Leita í fréttum mbl.is

Slítum strax

aðildarviðræðunum og hættum því að láta Samfylkinguna eiga sviðið dag eftir dag. Það eru sveitarstjórnarkosningar eftir 2 mánuði og við getum ekki látið þá komast upp með að halda athyglinni svona áfram.

Slítum strax formlega og hættum þessu kjaftæði. Svörum þeim ekki frekar. Gerum það sem við vorum kosnir til.

Slítum strax. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Mikið er é þér sammála

Jón Sveinsson, 16.3.2014 kl. 15:21

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr. Það sannarlega komið nóg af þessu. Þegar þetta er farið þá hefur einsmálsfullveldisafsalsfylkingin ekkert eftir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2014 kl. 15:40

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek heilshugar undir með þér Halldór. Stjórnarandstaðan tekur ekki rökum og því til einskis að tala við hana.

Ef gefið verður eftir nú, er ljóst að ríkisstjórnin hefur tapað að fullu allri getu til að taka á vandamálum sem upp koma og algerlega máttlaus við  þá vinnu sem fyrir liggur í því að snúa skútunni á réttan kúrs, eftir að vinstriflokkarnir létu reka á reiðanum í fjögur ár.

Ef gefið verður eftir núna sér stjórnarandstaðan að eina sem hún þarf að gera til að stöðva gerðir ríkisstjórnarinnar, er að kalla nokkra einstaklinga á Austurvöll. Ruv sér svo um framhaldið.

Því á ríkisstjórnin að segja við stjórnarandstöðuna að hún geti talað sig í hel vegna þessa máls, en um leið og hún þagnar muni ríkisstjórnin afgreiða málið frá Alþingi. Að ekkert verði gefið eftir, þó þingsköp haldi.

Þetta gerði síðasta ríkisstjórn trekk í trekk. Ætla þeir félagar Sigmundur og Bjarni að láta það komast í sögubækur framtíðar að þeir hafi verið meiri gungur en Jóhanna og Steingrímur?!! 

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2014 kl. 15:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðu herrar, ég held að Gunnar taki þetta rétt. Þeir mega ekki loose face núna. Áfram með málið og keyrum það í gegn,

Halldór Jónsson, 16.3.2014 kl. 16:04

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála, skil ekki þetta andskotans gauf.

Réttur Samfylkingarinnar er engin í þessu máli.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.3.2014 kl. 18:51

6 Smámynd: Einar Karl

En þessir 51.232 sem hafa skrifað undir áskorun til Alþingis, ekki er það líka bara "stjórnarandstaða" ?

Væri það veikleikamerki að hlusta á þær raddir??

Ég held miklu frekar það væri merki um skilning á HLUTVERKI kjörinna fulltrúa - sem eru starfsmenn þjóðarinnar, en ekki starfsmenn Landsfundar Sjálfstæðisflokksins eða Valhallar.

Einar Karl, 16.3.2014 kl. 19:11

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl.

Þú veist það jafn vel og við hinir að þessi tala er áþekk kjörfylgi tveggja stjórnarandstöðuflokkanna, einsmálsfullveldisafsalsfylkingunni og gömlu kommaflokki jarðfræðinemans.

Þarna hafa vissulega slæðst með nytsamir sakleysingjar úr stjórnarflokkunum sem trúa lygamöntru ríkisstjórnar flugfreyjunnar og jarðfræðinemans um allar þessar dásamlegu klæðskerasaumuðu sérlausnir sem yrðu settar í fastar undanþágur fyrir Ísland ! Þá hafa vafalaust hluti þessara 3% kjósenda framsóknarmanna sem fylgja ESB og hluti þeirra 4% kjósenda sjálfstæðismanna einnig skrifað undir.

Allir sem kunna að lesa og hlusta á erlend tungumál eins og ensku þeir vita eftir þessa 5 ára eyðimerkurgöngu sem er búin að kosta skattgreiðendur íslenska á fjórða milljarð hafa ekki áhuga á frekari skattáþján þessarar ólánsríkisstjórnar sem ríkti hér í quadrennium horribilis. Mál er að linni !

Umsóknina í ruslatunnuna hið snarasta !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2014 kl. 19:42

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gleymið því ekki að 96.627 kjósenda sendi Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn til þess að taka til baka þessa ólögmætu umsókn þokkahjúanna úr ríkisstjórn quadrennium horribilis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2014 kl. 19:45

9 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ef hér leyfist að vitna í Sir Winston Churchill, tel ég þetta hæfa tilefninu:

"You have enemies? Good. That means you’ve stood up for something, sometime in your life."

Þorkell Guðnason, 16.3.2014 kl. 22:31

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Aðferðir "já kjósum" til að fá fólk til að skrifa undir eru þannig unnar að þetta er meira og minna blekkingarleikur og lýðskrum.

Ég var í Kringlunni í gær og þar voru þeir frá "Athygli" auglýsingastofunni sem áróðurs- og útbreiðsludeild ESB í Brussel dælir hundruðum milljóna í til að útbreiða fagnaðarerindið. Þeir undu sér að mér og vildu fá mig til að skrifa undir eins og ekkert væri sjálfssagðara. "Villtu ekki bara fá að kjósa" Málið var kynnt þannig að ég hlyti að vera með þjóðaratkvæaðgreiðslum. Hverjir eru beinlínis á móti þjóðaratkvæðagreisðlum ! Þessi áróður er yfirgengilegt lýðskrum !

Gunnlaugur I., 16.3.2014 kl. 22:32

11 Smámynd: Einar Karl

"Hverjir eru beinlínis á móti þjóðaratkvæðagreiðslum !"

Góð spurning!!

Hverjir í ósköpunum eru það?? Moggabloggkórinn heyrist mér, og þú lika Gunnlaugur I. !

Einar Karl, 16.3.2014 kl. 22:36

12 Smámynd: Bjarni Jons

Skítt með það þó að allar skoðanakannanir sýni að meirihluti þjóðarinnar, þessi sem ríkisstjórnin er að vinna fyrir - vill kjósa um þetta.

Sérkennilegur hugsunarháttur

Bjarni Jons, 16.3.2014 kl. 23:48

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar Karl

"En þessir 51.232 sem hafa skrifað undir áskorun til Alþingis, ekki er það líka bara "stjórnarandstaða" ?

Væri það veikleikamerki að hlusta á þær raddir??"

Þetta er einfaldlega minnihlutinn sem varð undir í síðustu kosningum. Þið getið svo bara byrjað aftur ef þið vinnið næstu kosningar. Þetta er svona lýð'ræði í hnotskurn þar sem Alþingi Austurvallarindjána og Götunnar er í minnihluta.

Halldór Jónsson, 16.3.2014 kl. 23:48

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar og Bjarni.

Skynsamt fólk sem kann að lesa enslu og heyrir án þess að þurfa táknmálstúlk það veit að það er ekkert meiri „pakki“ að kíkja í eftir 2 ár fekar en fyrir 5 árum !

Sjálfur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flugfreyjunnar og jarðfræðinemans, Jón Bjarnason, hefur skrifað það og upplýst í bloggfærslum sínum að hann hafi lagt fram samningsmarkmið Íslands fyrir aðlögunarnefndina, en hann bar sem sjávarútvegsráðherra ábyrgð á að setja fram kröfur Íslands í samræmi við ályktun Alþingis um hvað þær skyldu fjalla.

Það gerði hann eins og hann hefur greint alþjóð frá og voru viðbrögð ESB þau, sem von var, að það yrði fyrirfram að vera yfirlýst af Íslands hálfu að það ætlaði að gangast undir stefnu ESB. í þessum efnum - fyrr yrði sá kafli ekki opnaður af þeirra hálfu.

Þið eruð sennilega í hópi þeirra sem sönglar gömlu lygamöntruna sem ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans greypti inn í stóran hluta þjóðarinnar að við munum fá varanlegar undanþágur og full yfirráð yfir eigin fiskveiðimálum ? Þannig er það ekki.

Þið trúið möntrunni frekar virðist vera en orðum ESB sem er ekkert að fela það eins og fyrri ríkisstjórn fyrir hvað þeir standa og tíunda kröfur sínar og reglur á heimasíðu sinni.

Þið trúið heldur ekki ráðherraráði ESB sem sendi frá sér áklyktun í desember 2012 þar sem það ítrekaði að Ísland yrði að gangast undir fiskveiðistefnu og laga- og regluverk ESB. án undanþága.

Þið trúið ekki stækkunarsjora ESB. þegar hann leiðrétti möntruna ykkar á dr. Össuri á fjölþjóðlegum blaðamannafundi og sagði honum að það yrði ekki um neinar varanlegar undanþágur að ræða ?

En þið virðist ekki heldur trúa því eftir 5 ár loksins þegar dr. Össur sneri óvænt við blaðinu í fáeina daga og sagði í þingræðu að engar undanþágur fengjust frá fiskveiðistefnu ESB. ?

Þið trúið einungis þráhyggjunni sem felst í lygamöntrunni um allar dásamlegu varanlegu undanþágurnar - sem eru alls ekkert í boði !

Það munu vera til lyf og læknismeðferð til að losna út úr svona þráhyggju, hafi menn áhuga á sannleikanum.

Hann geta þeir lesið út um allt á heimasíðu ESB auk yfirlýsinga æðstu manna ESB í alls kyns fjölmiðlum viða um heim.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2014 kl. 00:29

15 Smámynd: Baldinn

Það er bara ein ástæða fyrir því að Nei sinnar vilja ekki klára þennan samning og hann er að þeir eru skít hræddir við að við fáum það góðan samning út úr viðræðunum að þjóðin mundi segja Já við útkomunni.  Þá segir sami hópur eflaust að það sé um ekkert að semja " bara aðlögun".  Ef það er málið að þá er lang sniðugast að klára þetta bara í hvelli og svo verður samningurinn bara felldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu.   Það er enginn á Íslandi að fara að greiða atkvæði með samning sem ekki gerir ráð fyrir sér lausnum fyrir okkur.

Viljum við virkilega halda þessu þrasi áfram næstu árin.

Það er nóg að lesa yfir kommentin hér að ofan til að skilja af hverju stór hluti þjóðarinnar vill klára þessar viðræður og afgreiða málið svo í þjóðaratkvæðisgreiðslu.  Þjóðin trúir ekki stjórnmálamönnum og ekki heldur þeim sem hæst láta í Já og nei liðinu.

Baldinn, 17.3.2014 kl. 09:50

16 Smámynd: Baldinn

Halldór.  Ert þú ekki einn af þeim sem vildir Þjóðaratkvæði um Icesafe og ert því eins og margir aðrir komin í hring.  Svo ert þú eins og margir skoðanabræður þínir orðin sérfræðingur í að túlka fyrir okkur hin hvernig á að lesa út úr kosninga tölum og túlka skoðunarkannanir.

Stuðmenn áttu gott lag hér um árið  " Bara ef það hentar mér"

Baldinn, 17.3.2014 kl. 09:58

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldinn !

Þú ert sennilega í hópi þeirra sem sönglar gömlu lygamöntruna sem ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans greypti inn í stóran hluta þjóðarinnar að við munum fá varanlegar undanþágur og full yfirráð yfir eigin fiskveiðimálum ? Þannig er það ekki.

Þú trúir möntrunni frekar virðist vera en orðum ESB sem er ekkert að fela það eins og fyrri ríkisstjórn fyrir hvað þeir standa og tíunda kröfur sínar og reglur á heimasíðu sinni. Hér eru 2 einfaldar útgáfur á aðlöggunarferli umsóknarríkja sem ætluð eru 10börnum að skilja sem vilja gera ritgerð í skólanum :

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna um hvaða reglur gilda í aððlögunarferlinu :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að neðan.

.

.

Þú trúir ekki einu sinni sjávarútvegd-og landbúnaðarráðherranum sem lagði fram markmið Íslands fyrir aðlögunarnefndina og fékk svör ESB í andlitið :

.

„Íslendingar höfðu lagt fram sína vinnu í sjávarútvegsmálum og kröfurnar lágu fyrir í þeim efnum. ESB lagði ekkert fram annað, en kröfuna um að Ísland samþykkti forræði ESB yfir fiskimiðunum“

.

.

Þú trúir heldur ekki ráðherraráði ESB sem sendi frá sér áklyktun í desember 2012 þar sem það ítrekaði að Ísland yrði að gangast undir fiskveiðistefnu og laga- og regluverk ESB. án undanþága - hér er tilkynnig ráðherraráðsins :

.

.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/

.

Þú trúir ekki stækkunarsjora ESB. þegar hann leiðrétti möntruna ykkar á dr. Össuri á fjölþjóðlegum blaðamannafundi og sagði honum að það yrði ekki um neinar varanlegar undanþágur að ræða ? Hér er það í upptöku (rúmlega 1 mínúta) :

.

.

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

.

Þarna sagði Füle :

„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

.

.

Þú virðist ekki heldur trúa því sem dr. Össur sagði í þingræðu að engar undanþágur fengjust frá fiskveiðistefnu ESB. ?

Þetta sagði dr. Össur í þingræðu um Evrópusambandsumsókn 2009. 137. lögjafaþingi 8. umræðu :

.

"Varðandi þá umræðu sem farið hefur fram um sjávarútveg vil ég segja að ég er sammála formanni Sjálfstæðisflokksins, formanni Framsóknarflokksins og hæstvirtum fjármálaráðherra um að við munum ekki fá neinar varanlegar undanþágur frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni."

.

.

Þú trúir einungis þráhyggjunni sem felst í lygamöntrunni um allar dásamlegu varanlegu undanþágurnar - sem eru alls ekkert í boði !

Það munu vera til lyf og læknismeðferð til að losna út úr svona þráhyggju, hafi menn áhuga á sannleikanum.

Hann geta þeir lesið út um allt á heimasíðu ESB auk yfirlýsinga æðstu manna ESB í alls kyns fjölmiðlum viða um heim.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2014 kl. 11:08

18 Smámynd: Baldinn

Predikari.  þÚ dettur í sama farið og aðrir og ert farinn að gefa þér hitt og þetta og gera mér upp skoðanir.  Ég er enginn ESB sinni.  Ég vil klára viðræður því annað er fáránlegt.  Ég vildi bara benda á að örugglega er best fyrir báða hópa að klára málið.

Nú vil ég spyrja þig.  Við hvað ert þú hræddur ?.   Ef þetta er rétt sem þú skrifar að þá verður samningur felldur með mikklum mun og þá eru komin úslit.

Í staðinn vilt þú slíta þessu núna og leggja vopnin í hendur Já manna. 

Síðan ert þú farinn að mæla með lifum fyrir mig.

Það eina sem þú hefur gert er að halda þessari umræðu á lágu plani með þessu svari sem þó átti örugglega að vera gáfulegt.

Baldinn, 17.3.2014 kl. 11:40

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldinn.

þú ert læs er það ekki ?

Ef svo er þá spyr ég, ertu reiðubúinn að eyða skattfé náunga þíns upp á kannski 10-14.000.000.000 ? En fram að þessu hafa aðlögunarviðræðurnar kostað langleiðina í 4 milljarða og það var um stutta og einfalda kafla sem er ekki einhver ágreiningur um og eru um fjórðungur kaflanna. Erfiðu kaflarnir eftir.

En er það svo ? ESB lítur ekki þannig á það að um erfiða kafla sé að ræða og það ættir þú sem, vonandi, skynsamur og læs maður ættir að vera búinn að lesa og læra síðasta korterið á að lesa örstuttar setningar sem ESB gefur út og ég færði þér á silfurfati áðan á máli sem 10 ára barn í grunnskóla á að geta skilið.

Sama er með ályktun ráðheraráðs ESB sem ég benti þér á og ráðið var að segja okkur að við verðum að taka upp ESB reglur í fiskveiðimálum og sama var búið að segja sjávarútvegsráðherra af ESB þegar samningsmarkmið Íslands voru lögð fyrir nefndina eins og ég greindi þér frá einnig. Sama sagði stækkunarstjóri ESB við dr. Össur og það er á myndbandi.

Hvað af þessu skilur þú ekki ?

Það er kristaltært að við fáum ekki undanþágur nema í einstaka málum gætum við fengið einhverja manuði, 2-3-5 ár kannski í aðlögun en endirinn er alltaf sá sami innan skamms :

við erum skyldug að taka allt laga- og regluverk ESB óbreytt yfir.

Til hvers að eyða tíma og fjármunum náungans í þessa vitleysu ? Vitað er að um áratugi hefur þessi þjóð ekki viljað ganga inn í ESB.

Því eru menn að berja höfðinu við steininn ?

P.S. :

Ég er tilbúinn í það að leyfa ykkur sem viljið klára aðlögunarviðræðurnar að gera svo, en þið skrifið þá undir samning við Fjársýsluna að allur - já ALLUR sá kostnaður sem fellur til vegna þess verði einungis greiddur af þeim sem vilja halda fram viðræðunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2014 kl. 12:14

20 Smámynd: Baldinn

Predikari.  Líklega nafn sem passar þér.  Þú ert en að gera mér upp hluti og skilning.  Þetta er líka örugglega allt mjög gáfulegt sem þú ritar hér að ofan.  Það breytir bara ekki að nálægt 70% þjóðarinnar vill klára málið og kjósa svo um þann samning sem lagður verður fram.  Ég er einn af þeim og þú ert einn af þeim sem vilja slíta viðræðum.  Einhvern tíman og á einhvern hátt verðum við að mætast og klára málið.  Að slíta viðræðum er ekki að klára málið því þá verður enn rifist um málið sem aldrei fyrr. 

Baldinn, 17.3.2014 kl. 13:45

21 Smámynd: Elle_

Baldinn, hvaða samning ertu eiginlega að tala um?  Þú hlýtur að vera læs, en miðað við það sem þú skrifar, hefurðu ekkert lesið í sl. 5 ár um þetta mál.  Það voru engar samningaviðræður í gangi, málið var um yfirtöku Brussel yfir Íslandi, fulllveldisframsal, hvorki meira né minna.  Það á að slíta þessu fokdýra samfylkingarbrölti og hættið að ljúga.

Elle_, 17.3.2014 kl. 15:19

22 Smámynd: Elle_

Og svo er ekki hægt að klára þetta mál, eins og þið svo ranglega orðið það, þar sem alþingi og stjórnarskrá Íslands banna það.

Elle_, 17.3.2014 kl. 15:22

23 Smámynd: Einar Karl

Jafnvel þó svo Predikarinn, Elle, Halldór Jónsson, Gunnlaugur I, og fleiri moggabloggkórlúðrar hafi rétt fyrir sér, þá breytir það því ekki að það væri einfalt mál að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.

Ef þetta er svona augljóst mál alltsaman eins og þau segja, þá hlýtur meirihluti þjóðarinnar að taka undir þeirra boðskap og fella málið í þjóðaratkvæði.

Samt óttast þetta fólk þjóðaratkvæðagreiðslu. En segist hafa viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um nákvæmlega sama mál árið 2009.

Mér finnst bloggkórinn ekki samkvæmur sjálfum sér - honum finnst þjóðaratkvæðagreiðslur fyrirtak, (um ESB 2009) og um Icesave - en ekki NÚNA, þegar valdhafar eru sammála kórnum!

Ég spyr óttist þið lýðræðið???

Einar Karl, 17.3.2014 kl. 15:27

24 Smámynd: Elle_

Einar Karl, sem snýrð út úr öllu.  Við óttumst ekki, ótti kemur málinu ekkert við nema í ykkar höfðum.  Við viljum ekki eyða peningum og dýrmætum tíma lengur í þetta samfylkingarrugl ykkar, 4 milljarðar er yfirdrifið nóg. 

Í 100 sinn: Við vorum ekki spurð í júlí 09, vegna þess að þið óttuðust lýðræðið og þessvegna á að stoppa það.   Við hvað voruð þið hrædd, skíthrædd?

Elle_, 17.3.2014 kl. 15:37

25 Smámynd: Baldinn

Elle - Ekki verður umræðan málefnalegri við þetta.  Nú er ég ólæs og samfylkingaruglari og áðan var mælt með lyfjagjöf fyrir mig.  Ég hef þó ekki sagt eitt einasta orð um ESB, hvorki galla né kosti.

Hverslags umræða er þetta orðin.  Ég allavega nenni ekki að taka þátt í svona umræðu.

Baldinn, 17.3.2014 kl. 15:58

26 Smámynd: Elle_

Lestu aftur það sem ég skrifaði: Þú hlýtur að vera læs, en miðað við það sem þú skrifar, hefurðu ekkert lesið í sl. 5 ár um þetta mál. - - - Og orðið samfylkingarruglari notaði ég ekki, samfylkingarrugl var orðið og það skal það heita.  Og ég sem hélt þú værir læs.  Svo dytti mér aldrei í hug að minnast á lyf í þessu sambandi. 

Þið eruð ómálefnlegir, það verður ekki af ykkur haft, og ómálefnalegri verðið þið varla en vitleysan sem þú skrifaðir endutekið að ofan.  Þið staglist á hræðslu og ótta.  Þið staglist á að klára mál sem er ekki hægt að klára þar sem alþingi og stjórnarskráin banna það.  Þið staglist á samingum sem voru ekki.

Elle_, 17.3.2014 kl. 16:07

27 Smámynd: Einar Karl

Ég barðist ekkert á móti þjóðaratkvæðagreiðslu 2009 og tjáði mig held ég ekkert um það mál, svo ekkert vera að klína því á mig að ekki skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þá.

Ef fleiri hefðu látið í sér heyra þá og beðið um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er aldrei að vita nema hún hefði verið boðuð. Ekki veit ég. En það voru engir 52.000 landsmenn þá sem skoruðu á stjórnvöld að efna til þjóðaratkvæðis. Ég veit ekki af hverju. Kannski voru flestir ágætlega sáttir við að leggja út í þennan leiðangur?

En það þýðir lítið að ræða endalaust um hvað HEFÐI átt að gera 2009. Nú er árið 2014 og við erum að ræða um NÚTÍÐ og FRAMTÍÐ. Ekki fortíð.

Einar Karl, 17.3.2014 kl. 16:10

28 Smámynd: Elle_

Vert þú þá ekkert að klína endurtekið og ranglega hræðslu og ótta á okkur.  Það voru einhverjir voða hræddir, skíthræddir, við niðurstöðu lýðræðis 16. júlí 09, það voru samfylkingarólýðræðsmenn og Steingrímur.

Elle_, 17.3.2014 kl. 16:16

29 Smámynd: Elle_

Málið hófst ólýðræðislega og þessvegna á að stoppa það.

Elle_, 17.3.2014 kl. 17:04

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar og Baldinn.

Ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans felldi ásamt taglhnýtingum sínum 2 tillögur í atkvæðagreiðslur um það að efna til þjóðaratkvæðis áður en formlega yrði sótt um aðild að ESB.

Sömuleiðis létu þau svæfa um það bil aðrar 12 sambærilegar tillögur í nefnd eða á leiðinni til atkvæðagreiðslu. Ekki mikil lýðræðisást á þeim bæ á þeim tíma - en sama fólkið og felldi þetta allt saman þá hefur hæst um þjóðaratkvæði nú !

Ragnar Reykás á greinilega fullt af bræðrum og systrum á þingi !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2014 kl. 18:36

31 Smámynd: Halldór Jónsson

Breytti makrílsmaningurinn einhverju fyrir þig Einar Karl?

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 18:47

32 Smámynd: Halldór Jónsson

Eða fyrir einhverja aðra. það styrkti mig í minni afstöðu að minnsta kosti. Nú hata ég þetta helvístis apparat

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 18:48

33 Smámynd: Halldór Jónsson

eða þannig taka þeir til orða hér í USA, i hate this and that

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 19:08

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælæl Halldór.

Mér kom þetta útspil Damanaki ekkert á óvart. Hún er einn þeirra kommissara sem stjórna þessu lýðræðishallandi sambandi, en enginn kjósandi aðildarríkjanna hefur kosið hana frekar en þá sem í raun stjórna þessu sambandi. Þetta styrkir hins vegar óbeit mína á þessu ESB sullumbulli.

Þetta mumn aldrei verða farsælt appararat.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2014 kl. 19:21

35 Smámynd: Halldór Jónsson

Eigum við ekki líka að gera kröfur um að ísLendingar verði bara foringjar í Evrópuhernum ef ESB þarf aö fara í stríð vegna rússneska gassins?

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 19:36

36 Smámynd: Elle_

Halldór, núna hata ég líka þetta helv. apparat eða samband, ekki síst út af málum eins og ICESAVE og makrílnum.  Og ólýðræði í takt við samfylkinga og Steingrím.  Það má alveg segja það.

Elle_, 17.3.2014 kl. 19:37

37 Smámynd: Halldór Jónsson

Méer finnst Össur hafa lítið rætt það´sem stendur í Lissabonsáttmálanum um varnarskylduna. Íslendingar verða herskyldir í Evrópuhernum

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 19:44

38 Smámynd: Halldór Jónsson

Enda annað lítilmannlegt að bara Þjóðveerjar eigi að verja Evrópu. Frakkar vera alltaf stikkfrí

Halldór Jónsson, 17.3.2014 kl. 19:45

39 Smámynd: Einar Karl

Þessi makrílsamningur ESB, Færeyja og Noregs breytti í sjálfu sér ekki minni skoðun á ESB, ekki heldur skoðun minni á Noregi eða Færeyjum.

Einar Karl, 18.3.2014 kl. 09:45

40 Smámynd: Elle_

Færeyingar komu aldrei illa fram við okkur.  Það gerði Brusselvaldið og Noregur hinsvegar.  

Elle_, 18.3.2014 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband