Leita í fréttum mbl.is

"Golubelgdur málflutningur"

er dómur Þorsteins Pálssonar þegar utanríkisráðherra kynnir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að slíta aðlögunarviðræðum við ESB. 

Að hans mati er utanríkisráðherra okkar ekki merkilegur pappír að dirfast að lýsa sérstöðu hins íslenska stórveldis við það að  mægjast við fátækt fólk í Evrópu undir hatti ESB. En það er nefnilega nákvæmlega það sem myndi gerast við inngönguna. Við venjulegir yrðum að borga meira en við fengjum til baka.

 En Þorsteinn virðist ekki eða vill ekki gefa upp að hann skilji að viðskipti manna standa hvorki né falla vegna einhverra reiknieininga. Ef þau eru báðum aðilum hagkvæm er hægt að gera viðskipti í öðru en gíslatöku með byssum eða hryðjuverkum. 

Þorsteinn segir meðal annars svo:

........"Ein alvarlegasta staðreyndin sem dregin er fram í McKinsey-skýrslunni er sú að framleiðni í þjóðarbúskapnum er langt fyrir neðan það sem gerist í helstu viðskiptaríkjunum. Reyndar kemur þar fram að framleiðni hér er nánast á plani við Grikkland. Aðeins sjávarútvegurinn stóðst alþjóðlegan samanburð í þessum efnum.


Óþarfi er að minna á að framleiðni atvinnufyrirtækjanna er það sem úrslitum ræður í viðleitninni til að halda laununum sambærilegum við það sem best gerist. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra landsins sér ekki þennan vanda eftir lestur McKinsey-skýrslunnar.

Við getum ekki dregið mikið fleiri tonn af fiski úr sjó. Gríðarleg tækifæri bíða aftur á móti til að gera meiri verðmæti úr sjávarfanginu. En til þess þarf gjaldgenga mynt og opnari aðgang að mörkuðum. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra sér ekki að hér eru hindranir í vegi.

Málum er svo komið að íslensk sprotafyrirtæki verða annaðhvort að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja sjálf úr landi um leið og þau eignast viðskiptavini. Ástæðan er sú að Ísland á ekki gjaldgenga mynt. Það er eitthvað mikið að þegar þessi alvarlega staða er hulin augum utanríkisráðherra landsins.

Á Írlandi hefur framlag útflutnings til hagvaxtar verið jákvætt eftir hrun. Hér hefur það verið neikvætt. Hagspár benda til að hagvöxtur næstu ár byggist á einkaneyslu en ekki sköpun verðmæta. Það er eitthvað mikið að þegar augu utanríkisráðherra eru lokuð fyrir þessum veruleika...."

 

 

 Eru ekki allur útflutningur okkar keyptur fyrir erlendan gjaldeyri? Sem er skipt í íslenskar krónur til að borga laun á Íslandi. Skipt í bandaríkjadali til að borga starfsmönnum laun í USA, canadadollara vegna notkunar í því landi, sterlingspund vegna útgjalda í Bretlandi. Hefur Þorsteinn ekki heyrt getið um Forex markaðinn í heiminum þar sem veltan nemur 6 trilljónum dollara á dag, fimm daga vikunnar?  Þar er bara verið að skipta gjaldmiðlum  heimsins. Allir geta tekið þátt á þessum markaði og reynt að græða fyrir sig. Sem eru 95% líkur á að mistakist.

 Það skiptir engu máli hver reiknieiningin er sem notuð er til að reikna dæmi. Allt bullið um ónýtan gjaldmiðil er út í hött. Krónan er alveg gjaldgeng við frelsi. Það var gjaldeyrisfrelsi fyrir hrun á Íslandi. Allir máttu eiga þann gjaldeyri sem þeir vildu. Voru margir að sánka að sér dollurum þá?Bankarnir borguðu helst enga vexti á innlenda gjaldeyrisreikninga. Verðtryggð íslensk króna bar raunvexti og var þá sterkasta mynt í heimi.

Hvernig stendur á þessari síbylju um ónýta krónu sem við neyddumst til að fjötra eins og Fenrisúlf vegna tiltekta íslenskra glæpamanna á erlendri grund? Við þjáumst í höftum en ekki vogunarsjóðirnir sem nota íslenska starfskrafta við að pína okkur endalaust. Af hverju tökum við ekki á þessum helvítum?

Það er ömurlegt að verða vitni að slíku skilningsleysi hjá manni sem áreiðanlega vill eins vel og Þorsteinn Pálsson. Íslensk úrvinnsla fiskafurða stendur þegar ofar öllu öðru sem þekkist i heiminum. Sama í hvað mynt er reiknað. Non plus ultra. Það er almennt minni vinnuharka á Íslandi en annarsstaðar hvert sem litið er. Minni afköst á mann. Kaupið er víst líka svo lágt að getur varla verið sanngjarnt að menn vinni mikið fyrir þá hungurlús.

Ég vildi óska að Þorsteinn Pálsson hugsaði sig um aftur hvað þær setningar varðar sem feitletraðar eru hér að ofan. Og ekki finnst mér hann stækka mikið með orðbragðinu sem er í fyrirsögninni en sleppum því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Vandinn er alltaf að halda jákvæðum viðskiptajöfnuði. Svo framarlega sem við getum selt úr landi fyrir hærri upphæð í Gjaldeyri en við kaupum fyrir er þjóðin í góðum málum. Króna eða önnur mynt skiptir ekki máli.

þjóðin verður alltaf í vandræðum ef við kaupum meira en við seljum. Þá þarf lán í erlendum myntum til að brúa bilið.

Við getum ekki prentað gjaldeyri eftir þörfum til að borga ríkisstarfsmönnum laun frekar en Kýpur, ef við tökom upp aðra mynt.

Kolbeinn Pálsson, 22.2.2014 kl. 18:24

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Nákvæmlega Kolbeinn Pálsson.

Benedikt Helgason, 22.2.2014 kl. 19:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vil tilnefna ykkur til hinna íslensku Nóbelsverðlauna í hagfræði.Mér er ekki kunnugt um neinn íslenskan stjórnmálamann sem viðurkennir þetta.

Halldór Jónsson, 22.2.2014 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband