Leita í fréttum mbl.is

Hælisleitandi

biður um samúð og landvist í Fréttablaðinu.

Þar segir:

"Þetta er allt í lagi, við höfum það ágætt en samt ekki. Við erum hér núna en vitum ekkert hvað verður á morgun. Við erum í sömu stöðu og áður þannig séð." segir Christian Kwaku Boadi, 35 ára Ganabúi, sem sótti hér um hæli við komuna til landsins fyrir réttu ári.

 Hann var búsettur í Reykjanesbæ, líkt og aðrir hælisleitendur sem komu hingað til lands, allt þar til í janúarmánuði þegar hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt þremur öðrum hælisleitendum í íbúð í austurborginni. Þessi vistaskipti voru í tengslum við samning milli Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins, sem gekk í gildi um áramót, um að borgin myndi þjónusta um fimmtíu hælisleitendur.

 

Christian segist hafa lent í vandræðum í föðurlandi sínu og þess vegna hafi hann, árið 2007, yfirgefið föðurland sitt.

 

"Ég fór til Ítalíu þar sem ég fékk dvalar- og atvinnuleyfi og hóf nám." Eftir að náminu lauk gekk honum ekkert að finna sér vinnu og gat því ekki séð sér farboða. "Þess vegna ákvað ég að koma hingað til Íslands til að leita hælis og ég vil alls ekki fara aftur til Ítalíu."Christian er sáttur við flutningana í borgina, eins langt og það nær, enda er meira við að vera í borginni.

 

"Við getum rölt um, farið á söfn og fleira og verið innan um fólk," segir hann og bætir við aðspurður að það sé ólíkt auðveldara að falla inn í fólksfjöldann í borginni heldur en í Reykjanesbæ. "Í Keflavík var oft horft einkennilega á okkur þegar við vorum úti í bæ, en hér í borginni er það síður þannig. Fólk er almennt ekkert að gefa sér hvað maður er að gera hér á landi eða hvernig maður kom hingað."

 

Christian segir að biðin sé erfið. "Þeir segja að mál mitt heyri undir Dyflinnarreglugerðina og þess vegna sé ekki hægt að samþykkja umsóknina mína, en nú er þetta komið fyrir innanríkisráðherra og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. Þó ég hafi það ágætt þannig séð og fái hér mat og húsaskjól, er þetta erfitt. Ég er manneskja og það er erfitt að sitja hér og hafa lítið fyrir stafni, á meðan ég hugsa til dætra minna tveggja heima í Gana."

Mikil gersimi er þessi maður og guðsgjöf  fyrir íslensku þjóðina? Finnst okkur gaman að hafa iðjulausa hælisleitendur á rölti um borgina? Vandræði í heimalandinu valda því að hann flýr föðurland sitt og skilur eftir dætur sínar umkomulausar.Hvaða vandræði eru þetta í réttarríkinu Ghana?  Af hverju fer hann ekki heim eins og maður og fer að vinna fyrir dætrum sínum í stað þess að væla hérna?

 Á hann að ráða því hvort hann fer aftur þangað sem hann kom? Verðum við að borga honum stórfé fyrir að fara ekki þangað?

Ætlaði  ekki innanríkisráðherran að fara að gera eitthvað í hraðafgreiðslu þessara hælisleitendamála?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband