Leita í fréttum mbl.is

Ef ég hefði, ef ég myndi

hafa gert þetta í síðustu rfíkisstjórn þá hefði...

Þetta er eiginlega meginstef í málflutningi Samfylkingarinnr og VG. Maður þarf aðeins að renna yfir pistilinn á Eyjunni til að skilja að þetta vinstra lið okkar er orðið pikkfast í fortíðinni. Það hefur enga framtíðarsýn hvað þá tengsli við nútíðina. RÚV og Fréttablaðið sjá svo um að flétta þessu öllu saman þannig að huga almennings er dreift frá vandamálum líðandi stundar.

Hversu allt hefði verið betra ef þeir hefðu gert það sem þá langaði til suma meðan þeir höfðu völdin en gerðu ekki af ýmsum ástæðum. Helgi Hjörvar vildi að sögn gera eitthvað í skuldamálum heimilanna en fékk ekki að gert fyrir Jóhönnu og Steingrími. Björn Valur vildi gjarnan hafa gert margt öðruvísi en varð.  Síbyljan um að stýra fortíðinni ætlar hér allt að drepa.

Af hverju er ekki talað um hvað þarf að gera? Lækka tekjuskattinn og hvenær? Afnema sykurskattinn hvenær? Lækka tryggingagjaldið, hversu mikið og  og hvenær? Fækka ríkisstarfsmönnum og hvenær? Hætta að tala um afnám verðtryggingar hjá þjóð sem hækkar laun um 60 % umfram verðbólgu? Hætt að tala um að halda áfram aðildarviðræðum við ESB sem hafa ekki verið í gangi síðan 2011 ?

Ef ég hefði og ef ég myndi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já ef íhaldið hefði nú farið eftir ályktunum landsfundar síðustu tuga ára um breytingu á tollum og vörugjöldum þá myndi nú ástandiða á Íslandi vera öðruvísi en það er.

Já ef þið hefðuð bara gert það sim þið ályktuðuð að gera

þá myndi .......

Kristmann Magnússon, 3.4.2014 kl. 12:20

2 Smámynd: Elle_

Íslenski tollurinn er ekki vandamálið, Kristmann.  En álagningin í búðunum er það.  Og kannski vörugjöld.

Elle_, 3.4.2014 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband