Leita í fréttum mbl.is

Það er að vora

þótt enn sé þreyður þorrinn. Það eru ótrúlega miklar hræringar í efnahagslífinu án þess að margir taki ef til vill ekki eftir því?

Hver hefði trúað því að steypystyrktarstál af vissum flokkum sé uppurið? Að steypsala á höfuðborgarsvæðinu sé eins og hún var 2007? Að svo mörg verk bíði útboðs að fyrirsjánlegt sé að varla fáist verktakar til að  bjóða í vegna fækkunar í stéttinni? Byggingakostnaður kominn undir fasteignaverð? Hótelbyggingar að verða tískuvara? Atvinna eykst óðfluga?

Ætli launþegafélögin séu svona samningslipur um lágar prósentur því að þeir telji að launaskrið sé að hefjast? Það viti kennarar líka og því séu þeir svona harðir? Væri hér bara ekki að verða býsna bólgið og kunnuglegt  ástand ef ekki væru þessi gjaldeyrishöft? Sem snerta almenning eignlega ekki neitt því hann fær allt sem hann vill?  Enginn skortur á innfluttum varningi? Það eru  bara lífeyrissjóðirnir sem eru að kvarta um höft?  

Burtséð frá öldruðum og öryrkjum er greinilega að vora hjá þjóðinni hvað sem dagatalinu líður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband