24.2.2014 | 00:17
Vilhjálmur Bjarnason veldur mér vonbrigðum
með því að tilkynna að hann ætli að ganga gegn flokki sínum á Alþingi.
Reyndir stjórnmálamenn hafa lengi viðhaft þá aðferð að geti einstakir fulltrúar ekki fylgt flokknum sínum vegna sérstakar sannfæringar í einhverju máli hafa þeir vikið sæti og kallað inn varamann til þess að taka ekki þann kaleik.
Með því að fara þá leið sem Vilhjálmur Bjarnason hefur nú valið safna menn ekki að sér stuðningsmönnum til stjórnmálalegrar framtíðar. Vilhjálmur Bjarnason veldur mér sem fótgönguliða Sjálfstæðisflokksins vonbrigðum með þessu framferði sínu.
Ég hef lengi verið stuðningmaður Vilhjálms þar til núna. Ég mun þó reyna að skrifa þetta á stjórnmálalegt reynsluleysi þingmannsins sem enn er hægt að laga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ganga gegn flokknum ?
Hefurðu heyrt talað um sjálfstæðar skoðanir Halldór ?
Er ekki ánægjulegt að þær skuli þó finnast í "Sjálfstæðisflokknum " ?
hilmar jónsson, 24.2.2014 kl. 00:47
Ég held að þú ættir að velta fyrir þér Hilmar hvað stjórnmálaflokkur er og hvernig hann virkar.
Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 00:50
landsfundur skuldbindur fleiri en formann flokksins. Hvernig geturðu fengið það út að Vilhjálmur sem þingmaður Sjáflstæðisflokksins sé ekki bundinn af samþykktum hans?
Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 00:52
Í alvöru lýðræðisríkjum gerist það að menn kjósi gegn eigin flokki. Ekki allir Sjálfstæðismenn eru harðlínumenn. Er það ekki bara ágætt? Eða viljum við harðlínu og algert flokksræði? Að menn gagnrýni og kjósi stundum gegn eigin flokki sýnir að flokkurinn er lýðræðislegur.
Wilhelm Emilsson, 24.2.2014 kl. 05:20
Vilhjálmur Bjarnason er samkvæmur sjálfum sér í þessu efni og ætti þessi afstaða hans ekki að þurfa að koma á óvart. Þetta var vitað fyrir prófkjörið, ég benti á þetta það í pistlum, þar sem ég varaði einmitt við að þessi staða kæmi upp. Vilhjálmur er einnig andstæðingur stjórnarstefnunnar í öðrum málum og nægir þar að nefna almennu skuldaleiðréttinguna. Vilhjálmur er og verður einsöngvari og kunni illa við sig í samkór.
Jón Baldur Lorange, 24.2.2014 kl. 07:00
Óviðkomandi hvaða flokk hann vinnur fyrir eða gegn, hafði ég haldið að Vilhjálmur væri fullveldissinni frekar en hið gagnstæða. Það er það sem mér finnst veikleikamerki og veldur vonbrigðum með hann.
Elle_, 24.2.2014 kl. 07:49
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu ekki stjórn Ólafs Thors 1944.
Fjórir þingmenn flokksins studdu stjórn Gunnars Thoroddsens 1980 en allir hinir voru á móti.
Þrátt fyrir þennan klofning var enginn rekinn úr flokknum og enginn var slíkur heigull að víkja sæti.
Um það gilti hið fornkveðna að "þau eru verst hin þöglu svik, að þegja."
Í Búsáhaldabyltingunni þegar verið var að kanna möguleika á nýju stjórnmálaafli kom upp hugmyndin um að enginn hugsanlegur þingmaður þess mætti víkja frá komandi flokkslínu og að komandi þingmenn skyldu skuldbinda sig fyrirfram til hlýðni.
Ég benti á að með slíkum eið yrði unnið gegn öðrum eiði, sem hver þingmaður sver, að fara eingöngu eftir eigin sannfæringu í hverju máli.
Það, að þingmenn og fylgismenn sverji slíkan eið hefð verið reynt í ákveðnu stjórnmálaafli í Þýskalandi áratuginn fyrir 1945 með slæmum árangri.
Málið var ekki rætt frekar.
Ómar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 08:41
Vilhjálmur Bjarnason er traustur og grandvar maður. Hann stendur við sína sannfæringu OG virðir þau loforð sem báðir stjórnarflokkar gáfu fyrir og eftir kosningar.
"AÐ SJÁLFSÖGÐU VERÐUR ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA" sagði forsætisráðherra á Laugarvatni.
Þetta gat ekki verið skýrara.
Af hverju er ekki bara boðað áframhaldandi viðræðuhlé? Hvað er unnið með þessu boðaða skrefi, formlegri afturköllun umsóknar?
Vilja menn endilega hafa færri möguleika til framtíðar? Fyrir næstu kynslóð?
Einar Karl, 24.2.2014 kl. 10:06
Sæll frændi
Ég dáist af stjórnmálamönnum sem láta stjórnast af eigin sannfæringu en ekki hjarðhugsun.
Menn eiga aldrei að láta aðra stjórna skoðunum sínum.
Ágúst H Bjarnason, 24.2.2014 kl. 10:57
Vilhjálmur Bjarnason kom alltaf fram eins og hann væri grandvar og traustur maður og persónulega bar ég virðingu fyrir honum og studdi kærumál hans gegn einum glæpabankanum. En það kallast ekki að mínum dómi traustur maður sem vill fullveldisframsal landsins. Og það inn í enn spilltara efnahagskerfi og stjórnmálakerfi en okkar spillta land.
Landsfundar flokkanna fara með æðsta vald þeirra. Stjórnarflokkarnir gáfu engin loforð þó einn stjórnmálamaður í öðrum þeirra hafi lofað upp í ermina á sér eða sagt eitthvað vitlaust. Flokkar og ríkisstjórnir verða ekkert að smala köttum eða stökkva ofan af þaki þó 1 eða 2 vilji það.
Elle_, 24.2.2014 kl. 11:00
Vil þó bæta við að Vilhjálmur er allavega heiðarlegur, hann kemur beint fram en ekki eins blekkjandi og lúmskt og svívirðilega og Össurarflokkurinn. Það átti líka að standa þarna Landsfundir.
Elle_, 24.2.2014 kl. 11:08
Úrvals já-arinn Vilhjálmur svara fjölmiðlum? Hvers vegna hann? Hlutlaus og meinlaus ríkisfjölmiðlun? Eða hvað?
Það ætti enginn þingmaður né ráðherra að fara eftir öðru en sannfæringu sinni og eigin stöðumati á hag heildarinnar. Og samkvæmt nýjustu staðreyndum og heimildum (sem reynast raunverulega sannar). Því miður vandfundnar.
Vilhjálmur Bjarnason FJÁRFESTIR, hefur aldrei leynt sinni afstöðu með já-ESB, frá því ég fór að fylgjast með honum. Hann sagði það sama bæði fyrir og eftir kosningar. Það er virðingarvert af honum. Hann var samt valinn á lista hjá S-flokknum, og kosinn á þing?
Það er ekki vandamál þingmanna, hvernig yfirstjórnir S-flokksins og annarra flokka, klúðra öllu í eigin svikavefsmyllu-skipulagi.
Það er þessi eilífi svikavefur allra flokka, sem er að tæra alla innviði samfélagsins, samkvæmt gömlu svikamyllu-uppskriftinni!
Ég hvet alla þingmenn til að nýta sér það meðfædda sjálfstæðis-skoðanafrelsi, að standa með sinni sannfæringu/mati, og greiða alltaf atkvæði samkvæmt sinni eigin hjartans sannfæringu. En ekki kjósa samkvæmt kúgana/hótana-pöntunum, eins og gert var á alþingi í Júní 2009.
Gleymum ekki hvernig þingmenn voru í áfalli þann Júní-dag 2009, yfir aðferðum sem notaðar voru til að þvinga fram viljalaust ,,JÁ", við aðlögunarferli að ESB. Og með ó-bindandi þjóðar-skoðanakönnun í lok aðlögunarferlis!
Þessir sömu kúgunarmeistarar heimta nú að þvingaðri vegferð verði haldið áfram?
Kúgunarmeistarar banka/lífeyrissjóða/stjórnsýslu-spillingar virðast ekki kunna þá siðmenningar-grundvallarreglu: FÁÐU JÁ.
Fórnarlömb valdaráns-ofbeldisins eru mörg og víða. Opinberir vestrænir fjölmiðlar eru aðal-gerendur í stjórnsýslu-ofbeldinu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2014 kl. 11:59
Mér finnst þeir sem hylla þetta afrek Vilhjálm gleyma því fyrir hverja hann var kosinn á þing. Hann var ekki kosinn þangað fyrir það að hann væri svona sniðugur eins og hann er. Hann var kosinn til trúnaðarstarfa fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Án flokksin hefði hann ekki farið á þing. Skuldar hann þá skyndilega flokknum ekki neitt? Þiggur hann núna bara vald sitt frá Guði?
Vilhjálmur hefur þá ekkert lengur við mig að tala né aðra Sjáflstæðismenn. Hann getur bara talað eftirleiðis við sjálfan sig. Og væntanlega þá kosið sjálfan sig í næstu kosningum? Ekki þarf hann okkur hin til þess.
Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 13:06
Vilhjálmur þiggur "vald" sitt frá kjósendum.
Ekki frá Valhöll, eða Hádegismóum.
Einar Karl, 24.2.2014 kl. 14:40
Halldór, ég skil þig alveg að gremjast. Hví komst hann inn og hví var hann kosinn? Og það sama mætti segja um nokkra enn, eins og Ragnheiði og Þorgerði og Þorstein.
En Einar Karl, hvaðan hafði Össur það vald að sækja um í Brussel? Ekki frá kjósendum VG, það mikið er víst.
Elle_, 24.2.2014 kl. 15:28
Það er eins og menn og konur gleymi því hvar við vorum stödd 2009. Við vorum með gjörsamlega handónýtan gjaldmiðil sem hvorki við sjálf né umheimurinn hafði nokkra einustu trú á, vorum rétt byrjuð að taka til eftir meiriháttar banka- og gjaldmiðilsáfall.
Mjög margir töldu að aðildarumsókn að ESB væri leið sem vert væri að kanna til hlýtar.
Þetta átti við Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn (sem hafði haft ESB-málið sem eitt af sínum aðalmálum um nokkurra ára skeið) og stóran hluta Sjálfstæðisflokks.
Nú eru liðin 5 ár, sumt er breytt, en margt er enn óunnið hér hjá okkur.
Mætti ég spyrja, Halldór Jónsson, hvað geymir þú mikið af þínu sparifé í erlendum gjaldeyri?
Einar Karl, 24.2.2014 kl. 16:00
Einar Karl !
Hvar hefur þú verið ? Hvað er breytt til hins betra síðan minnihlutastjórnin tók við 2009 ?
Mikið hefur verið rætt um að túlipaninn sem telur sig fá kosningu frá sjálfum sér en ekki fólkinu sem ég tel þó að hafi kosið hann, en hann ákvað væntamnlega vegna sannfæringar sinnar i stjórnmálum að stefna Sjálfstæðisflokksins félli að hans eigin. Þessi staðfasta stefna Sjálfstæðisflokksins hefur í nærri 40 ár nánast verið eins hvað varðar Efnahagsbandalags Evrópu/Evrópusambandið í landsfundarsamþykktum hans. Því er undarlegt að hann skyldi staðsetja sig í svo veigamiklu máli annars staðar en í Samfylkingu flugfreyjunnar, því þar fellur stefnan algerlega að hans eigin.
Minnt skal einu sinni á skýra skilgreiningu á því hver markar stefnu Sjálfstæðisflokksins og hefur æðsta vald í henni, en það er landsfundurinn, þess á milli flokksráðið og þess á milli þeirra tveggja miðstjórn. Engin þessara stofnana hefur breytt þessum stefnumálum í áratugi, þvert á móti haffa þessar stofnanir ítrekað þessa stefnu hver um sig og mstaðfest hinar fyrri.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 17:47
Aftur Einar Karl, hvaðan hafði Össur það vald að sækja um í Brussel? Ekki frá kjósendum VG. Og ekki frá ónýtum gjaldmiðli, gjaldmiðillinn kemur þessu ekkert við. Og ég sem var sammála þér um að stjórnmálamenn fengju vald sitt frá kjósendum.
Það vita allir sem vilja vita að þessi umsókn var ólögmæt og það er fáránleg krafa af þeim sömu og sóttu um (og líka neituðu okkur 2svar um þjóðaratkvæði í málinu) að fara fram á að núna höldum við þjóðaratkvæði fyrir þau. Það á bara að stoppa þessa þjóðarskömm, enda vill hvorki ríkisstjórnin né 69% þjóðarinnar þangað inn.
Elle_, 24.2.2014 kl. 19:04
Elle, þakk þér fyrir skynsamleg orð.Sömuleiðis Cacoethes lögmanni. Einar Karl skil ég ekki.
Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 21:49
Ekki myndi ég kjósa Vilhjálm Bjarnason fjárfesti. Hvorki fyrr né nú.
Það er víða pottur brotinn í samfélags-stjórnsýslunni. Og ræðustóll alþingis er nú notaður sem umræðupúlt í ágiskunardómstóls-afgreiðslu!
Semsagt: það er gefið skotleyfi á suma einstaklinga, í beinni útsendingu! Og gefið út af sumum, að það sé eðlilegt og siðmenntað stjórnsýslu-háttarlag.
Þetta getur ekki kallast annað en ómerkileg skríls-skömm, og ólöglegir einræðistilburðir SA-ESB-embættisböðla. ASÍ er svo fyrirgefið, að vera horfið af yfirborði eyjunnar ESB-herteknu!
Þetta er valdaníðslu-stríð spilltra ofurstofnana! Viðbjóðslegt!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2014 kl. 14:22
En kemur það nokkru við hvort maður er fjárfestir eða ekki? Það er varla glæpur eða viðbjóðslegt að vera fjárfestir.
Elle_, 26.2.2014 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.