Leita í fréttum mbl.is

Úr öskunni í eldinn

værum við að fara hvað varðar landbúnaðarstyrki ef Íslendingar myndu innlima sig  í Evrópusambandið.

ESB er eins og orkuhungruð  kona sem giftist til fjár  með því að innlima Ísland. Ísland er svo miklu ríkara en kvonfangið. Þangað yrðum við að greiða 15 milljarða árlega. Það fé notar Brusselfólkið til að greiða niður landbúnað í Evrópusambandinu. Hugsanlega fengjum við eitthvað smávegis til baka en hvergi nærri annað eins. Vinstri elítan hamast gegn íslenskum landbúnaði sem kostar okkur 7 milljarða í framlög á ári.  Þessi útgjöld myndu aukast gríðarlega  þegar innflutningur á niðurgreiddri landbúnaðarvöru frá ESB myndi hefjast. Þó að gamla Baugsveldið hafi núna mestar áhyggjur af því um þessar mundir að Íslendingar fái ekki nægan Buffalo-ost að éta, þá er það ekki mikilvægt í mínum huga. Útgjöld Íslendinga vegna landbúnaðar þó ærin séu myndu samt stóraukast við innlimunina í ESB og fara yfir 20 milljarða.

Við höfum nú séð frá fyrstu hendi hvernig makrílsamvinnan við ESB gengur. Skyldum við hafa meira um landbúnaðarsamninga að segja heldur en varð í makrílnum?  Hvað segir Össur og Árni Páll um það?

Fer ekki bara hallelújaliðið okkar og ESB 4 % kórinn í framstæðisflokknum  úr öskunni í eldinn hvað varðar verð á búvöru ef þeir fengju sínu framgengt með ESB inngönguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

ég fer nú bráðum að fara fram á að cand.is titillinn verði tekinn af þér. Þetta er ekki sá gamli góði Halldór Jónsson sem ég þekkti hér áður fyrr. Þú ert farinn að tala og skrifa eins og argasti framsóknarmaður og nóg var nú af þeim fyrir í sjálfstæðisflokknum

Kristmann Magnússon, 14.3.2014 kl. 19:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Leggðu heldur til að ég verði hækkaður í Dr.Ís fyrir vasklega farmgöngu í því að reyna að leiðbeina þroskaheftum rauðgrænum Samfósum og verslunarmafíósum að skilja hvað ESB er í raun og veru.

Framstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn smahentur og einbeittur í að stjórna þessu landi.

Halldór Jónsson, 14.3.2014 kl. 22:08

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er husanavilla í þessu. Það smáræði sem Ísland mun greiða til sameiginlegra sjóða ESB við aðild að Sambandinu - þú hugsar það ekkert sem: ,,hvað fæ ég til baka í landbúnaðarstyrki". Kolröng nálgun.

Þú átt hugsa þetta bara sem almennan skerf í sameiginlega sjóði ESB - og hagnaðurinn er marg, marg, margfaldur á óbeinann hátt. Betri stöðu markaðslega, aðild og aðkoma að ákvörðunum, hagsmunagæsla um Íslands mikilvægustu mál og almennings alls.

Það að ESB styrki síðan landbúnað sem íslenskir bændur munu njóta góðs af - það er bara einn plúsinn en kemur greiðslum í sameiginlega sjóði ekkert við.

Þetta er í raun einn gallinn við andsinna. þeir hugsa svo mikið þröngt og innan gaddavírs.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2014 kl. 00:33

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Ég skil ekki kröfur stjórnsýslu-spillingarinnar, til landbúnaðar á Íslandi, og hef aldrei skilið þau viðskiptasvik.

ESB er svo einungis miðstýringarkerfi, sem yrði án nokkurs vafa misnotað og brenglað á Íslandi, vegna innri rótgróinnar og gamallar stjórnsýsluspillingar einokunarkaupmanna-milliliðanna.

Þegar samtök atvinnulífsins gala svo eins og hávaðasamar og heilalausar hænur, hátt og órökstutt, um spillingu í landbúnaðarkerfinu, þá gleyma þau sömu hænsna-samtök að rýna í einokunar-valdníðslu innan einræðis-samkeppni-svikanna, innan víðra spillingarveggja Haga og sláturfélaganna!

Það er stórkostlegur vanræksluglæpur af samkeppniseftirlitinu, að horfa gjörsamlega framhjá öllum samkeppni-svikunum hjá Högum og sláturfélögunum.

Samkeppni-eftirlitið sér ekkert athugavert við það að bændur fá ekki hindrunarlausa viðurkenningu til að selja sína vöru milliliðalaust frá býli? Þeim hjá sláturfélögunum og Högum vantar nefnilega milliliða-gróðann, sem þeir segja svo að sé tilkominn vegna græðgi launalsvikinna og ríkisstyrktra bænda?

Þetta landbúnaðar-rugl hans Þórólfs Mattíassonar, bóndabullara-durgsins í Háskóla Íslands, er að sjálfsögðu álíka barnalegt áróðurshjal, eins og fiskveiðiráðgjöf kvóta-heimsveldis-háskóla-ráðgjafanna ó-jarðtengdu.

Semsagt: keisararnir háskóluðu og klæðalausu, á öllum sviðum, eru hlægilegir galgopar!

Þessir háskólakeyptu áróðurdrengir landbúnaðar/sjávarútvegs, þurfa nú aðeins að fara að hugsa um, á hvaða virkilegu veraldarbraut þeir eru í raun staddir.

Næstum 100% af aðildarfjármagni ESB-ríkjanna fara í landbúnaðarstyrki!

Þetta ætti að vekja áhangendur Þórólfs-háskóla-landbúnaðar-bóndadurgs-vitringsins, og sæbjúgu-setuliði sjáfarútveg-ráðgjafaruglaranna möppudýrðarlegu, til alvarlegrar umhugsunar!

Rétt skal vera rétt, sama um hvað er fjallað, til sjávar og sveita!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2014 kl. 00:55

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Já ég mæli með Halldór Jónsson dr.ing.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.3.2014 kl. 03:39

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Anna Sigríður.

Ég legg til að þú sleppir sumum lýsingarorðunum hástemmdu og gildishlöðnu umbreytingu manna í hænsn og önnur dýr. Það verða meiri líkur á að fleir lesa það sem þú hefur fram að færa.

Ég tek undir með þér að þeir bændur sem hafa fullt leyfi yfirvalda til slátrunar og allan aðbúnað og annað í lagi fái að selja til hvers þess sem þeim sýnist að eiga viðskipti við.

Hrammur ríkisafskipta hefur gert blessaða bændurna okkar að ölmusumönnum eins og útgerðirnar voru á sínum tíma. Þegar kvótakerfið var tekið upp þá gerðist það að þeir sem ekki ráku hagkvæmar veiðar gátu selt veiðiheimildir sæinar þeim sem höfðu til þess aðstöðu og snúið sér að verkum sem gáfu þeim betri laun- eða laun yfirleitt. Sömuleiðis gerðist það að skattgreiðendur hættu að greiða niður útgerðarkostnað þeirra sem réru til fiskjar - það var engin kæti meðal skattgreiðenda við það áður en kvótakerfið kom til.

Sama á við lanbúnaðinn. Það þarf að losa krumlur ríkis og milliliða afæta þeirra af því kerfi og gera bændur sjálfstæða og hvetja til hagræðingar í leiðinni. Til hvers er endalaust verið að greiða niður með fjármunum skattgreiðenda með lambalærinu þannig að um leið og það er keypt hjá kaupmanninum þá er er tekið úr hinum vasanum í gegn um skattkerfið fyrir restinni og það þó þú sért grænmetisæta þá greiðir hún niður lærið hjá þeim sem það kaupa með skattgreiðslum sinum ! Það sem verra er eins og mér virðist þú vera sammála mér um að þeir fjármunir virðast ekki skila sér í betri launum bænda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.3.2014 kl. 03:53

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar Bjarki Krisyjánsson

Mikið lifandis skelfing er ég ósammála þér og þeirri hugsun sem fram kemur í þínu skrifi. Óbrúanlegur ágreiningur að mínu mati.

Prédikari, takk fyrir vinsemdina, Og takk fyrir það sem þú skrifar bæði til Önnu Sigríðar og um málefnið sjálft.

Ég dáist að kúabændum og þeirra starfi. Að yrkja jörðina til framleiðslu er dásamlegt. Ég fyrirlít hjarðmennskuna sem birtist í því að beita rollum á örfoka lönd sem tilheyra þjóðinni. Þetta eru ekki göfugir bændur heldur ribbaldar. Sauðfjarrækt á að lúta sömu lögmálum og annar búskapur, vera á eigin löndum afgirtur og því á ágangs við aðra.

Halldór Jónsson, 15.3.2014 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband