Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er haldið áfram?

með þá tuggu að Bjarni Benediktsson hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda  áfram aðildarviðræðum? Benedikt Jóhannesson heldur þessu fram á Sprengisandi í dag og ber við sérstakri tillitsemi við Bjarna. 

Það skiptir engu máli hvað einhverjir, jafnvel þingmenn og formenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt einhvern tímann sem sína skoðun. Þeir geta ekki lofað meiru en Landsfundur leyfir. Þeir verða allir að beygja sig undir samþykktir Landsfundar. Hún liggur fyrir í því  að flokkurinn vill slíta viðræðunum.

Benedikt lætur að því liggja að að við séum að hafna viðskiptafrelsi og því að taka okkur stöðu meðal vestrænna lýðræðisþjóða, afsala okkur möguleika á evru,  með því að vilja ekki ganga í ESB. Þetta er auðvitað fjarri lagi. Við búum við verslunarfrelsi. Norðmenn selja fisk inn á sama markað og við og greiða sömu tolla. ESB er tollabandalag. Það myndi hugsanlega breyta málinu með fiskinn ef Norðmenn greiddu ekki sömu gjöld og við.

Íslenskur landbúnaður myndi lenda í vandamálum ef við færum að flytja inn Buffalo-osta í stórum stíl sem hafa hugsanlega verið niðurgreiddir í ESB. Það er ekki allt ómögulegt hér á landi samt þó að við göngum ekki í þetta þrönga bandalag 27 ríkja meðan það eru hundrað ríki sem ekki eru í þessu bandalagi.

Benedikt segist vantreysta íslenskum stjórnmálamönnum og treystir því Brussel-apparatinu betur en okkar fólki. Það er þó allavega fróm yfirlýsing hjá Benedikt að hann vill afsala Íslendingum forræði sinna mála af því að hann treystir Brussel betur. Er þarna ekki kratisminn kominn í sinni tærustu birtingarmynd þó að Benedikt þykist vera Sjálfstæðismaður í hinu orðinu.

Benedikt er tíðrætt um að Sjálfstæðisflokkurinn sé fylgislaus meðal ungs fólks. En hann gleymir því að þetta er bara ástandið í Reykjavík. Allt í kring um Reykjavík er flokkurinn mjög uppi. Benedikt ætti þá að líta í eigin barm og skoða hvaða þátt hann á sjálfur í fylgisleysinu með þessari síbylju sinni gegn stefnu flokksins í Evrópumálunum. Heiðrún Lind  Marteinsdóttir löghmaður stendur sig með mikilli prýði í að verja flokkinn gegn ásókn Benedikts og Sigurjóns M. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki óvini meðan hann slíka talsmenn eins og Benedikt.

Við Íslendingar þurfum bara viðskiptafrelsið aftur eins og  það var á Davíðstímanum. Þá máttu allir versla í þeirri mynt sem þeir sjálfir ákváðu, eiga hvaða gjaldeyri sem þeir vildu og íslenska verðtryggða krónan var eign sem allir gátu treyst sem sterkasta gjaldmiðli í heimi. Einhver ljóshærður unglingur sem ég náði ekki nafninu á býsnaðist yfir því í þætti hjá Gísla Marteini að krónan okkar hefði rýrnað svo og svo mikið síðan eitthvað. Veit hann ekki að allr gjaldmiðlar rýrna árlega um verðbólgu landsins? Hvað er eftir af dollaranum frá 1940?  Mér sagt að það séu ekki nema nokkur cent. Verðtryggða íslenska krónan er ekki þessum annmörkum háð. Verðtryggð innistæða rýrnar ekki frekar en verðtryggt lán. En það má ekki ræða um jafnræði milli verðtryggðra skulda og verðtryggðra eigna án þess að krónuníðingarnir reki upp ramakvein.

Benedikt ræðir um litla framleiðni á Íslandi og tekur bankakerfið sem dæmi. Þetta er rétt, það þarf að bæta margt á Íslandi. En það er alveg hægt án þess að ganga í ESB og ofurselja sig erlendu valdi eins og Benedikt vill í hinu orðinu. Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sem betur fer yfirleitt meiri trú á landinu og þjóðinni en Benedikt þessi og JÁ-hópurinn hans.

Ég vil alveg halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt er :

1. Viltu ganga i ESB?

Ef þjóðin segir já, þá tökum við upp aðildarviðræðurnar þegar ný ríkisstjórn verður kosin í samræmi við það.

En höldum ekki áfram þessari síbylju um að ípakkakíkingar færi okkur einhvern nýjan sannleika í aðlögunarferlinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flottur Halldór eins og oftar -- verulega góð grein hjá þér og rétt að vekja athygli á henni víðar.

PS.: "reki um ramakvein" stendur þarna óvart hjá þér neðarlega.

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 22:38

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þessu er haldið fram vegna þess að það er satt.

Eiður Svanberg Guðnason, 23.2.2014 kl. 23:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Yakk fyrir þessi hlýju orð í minn garð Jón Valur. Og þakka þér fyrir ábendinguna.

Mér finnst að menn hafi hengt sig í aukaatriðin í þesu máli, allur fókusinn er á því sem engin áhrif hefur á niðurstöðuna.

Halldór Jónsson, 23.2.2014 kl. 23:20

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er auðvitað laukrétt, að þjóðin á að fá að ráða sínum stærstu málum í þjóðar atkvæðagreiðslu.

En það er rangt að ætlast til þess að þjóðin eigi að greiða atkvæði um ólöglega umsókn um inngöngu Íslands inn í "ESB", - ólöglega umsókn sem felur í sér brot á lögum og brot á stjórnarskrá, - það er að segja, - brot á lögum og stjórnarskrá um fullveldisafsal.

Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson á að ákæra fyrir ólöglega umsókn, og draga þau fyrir Landsdóm, - að mínu mati.

Tryggvi Helgason, 23.2.2014 kl. 23:56

5 Smámynd: Halldór Jónsson

það er sjónarmið Tryggvi. Af hverju vorum við ekki spurð í byrjun? Voru það ekki svik og undanbrögð í svo stóru máli? Kratarnir ætluðu að prakka þessu inn á okkur hvað sem okkur liði?

Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 00:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

HEFÐI þjóðin beðið um þessa umsókn 2009, þá væri auðvitað eðlilegt að spyrja hana aftur nú um að hætta þessari vitleysu. En hún var alls ekki spurð 2009, enda þau voru dauðhrædd við að spyrja hana, Jóhanna, Össur, Steingrímur & Co.

Þess vegna er það grátbroslegt að sjá þau nú hrópa á þjóðaratkvæðagreiðslu "um að halda á fram viðræðum", fólk eins og Katrínu Jakobsdóttur (!), Össur og Árna Pál, sem felldu beinar tillögur um það á Alþingi 2009 að bera umsóknina undir þjóðaratkvæði.

Fremur kusu þau að útbúa eða meðhöndla þingsályktunartillögu með þeim hætti, að athæfi þeirra var beinlínis stjórnarskrárbrot!

PS. Svo eru enn fleiri tormerki á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í vor; ég mun blogga um það, hvernig það gengur hreint ekki upp.

Jón Valur Jensson, 24.2.2014 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband