Leita í fréttum mbl.is

Platitík?

gæti verið afbrigði af pólitík.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vakti fyrst athygli mína á því að slíkt afbrigði gæti verið til.  Hún tilkynnti eitt sinn í ríkisútvarpinu að Borgarsjóður væri nú rekinn með afgangi eftir óstjórn íhaldsins. Eitthvað seinna kom á daginn að það var einhver níuhundruðmilljóna halli á Borgarsjóði. Þá spurði RÚV(ætli það myndi gerast núna?) Ingibjörgu um þetta atriði og þá sagði hún einfaldlega: "Það var undirliggjandi halli" Nú sagði fréttamaðurðurinn eitthvað í þá veru að hún hefi talað um hallalausan rekstur. Þá sagði Ingibjörg Sólrún orð sem mér líða ekki úr minni: "Það var þá" Og svo kom innsogið EEeeeeeeeeeen Sjálfstæðisflokkurinn.......

Þar endaði  viðtalið og ekki var spurt meira af fréttamanninum. Pólitík? Platitík?

Ragna Árnadóttir  hefur gegnt miklu hlutverki fyrir Samfylkinguna á undanförnum árum. Hún var dómsmálaráðherra utanþings um tíma. og ekki sett mikið útá það. Nú var hún sett yfir nefnd sem er skipuð alvöru fólki til að finna flugvallarstæði innan Borgarlandsins. Áður en henn gafst tími til að kynna niðurstöður leitarinnar, sem hefur víst áður verið gerð með misjöfnum árangri, þá getur leiðtoginn Dagur B. ekki beðið lengur með að hefja byggingar á flugvellinum þar sem kosningar eru framundan. Hann boðar stórbyggingar Valsmanna á braut 06/24.  Pólitík eða platitík? 

Einhverjir nefndarmenn hefðu getað móðgast við þessa afgreiðslu. Standa uppi sem nytsamir sakleysingjar og kratísk brúksáhöld. En ekki Ragna blessunin. Hún má bara fara með versið "ours is just to do or die, ours is not to reason why" eins og allir fótgönguliðar vita.

Gæti maður ekki hugsað til Hamlets Danaprinss? Pólitík eða platitík? það er spurningin.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt Halldór,  það er ærin ástæða til að skoða slóð Ingibjargar þeirrar er lagði grunninn að fyrrverandi ríkisstjórn og var þó áður búin að vinna mörg skemmdarverk og sum mjög dýr.

 Já platík gæti það verið sem hann Árni Páll var að framkvæma á ÍNN. Hann gæti klárlega fengið stöðu sem galari á kassa hjá hvaða öfgatrúarflokki sem er.    

Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2014 kl. 23:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Hrólfur

Í mínum huga er Ingibjörg Sólrún einn ósvífnasti stjórnmálamaður sem við höfum átt. Hvernig hún gat farið með staðlausa stafi og svo bara gargað á þann sem reyndi að andmála. Hvernig hún bara gargaði Ingu Jónu niður í um ræðum þeirra með þvílíkum dónaskap líður manni ekki úr minni. Og hún komst upp með ósvífnina vegna ræfildóms og hlutdrægni fréttamanna. Og hann Árni Páll fetar í fótsporin og hefur margoft sýnt af sér samkonar dónaskap í um ræðum. Og ósvífnina hefur hann næga eins og þegar hann segir að það sé algerlega ósambærilegt að hann hafi ekki boðið upp á þjóðaratkvæði þegar hann sóttu um aðild að ESB en núna verði að hafa þjóðaratkvæði um áframhald pakkakíkingar. Þetta finnst honum vera rétt virkilega.

Halldór Jónsson, 9.3.2014 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband