Leita í fréttum mbl.is

Einstein var innflytjandi

segir innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag.

Hún notar þetta sem rök fyrir auknum straumi útlendinga til landsins okkar. Þar í geti líklega leynst einhverjir steinar sem sköpum geta skipt fyrir land og þjóð.

Einstein kom ekki til Bandaríkjanna í hópi einhverra tötrughypja sem nægt framboð var og er af. Hann var aufúsugetur Bandaríkjastjórnar sem var ekki alls varnað þá fremur en nú þegar reistar eru girðingar á landamærum til að halda óflokkuðum innflytjendum úti.

Ráðherran skrifar:

Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa..."

Hvað með útlendinga sem sannarlega eru ekki líklegir til annars en  að verða okkur byrði eða vandamál. Illa læst og ómenntað fólk í öðru en trúarbragðafræði er varla líklegt til afreka hjá söguþjóðinni. 8 börn úr slíkum fjölskyldum kalla á dýr úrræði í menntakerfinu. Má aldrei í upphafi endirinn skoða?

".....Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi - en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja - og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi...."

Hér á ráðherran væntanlega við óflokkaða útlendinga. Þeir verði ekki valdir eftir ákveðnum stöðlum. Önnur orð hennar gefa þó góð fyrirheit um betri tíma.

".....En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn - og um leið umheiminn við Ísland. ..."

"....Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum...."

Hvernig á að beita þessari frjálslyndu afstöðu til innflytjenda sem ráðherran lýsir með safnorði yfir alla slíka? Við völdum Bobby Fischer sem innflytjanda. Við hindruðum fjölda Gyðinga frá því að flýja hingað undan Hitler. Einstein var Gyðingur á flótta. Páfinn neitaði að greiða götu Gyðingaflóttamanna. Svo var um fleiri lönd á þessum tíma. Nú eigum við að leysa innanríkismál Sýrlands, Íraks, Sahara, Kólumbíu og Sómalíu með því að taka við fjölda af flóttamönnum þaðan.

Hvernig væri að fá sannar fréttir af ferli þegar hingað fluttra  flóttamanna? Hver er staða kólumbískra kvenna á Akranesi sem dæmi? Hversu margar eru í vinnu? Hversu margar eru giftar? Hversu mörg ættmenni þeirra hafa flutst hingað?

Var það ekki einmitt Hanna Birna sem ætlaði að gera eitthvað róttækt í málefnum sívaxandi straums hælisleitenda til  Íslands?. Hvernig er staða málsins þess?

Að Einstein hafi verið innflytjandi er ekki samasemmerki við opnum landamærum Íslands í Schengen eins kratarnir vilja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Örfá sauðnaut skildu eftir sig riðu annars má í dýraríkinnu finna nokkra nýbúa s.s. hreinndýr,minnka,silfurskottur, rottur og kanínur, svo eitthvað sé nefnt. Ég sé ekkert sammerkt með þessum dýrum en ráðherrann getur það örugglega.

Sigurður Þórðarson, 6.2.2014 kl. 10:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Vandi vegna hælisleitenda hér á landi virðist fara framhjá Hönnu. Og það er vissulega vandi til staðar.

Auðvitað er ekki hægt að setja samasemmerki milli þess vanda og allra innflytjenda, en vandinn er til staðar og hann þarf að leysa.

Það má skipta hælisleytendum gróflega í þrjá megin hópa.

Fyrst skal nefna þá sem hingað sækja vegna þess að þeim langar að búa hér. Þetta fólk verður í flestum tilfellum góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar, leggja sig fram um að hafa vinnu, læra íslensku og samlagast samfélaginu.

Í öðru lagi má nefna þá sem hingað koma í gegnum svokölluð góðgerðarverkefni, þ.e. fólk sem annars býr í flóttabúðum nærri sínu heimalandi vegna óaldar sem þar ríkir. Í flestum tilfellum er þessu fólki boðið vist í einhverju landi og sjaldnast fær það ráðið hvaða land það er. Mun verr virðist fyrir þetta fólk að aðlagst samfélaginu, sýnir lítinn áhuga á að fá sér vinnu eða læra tungumálið okkar. Þetta fólk festist hér á landi vegna óaldar í heimalandinu, oft án þess að hafa haft hugmynd um að Ísland væri yfirleitt til, hvað þá hvar það er á hnettinum. Oftar en ekki verður þetta fólk baggi á því nærsamfélagi sem það set að í. Þú nefnir flóttakonurnar hér á Akranesi, sem reyndar eru frá Líbanon.

Svo er þriðji hópurinn, vandamálahópurinn. Það er það fólk sem hingað kemur og ætlar sér lengra. Þetta er gjarnan fólk sem hefur verið hafnað um búsetu í öðrum ríkjum Evrópu, eru í raun að flýja réttvísina. Þetta fólk kemur hingað á leið vestur um haf. Það vonast til að ekki komist upp um það í vegabréfaskoðun, en þegar sú von bregst sækir það um landvistarleifi. Þeirra markmið er eitt og það er að komast vestur um haf. Búseta hér á landi er ekki inn í framtíðaráformum þess. Flestir bíða þess eins að fá afgreiðslu og hellst vegabréf, svo hægt sé að halda för áfram. Aðrir verða leiðir á biðinni og reyna að komast úr landi eftir ólöglegum leiðum.

Það er vissulega vandi í innflytjendamálum hér á landi, þó Hanna sjái hann ekki. Þann vanda þarf að einangra og uppræta. Við getum eftir sem áður boðið hingað velkomið fólk sem langar að búa hér og aðlagast samfélaginu.

Þessi skilgreining mín að ofan á sennilga við um flest lönd sem búa við innflytjendavanda.

Hvar svo Einstein væri flokkaður, þegar hann kom til Bandaríkjanna, geta menn svo velt fyrir sér. Hann var alla vega ekki flokkaður í síðasta flokkinn, þar sem sá flokkur á ekki við um Bandaríkin. Þau eru jú endastöð flestra flóttamanna. 

Það er aumt af Hönnu Birnu að viðurkenna ekki vandann. Skilin milli skörunga og aumingja liggur gjarnan í því hvort tekið er á vandamálum eða þau þöguð í hel.

Gunnar Heiðarsson, 6.2.2014 kl. 10:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skelfilegar þessar altæku ályktanir. Líklega er Hanna Birna komin í einhver vandræði sem hún er að reyna að losna út úr með populisma. Það er viðtekin skoðun hjá ungu fólki að landið eigi að vera opið fyrir öllum hvort sem við höfum húsnæði, eða heilsugæslu fyrir okkur sjálf, hvað þá fleiri.

Öll umræða er svo grunn að það vekur upp spurngar um hvort einhverju sé ábótavant? 

Árni Gunnarsson, 6.2.2014 kl. 11:56

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þær voru ekki frá Kólumbíu Halldór konurnar sem fluttu til Akranes heldur Palestínu-Arabar í flóttabúðum í Írak

Jón Magnússon, 6.2.2014 kl. 12:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er greinilega ekki heimagangur á Akranesi. En það má auka við spurningarnar svo þær nái til þessara kvenna og svo gvar Kólumbíu konurnar seu og hvernig sé ástatt hjá þeim. Þær komu vegna sérstaks áhuga konu einnar sem hafði aðsögn sérstakan áhuga á mélfnum S-Ameríku að ég heyrði í útvarpi þegar þetta var í undirbúningi. Þá datt engum í hug til dæmis að telja farsíma per mann í Kólumbiu eiga, bíla, ástanda menntunar. Þetta er ekkert land sem fól þarf að flýja. Ferðamannastaður meira að segja

Halldór Jónsson, 6.2.2014 kl. 14:05

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég tel að það hafi verið fremur óheppilegt af ráðherranum að nefna Albert Einstein til sögunnar, sem innflytjanda sem fylgdu "nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur", þegar höfð er í huga glæpsamleg misbeiting "gestaríkisins" á "hugmyndum" þessa fræga innflytjanda.

Í bréfi sem Einstein skrifaði Roosevelt Bandaríkjaforseta 2. ágúst 1939,upplýsti hann forsetann um möguleikann á smíði atómsprengju og kvatti hann til að beita sér fyrir því að Bandaríkin yrðu fyrri til en Þýskaland að verða sér úti um slíkt vopn. Einstein mun hafa fallið það mjög þungt að Bandaríkin skyldu beita þessum gereyðingarvopnum að fyrrabragði og það með jafn samviskulausum hættu og raunin varð, eða á nánast fallinn óvin. Auk þess mun Einstein hafa fundist hann með nefndu bréfi til Roosevelt vera meðsekur um hið nýja vígbúnaðarkapphlaup sem fylgdi eftir kjarnorkuárásirnar á Japan.

Einstein mun síðar hafa kallaði þetta bréf "the greatest mistake" of his life.

Pentagon hafði ákveðið að varpa fyrstu nothæfu kjarnorkusprengjunum á borgirnar Ludwigshafen og Mannheim í Þýskalandi, en þar sem tilraun með fyrstu sprengjuna drógst fram í júlí 1945 sluppu þessar borgir, því þá var styrjöldin í Evrópu þegar á enda.

Þetta hryllilega ráðabrugg fór auðvitað mjög leynt og voru leyniskjölin ekki gerð opinber fyrr en nú nýverið eða meir en hálfri öld frá stríðslokum.

Truman forseti, sem tók við af Roosevelt við fráfall hans 12. apríl 1945, beið hins vegar ekki lengi með að ákveða ný skotmörk, nánar tiltekið borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, sem urðu þessum nýju ofursprengjum að bráð þann 6. og 9. ágúst sama ár eins og kunnugt er. Fyrir árásina var Japan nánast fallinn andstæðingur og til að kóróna illvirkið var tímastening árásanna ákveðin að morgni eða nákvæmlega á þeim tíma þegar sem flestir borgarbúar væru á leið til vinnu til að valda sem allra mestu manntjóni.

Einstein féll frá tæpum 10 árum síðar og fullyrt hefur verið að hann hafi aldrei jafnað sig af áfalli því sem hann varð fyrir er honum bárust fregnirnar af hinni grimmilegu kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japan og að það áfall hafi stytt æfi hans til muna.

Rétt er að taka fram að þó svo að ein frægasta formúla Einsteins sýni fram á orku þá sem leysist úr læðingi við kjarnaklofnun þá verður Einstein engan veginn talinn höfundur atómsprengjunnar, enda hefur sá "heiður" fallið öðrum í skaut eins og kannski flestir vita.

Daníel Sigurðsson, 6.2.2014 kl. 23:50

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar Sossar tóku völdin í Frakklandi , þá var ég staddur þar og þá stóð auðmönnum og öll yfir meðalagi í greind [USA] til boða að fá stimpil í vegabréf sem gildir jafn lengi og vegabréfið.  Þessi regla gildir í öllum ríkjum þar sem þeir yfirgreindu fara með óbeint forræði yfir þeim normölu sem allir skilja svo vel.  USA sagði hagstætt eftir stríð af ofmennta ekki liðið en kaup frekar erlenda yfir meðalagi.

Einstein sannar þetta ennþá betur.

Málið var að ég kom einum degi of seint til Parísar og þurfti því að kaupa flugfar heim.  Erlendur starfsmaður hjá Flugleiðum í París, fannst miðinn nokkuð dýr 200 mörk og spurði hvort ég væri nokkuð með USA stimpill í vegbréfinu mínu , því þá gæti hann selt mér miða til USA með stoppi á Íslandi. Nei, svaraði ég og rétt honum ferða ávísun í mörkum , sem allt stóðu fyrir sínu [mörkin].  Hann sagði ég yrði að greiða í reiðufé.  Ég fékk upplýsingar um næsta banka.  Á leiðinni sá ég sendiráð USA , og fékk þá hugmynd að biðja þá stimpla passann minn.

Þegar ég koma þar var verið vísa mörgum frá USA, lið að hlaupast að heiman eða komast á USA velferðakerfið. Þarna má heyra öskur. 6 í einu yfirheyrðir: eftir að að hafa fyllt út umsókn.

Þegar kom að mér var þetta mjög elskuleg eldri Dama  sem afgreiddi unga manninn, sem sagði frá því óréttlæti og lítilsvirðingu honum var sýnd af kommum í nafn hægri stefnu, og líka að ég myndi kannski koma seinna til USA þá aðeins með fullar hendur fjár.  Þau [maður var stóð við hliðina á henni] báðu mig  að bíða smástund og komu svo með passann til baka.  Í lest á leið til Luxemburg um kvöldið  ræddi ég við jafnaldra minn Frakka sem sat á móti mér, sem upplýsti mig ég væri einn af fyrstu sem fengu þennan stimpil.

Ég fékk náttúrlega að borða í París fyrir þessi 100 mörk.

þarna má segja að ég hafi losnað við allar sossa ranghugmyndir. 

USA er langbesta stórveldi í sögunni frá upphafi. Með góðan almenna kaupmátt og í dag mikið betra velferðakerfi en Ísland . Það greiða allir um 15% af heildar reiðufjár innkomu [hér minni hluti launa (sænsk komma uppnefning sumir fengu kaup hér áður með skatta álagi)]  í velferð, og vinnuveitendur borga sama á móti.  Einyrkjar [ný-komma Íslenska] borga ekkert á móti engu, þeir fara hausinn ef falla ekki í kramið , og misnota ekki starfskraft.     


Ég ferðast víða frá 12 ára aldri og einn eftir 15 ára aldur. þá var ekkert mál að vera með Íslenska Passa , allstaðar í heiminum var Ísland undantekning , enginn Íslendingur á skrá hjá interpol. Allir tollverðir í heimum vissu þetta. Svo komu sossar og kommar og eyðilögðu passann. Það fær engin útlendingur í meðalagi eða undir frambúðar vinnu í þýskalandi.  þetta gildir líka um önnur ríki á ESS.

Tossar er hættulega hvatvísir með stórhættulegt ímyndarafl. Sía þetta lið niður en halda hinu eftir til að vaða upp í stjórnsýslunni. Þetta sía er líka rangtúlkað hér.

Júlíus Björnsson, 7.2.2014 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband