Leita í fréttum mbl.is

Hvað sagði Friedmann?

aftur um skólakerfið?

Því miður er ég ekki nógu vel lesinn í fræðunum hans en mig minnir að hann hafa verið með hugsun um kerfi í menntamálum sem byggðist á því að hver nemi hefði ávísun frá ríkinu á skólavist. Hann gæti framvísað henni hjá þeim skóla sem honum litist best á. Þannig vildi Milton leggja grunn að einkavæðingu í skólakerfinu ig skapa nauðsynlega samkeppni milli skóla. Þvert á það þegar Pisa könnunin er leyndamál þegar kemur að samanburði milli gæða skólanna.

Ef á að bæta kjör kennara þá verður að vera til kerfi þar sem pláss er fyrir hvata. Ég hef bent á það hér fyrr að væri raðað í bekki eftir námsgetu, þá væri ekkert til fyrirstöðu að kennari gæti teki að sér mun stærri bekki með tilheyrandi kaupauka. Nú og erfiðari bekki líka með kaupauka. Þessu er ekki svarað og haldið er áfram með sífellt færri nemendur, fleiri starfsdaga kennara og verkföll til að hækka smánarlaunin. Allt sem áður var er ómark og það er ekki einu sinni rétt hversvegna meira en þrjátíu nemendur gátu verið í landsprófsbekkjunum í den. Í stað þess er svarið að flýta þroska nemenda og senda þá útí lífið yngri að árum.

Það segir sína sögu þegar fyrrum friðarhöfðingja úr bæjarstjórn Kópavogs er ákaft fagnað sem forystumanni frmahldsskólakennara. Þeir sem til hennar þekkja búast seint við að sérstök sáttastefna verði í kjaradeilunni og má því búast við að hægt muni ganga. Einmitt þessvegna þarf að fara að dusta rykið af tillögum Friedmanns um uppskurð á stöðnuðu skólakerfi landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband