta ríkinu. Íslenska réttarríkið stóðst ekki afskipti pólitískra misindismanna og spilltra embættismanna. Hetjan mín náði að bjarga stórum hluta af fjármunum ellilífeyrisþega frá svikamyllum og Ponzi-ráðabruggi siðblindra bankamanna, fjárfesta og getulausra eftirlitsaðila. En henni var refsað fyrir það harkalega. Hún þurfti að upplifa skömm og svívirðingar, lygar og aðdróttanir. Í rúm þrjú ár var hún föst í dómsmáli sem Fjármálaeftirlitið (FME) höfðaði gegn henni og stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK). Fyrir að lána Kópavogsbæ (ábyrgðaraðila sjóðsins) fjármuni í formi peningamarkaðslána í því skyni að koma eignum í öruggt skjól þegar fjármálakerfið á Íslandi hrundi. Hún stóð keik allan tímann, í gegnum smánarlega uppsögn, yfirheyrslur og opinbera aftöku á mannorði hennar og starfsferli. Hún fór ekki létt með það en vissa hennar yfir því að hafa gert rétt hjálpaði mikið. Tré festu hennar brotnaði aldrei, eins og Vilhjálmur Vilhjálmsson orðaði svo fallega í texta sínum. Margir hafa bugast við minna.

Hún var útilokuð frá starfi fyrir fjármálastofnanir og fyrirtæki, sem er skringilegt í ljósi þess að afrek hennar tala sínu máli og mega lífeyrisþegar í LSK þakka það. Hún reyndist þeim góður starfskraftur. Að sama skapi var það gott fyrir íbúa í Kópavogsbæ, verandi ábyrgðaraðilar þeirra fjármuna. Ísland væri betur statt í dag hefðu fleiri tekið hagsmuni skjólstæðinga sína fram yfir eigin.

En hún fékk engar þakkir fyrir framsýni sína og hæfni í starfi. Þvert á móti. Hún var kærð, því fulltrúar FME voru þeirrar »skoðunar« að peningamarkaðslán væru ólögleg milli lífeyrissjóðs og sveitarfélags. En þegar þeir voru beðnir um að skilgreina »peningamarkaðslán« frammi fyrir dómara gátu þeir það ekki. Enda komst dómurinn að því að það var ekkert ólöglegt við lánin. Þvert á móti hefði það reynst frábærlega vel fyrir lífeyrissjóðinn.

Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna FME ákvað að yfirtaka starfsemi LSK nema skýringa sé að leita í pólitík. Aftakan var undirrituð af þáverandi fjármálaráðherra og formanni VG. Mörg dæmi má finna fyrir og eftir hrun um vafasamar og ólöglegar fjárfestingar lífeyrissjóða og óhæfa stjórnendur. Hver er þar að verja hagsmuni lífeyrisþega? Þáverandi dómsmálaráðherra bar ábyrgð á hundraða milljarða tapi sem forsvarsmaður stærsta lífeyrissjóðs landsins. Hefur hann þurft að bera ábyrgð? Í öllum þessum málum hafa aðgerðir FME og stjórnvalda verið með allt öðrum hætti.

Konan mín var á endanum hreinsuð af öllum ásökunum en dæmd í smásekt fyrir »ranga« dagsetningu. Hún átti að hafa blekkt FME með því að dagsetja stöðu fjárfestinga m.v. ársuppgjör en ekki nokkrum dögum síðar þegar bréf var sent. Þetta var öll sökin. Ekkert var þó efnislega rangt í bréfinu.

Eftir sátu ákærendur með málaferli sem tóku hátt á fjórða ár og kostuðu skattborgara tugi milljóna. Engum fjölmiðli hefur dottið í hug að velta þessu fyrir sér af alvöru. Það er stórmerkilegt að stjórnvöld ráðist að þeim sem reyndi að bjarga eignum lífeyrisþega í stað þeirra sem töpuðu svo ævintýralegum upphæðum að ellilífeyrisþegar bíða þess vart bætur. En tilgangi ákærunnar var náð, breytingar urðu í pólitísku umhverfi í Kópavogsbæ.

Undirréttur var skýr að því leyti að hann sýknaði konuna mína af mikilvægustu atriðunum, eftir sat óskiljanleg smásekt. Því óskaði konan mín eftir að málinu yrði vísað í Hæstarétt. Hún vildi vandaðri málsmeðferð enda starfsferill og mannorð hennar að veði. Beiðninni var hafnað því hagsmunir þóttu ekki nægir. Svívirt mannorð, útskúfun frá vinnumarkaði og tugmilljóna tap þykja ekki merkilegir hagsmunir. Aðalmálið var að sektin var of lág. Mér er næst að halda að smásektin hafi átt að þjóna þeim tilgangi að koma í veg fyrir skaðabótamál gegn ríkinu. Sniðugir, eða kannski hagsmunatengdir?"

þarna kemur fram sannleikurinn um afleiðingar þess mannorðsmorðs sem framið var á þessu síðkvöldi í fjármálaráðuneytinu. 

Þetta er eitt af því sem Landsdómur ætti að taka með ef hann kysi að fjalla um tiltektir þess ráðherra sem hér um ræðir. Án efa yrði sönnunarbyrðin auðveldari og handfastari í því máli heldur en í máli Geirs H. Haarde. En því máli var eins og kunnugt er  hrundið af stað af sama aðila. Því máli lauk á sama hátt og dómnum í Lífeyrissjóðsmálinu. Svo ómerkileg sekt að hún er ekki áfrýjunarhæf.

Vonandi gleymist ekki skúrksháttur ráðherrans í málinu gegn vörslumönnum Lífeyrisjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Þeir urðu saklausir fyrir raunverulegu tjóni af aðgerðum pólitísks skúrks sem enn gengur laus og dundar sér í áhrifaleysinu við að endursemja söguna til þess áreiðanlega að blekkja þá sem ekki til þekkja með því að ófrægja þá sem fórnarlömb urðu. Slíkt hefur löngum verið háttur fanta í fílabeinsturnum sögunnar.

Sögufölsunin er svo framkvæmd með því að skúrkshátturinn  er niður í eftiráskýringum sem einhverjir taka síðar hugsanlega trúanlegar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór aðförin heldur áfram. Þegar Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri leitar til Kópavogsbæjar um stuðning, þá notar Ármann Ólafsson lagatæknileg trikk til þess að komast hjá því að koma Sigrúnu til hjálpar.

Stórmennska?

Gunnar Birgisson er nýddur í svaðið. Þegar hann veikist mjög alvarlega, þá fær hann hvorki, blóm, símtöl eða heimsóknair fá oddvitanum. Það segir oddivtinn að beri vott um aðalsmerki sitt, færni í mannlegum samskiptum.

Stórmennska?

Frá því að Ármann tók við eru ákveðnir þjónustuaðilar Kópavogsbæjar til áratuga, algjörlega hundsaðir. Oddvitinn ber Gunnar fyrir þeim gjörðum, sem síðan reyndis rangt.

Stórmennska?

Verð æ oftar hugsað til þess sem Sigurður Björsson fyrrverandi skrifaði nýlega þegar hann skoðar famgönguna í bænum. ,, Sjáið hvernig ég tók hann piltar"

Halldór við höfum siðferði til þess að standa í lapprnar og vera menn, eða?

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2014 kl. 13:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er nú ekkert hissa þó að litlir kærleikar séu með þeim Ármanni og Gunnari. Þar stendur enn yfir prófkjörið frá 2010.

Ég kannast alveg við það hvernig er fyrir fyrirtækis að að vera í einelti hjá tæknideild Kópavogs. Þar lifa gæludýraflokkar góðu lífi en aðrir eru úti í kuldanum.

Hvorki formaður bæjarráðs né formaður framkvæmdaráðs létu sig það nokkurs varða. Enginn af þessu liði svarar tölvupóstum frá mínu fyrirtæki. Það fær hinsvegar að borga milljónir í bæjarkassann í fasteignagjöldum. Þetta er þessi stórmennska sem þú ert að spyrja um.

Fyrirtæki mitt Hallsteinn á enga vini á æðri stöðum í Kópavogi. Ómar kom því af sér að senda mér flokkskírteinið þegar ég ætlaði að ganga í Framsóknarflokkinn. Hvað varðar mann eiginlega um einhverja bæjarpólitík hér?

Auðvitað er ég orðinn gamall. En nokkuð lífsreyndur. En fyrirtækið er meira en ég einn og hefur urmul af færum ráðgjöfum sem vinna fyrir það.

Halldór Jónsson, 5.2.2014 kl. 19:06

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eins og þú veist þá vildu góðir menn stuðla að friði innan flokksins eftir síðasta prófkjör. Það var ekki aftur tekið. Það mátti Ármann ekki heyra á minnst og sagði nú ræð ég. Hann hefur vart talað við það lið sem ekki eru í Gullaliðinu. Hef heyrt bæjarfulltrúa segja frá því að Ármann hafi aldrei hringt í hann á kjörtímabilinu. Þó Gunnar væri ,,jarðýta" þá hafði hann samband við menn, hvort þeir voru nú harðir stuðningsmenn hans eða ekki.

Að gorta sig af verkum sem menn hafa ekki unnið er lítilmannlegt.

Gtsmkomsn við framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins var lítilmannleg, bæði innan Sjálfstæðisflokksin og inann annarra flokka. Framkoman gagnkvart Guðrúnu Pálsdóttur var lítilmannleg, gagnvart Sigurði Björnssyni og gagnvart Gunnari Birgissyni sem hefur unnið afar vel fyrir Kópavog. Það er hægt að hafa listann mun lengri.

Það kemur að því að það sé kominn tími á alla menn, en það er óþverraskapur að kveðja þá með hnífstungum.

Sem betur fer á Kópavogur von þar sem Margrét Frímannsdótir er komin fram.

Annars styð ég tillögu Jóhanns Ísberg, stöndum með þeim sem standa með Kópavogi. Þegar við höfum góða reynslu af verktökum eða þjónustuaðilum þá eiga þeir ekki að byrja allaf frá byrjun. Við þurfum að virða reynslu og þekkingu sama hvar hún kemur hvort hún kemur frá Gunnari Birgissyni eða Halldóri Jónssyni.

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2014 kl. 20:09

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór höldum því til haga að Bréfi Sigrúnar til Kópavogsbæjar var lekið úr bæjarskrifstofum að tilgátu Gústafs Gústafssonar til þess að koma höggi á Gunnar Birgisson, þótt hann sé ekki í framboði. Þá er hin auma skýring á höfnun bæjarins sögð vegna þess að Sigrún sé ekki starfsmaður Kópavogskaupstaðar. Hins vegar eru launaseðar Sigrúnar allir frá Kópavogskaupstað.

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2014 kl. 22:31

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist þú nú ekki vera sérstakur friðarseggur Siggi minn. Enda á aldrei að hafa frið ef kostur er á ófriði. Líka í pólitík

Halldór Jónsson, 6.2.2014 kl. 23:10

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór minn þú verður nú seint sakaður um að liggja á skoðunum mínum, ég kann því vel. Til lengri tíma stuðlar það að friði. Kúun,þöggun og óheilindi leiða oftar en ekki til ófriðar. Ég gagnrýni Ármann Ólafsson harðlega fyrir aumkunarverða framkomu gagnvart Sigrúnu Bragadóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs það ættum við báðir að gera hvort sem við er Gullaliðnu eða ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 8.2.2014 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband