1.4.2014 | 14:35
Jón Bjarnason
ætti manna best að vita hvað fram fór milli Íslands og ESB og hvað var rætt í ríkisstjórninni þegar svikin voru framin sem voru auðvitað mest í því fólgin að sækja um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina.
Það eru svikin sem fólk ætti að vera að mótmæla á Austurvelli á laugardögum. Það er bara af því að fólk veit að siferðisstig VG og Steingríms J. er með þeim hætti að það gerir enginn kröfu til neins af þessu fólki. Það hefur aldrei skeytt neinu um skömm né heiður og fer varla að taka upp á því núna þegar stjórnin er farin og fnykurinn einn eftir. Hinsvegar ætti þetta lið að hætta að gera gys að greindarstigi almennings með því að klifa á lygunum aftiur og aftur. Fólkið er hætt að hlusta. Það bíður hinsvegar eftir að núverandi ríkisstjórn taki sig meira saman í andlitinu og fari að taka til baka allar skattahækkanirnar og mætti gjarnan byrja á þeirri vitlausustu sem var sykurskatturinn.
Jón Bjarnason var rekinn úr ríkisstjórninni fyrir að þora að standa á rétti Íslands og láta ekki landsöluliðið beygja sig. Hann skrifar svo á blogg sitt:
"
Það er í sjálfu sér sorglegt að til séu þeir íslenskir stjórnmálamenn í dag sem eru reiðubúnir að framselja fullveldið og forræði þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Samningaferlið við ESB er stopp, varð það strax árið 2011 þegar Evrópusambandið neitaði að opna á samningaviðræður um sjávarútvegsmál og lagði fram harðar og óaðgengilegar kröfur fyrir viðræðum um landbúnað. Alþingi hafð sett mjög ákveðin skilyrði, sem fylgdu umsókninni, þröskulda sem ekki mætti stíga yfir. ESB neitaði í raun að halda samningaviðræðum áfram nema að Íslendingar féllu frá þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett. Þetta þekkti ég mjög vel sem ráðherra þessara mála á þeim tíma.
Fyrirvarar Alþingis skýrir
Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt".
Og áfram segir í lok greinargerðar Alþingis frá 2009:
" Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða. Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu".
Svar ESB hefur alltaf verið ljóst
Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið sagði Thomas Hagleitner fulltrúi stækkunardeildar Evrópusambandsins á þingmannfundi í Hörpunni nýlega. Og það er ekki í fyrsta sinni sem fulltrúar ESB árétta þá kröfu sína.
Þannig er staðan. Þetta ætti samninganefndarmaðurinn Þorsteinn Pálsson sem nú hefur hvað hæst af ESB sinnum að vita manna best. Eða hversvegna lagði ESB aldrei fram rýniskýrslu sína um sjávarútveg sem var forsenda frekari viðræðna? Þorsteinn Pálsson hefur sjálfur ítrekað sagt að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í sambandið geti ekki leitt innlimunarferlið í samningum.
Undirskriftir á fölskum forsendum
Þeir sem nú kalla eftir áframhaldandi samningum og heimta um það þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að hafa kjark til að segja beint: við erum reiðbúnir að fórna forræði okkar á auðlindunum, við viljum bara fá ganga í Evrópusambandið og undir það ertu beðinn að skrifa. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórnarinnar í öðrum málum eiga ekki að blandast þar inn í.
Það er mjög ódrengilegt og óheiðarlegt að kalla fólk til liðs við sig á fölskum forsendum og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem ekki er fyrir hendi. Alþingi setti fyrirvara og þá verður þingið fyrst að afturkalla ef halda á áfram.
Þessi ríkisstjórn sem nú situr og meirihlutinn sem hún styðst við var kosin til að hætta aðildarviðræðunum og að Alþingi afturkalli umsóknina. Við það ber henni að standa. "
Svo stendur Þorsteinn Pálsson á torgum og hrópar um stærstu svik sögunnar að vilja hætta þessari vitleysu. Sem Landsfundur ályktaði að gera. Hvað er maðurinn að fara eiginlega? Eða þeir aftaníossarnir hans sem gala bakraddirnar og tala núna um að stofna nýjan flokk?
Jón Bjarnaon vissi mætavel hvað klukkan sló í þessum aðlögunarviðræðum þó að samráðherrarnir hans lygju að þjóðinni hver um annan þveran og þá Össur fremstur meðal jafningja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Jón Bjarnason segir það sem hann meinar, og meinar það sem hann segir. Hann er ómetanlegur og traustvekjandi persónueiginleiki.
Hugsjón krefst þess að fólk standi og falli með sinni raunverulegu sannfæringu, sama hvað það hefur í för með sér. Peningar og völd eiga ekkert sameiginlegt með réttlætis/friðarhugsjón.
Við lifum á iðn-tæknibyltingar-breytingartímum, sem verður að fara varlega í gegnum. Annars endurtekur siðlaus heimsstyrjöldin sig, og það eigum við, sem siðvitsmunalega bornar og menntaðar manneskjur að skilja!
Það er ekki, og hefur aldrei verið takmark Jóns Bjarnasonar, að svíkja heiðarlegan almenning/fyrirtæki á Íslandi. Hann fórnaði völdum fyrir almenningshagsmuni.
En það þykir víst ekki nógu gáfulegt á Íslandi og í EES/ESB, að fórna völdum/stólum, fyrir hugsjónir og kosningaloforð. En það gerði reynslumikill Jón Bjarnason, og fær ekki þakkir fyrir, frá banka/lífeyrissjóðs-stjórasjálftöku-ræningjunum.
Skömm þeirra valdagráðugu, siðblindu og bankasjálftöku-afbrotanna/kvenna, sem hröktu Jón Bjarnason úr ríkisstjórn er mikil.
Það er tímabært að átta sig á, að gúmmítékka-bankaræningjastjórnendur stjórna heiminum í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2014 kl. 19:16
...afbrotamanna/kvenna...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2014 kl. 19:20
Halldór, ég er sammála megninu sem þú skrifar, en þegar þú skrifaðir um VG: Það hefur aldrei skeytt neinu um skömm né heiður - - - held ég ekki að þú hafir meint allt fólkið frá stofnun VG, en mestmegnis pakkið sem vann fyrir Jóhönnu og Össur og co.
Elle_, 2.4.2014 kl. 00:55
Það sést líka á hvað þú skrifar um Jón.
Elle_, 2.4.2014 kl. 01:02
Já réttlætið á nú víst víðast erfitt uppdráttar Anna Sigríður mín. Mannskepnan er rándýr og kvikindi í sér.
Elle mín
Var ekki síðasta ríkisstjórna eina skiptið þar sem VG fólk komst til ranverulegra áhrifa. Var þetta ekki áður mestan part rövlandi sérvitringaflokkur.
En Steingrímur komst áður einu sinni að kötlunum í gegnum VG. Þá lögleiddi hann framsal og veðsetningu kvótans, atriðið sem varð að þeim eldi sem er í dag og kklýfur þjóðina. Icesave I,II og III og bankagjafirnar til vogunarsjóðanna, Landsbankadellan, Sjóvá, Spk,Byr,Saga Capita, VBS og ESB umsóknin og allir þeir þekkstusu skandalarnir eru frá seinna valdatímabili hans sem vonandi verður það síðasta.
Halldór Jónsson, 2.4.2014 kl. 20:10
Halldór, ég var ekki í landinu og var ekkert einu sinni að pæla í íslenskum röflandi flokkum. Var svo vitlaus skömmu eftir að ég kom að halda að ég hefði himin höndum gripið heiðarleikann í Steingrími mikla og VG, miðað við orðaflaum hans (nú er Kata litla komin í hans spor). Það voru hrikaleg mistök.
Elle_, 3.4.2014 kl. 00:44
Það skal samt koma fram að ég dæmi ekki alla sem voru í VG, og þar með talinn Jón.
Elle_, 3.4.2014 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.