Leita í fréttum mbl.is

Bréf frá Færeyjum

barst fyrir tilviljun til mín þó það eigi líklega að vera til Össurar eða einhvers Samylkingarfósa.  Það er líklega frá manni sem þekkir vel til á Íslandi og getur skrifað á málinu. Hann segir m.a.:

"Tað að vera jafnaðarmaður á ekkert skylt við að vera aumingjagóður! En það virðist þið Samfylkingarmenn vera.  

 

Jafnaðarmennska snýst um jafnrétti. En mér finnst  mikið hallað á tá er skaffa. Tá  sem sífellt telja  sig vanta allt, hafa alltaf svo miklu hærra þannig að í teim þarf að þagga niður í áður en hægt er að  fá aðra til að hlusta.

 

Tá sem  hlassið sem sá viljugi dregur er orðið so tungt að hann upplifir sig ekki sem jafnaðaramann heldur fórnarlamb ójöfnuðar þá er það heldur oinki gott. En staðreyndin er sú að sá viljugi vill síður kvarta. Hann leggur ekki í vana sinn að kvarta eins og sá lati, hann frekar reynir að láta sig hverfa. Hann sér ekki tilganginn. Tessvegna fór ég af Íslandi i sin tid.

 

Tá ég var ennþá unglingur á átjánda ári man ég hvað ég var fúll yfir að vera ekki búinn með skólann eða vera aðeins eldri því  ég sá nokkra aðeins eldri en ég koma sér upp þaki yfir höfuðið og djöfluðust þeir eins og enginn væri morgundagurinn. Jú þetta  var skattlausa árið  1987.  Ekki bara unnu þeir eins og skepnur þetta árið og komu sér upp kapitali fyrir lífið  heldur lærðu þeir líka að vinna..

 

 

Við eigum að hætta þessu rövli um leiguíbúðir úr opinberum krumlum.  Thetta leysist alltaf af sjálfu sér af leigumarkaðnum. Ef það borgar sig að byggja tá kemur leiguhúsnæði.  En nú á að fara að hjálpa fólki að verða aumingjar ævilangt. Ef þú hefur ekki efni á að leigja í 101 Reykjavík verður tú bara að sníða þér stakk eftir vexti og leigja í Breiðholti eða Stokkseyri. Segdu honum Degi frænda að hætta thessu rövli um tusind lejuhus.

 

Taktu upp kerfi þar sem ungt fólk getur fengið einu sinni og eingöngu til húsnæðiskaupa skattfrjálst ár eða jafnvel tvö. Fyrir þrítugsaldur eða að langskólanámi loknu.  Óframseljanlegt og þannig einhverskonar sparimerkjakerfi sem við sem eldri erum munum eftir.

 

Það á að gera eftirsóknarvert að eiga tak yfir höfuðið þó að þið skiljið það ekki Samfylkingarmenn. Í dag er  það ekki svo. Sem er galið. Þú ert ekki frjáls nema eiga eitthvað.

  

 

Farðu og taktu svo til þannig að ég geti flutt hingað heim aftur. Annars má ég vera kyrr hér í Færeyjum, og tá haldi egi að heldur langi egi til Norra, tú mást eisini siggja fra nær tú langi að semja om henda markrelin, hetta er onki problem havi tú lyst til.

 

Okum hoyrast.... og nei, egi eri ikki fullur nær hetta er skrivað bara forbanna súrur yvir alt hetta. "

Þetta finnst mér  skrambi góð' hugmynd frá Færeyjum fyrir Sjálfstæðismenn að taka upp því komma-og kratakaliðið skilur svona varla.  Þá höfum við eitthvað sérstakt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta sem færeyski vinur þinn skrifar er bull. Hin mikli ójöfnuður í íslenzku þjóðfélagi endurspeglast einmitt af því að það er skortur á leiguíbúðum á hæfilegu verði og óprúttnir, fégráðugir leigusalar féfletta láglaunafólk í hvívetna. Hef ég sjálfur reynslu af þessu. Okrað er á leigunni um allt land, ekki bara í 101, eins og þessi vinur þinn heldur fram. Endilega segðu honum, að búa áfram í Færeyjum meðan jafnrétti verður komið á hér á leigumarkaði.

Það er enginn að segja að ríkið eigi að byggja og reka leiguíbúðir, enda hefur það gefizt mjög illa hér á landi vegna samvizkulausra borgarfulltrúa sem láta selja félagslegar íbúðir, því að þeir sjálfir hafa allt sitt á þurru. Það ætti að koma hér sams konar kerfi og er í Danmörku, þar sem byggingafélög sjálfseignarfélög sem kölluð eru "almennyttige boligselskaber" sem lúta ströngum reglum um búsetutryggingu og hámarkshúsaleigu, byggja fyrir leigumarkað eingöngu. Þetta hefur gefizt mjög vel og er um 40% af leigumarkaðnum þar almennar leiguíbúðir. Þetta er það sem Gylfi Arnbjörnsson hefur stungið upp á, og þótt ég sé ósammála honum varðandi ESB, þá hefur hann rétt fyrir sér í þessu.

Og svo vil ég benda á að ég hef aldrei kosið Samfylkinguna eða VG, en heldur aldrei Sjálfstæðisflokkinn, dytti það ekki til hugar.

- Pétur D.

Aztec, 21.4.2014 kl. 17:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna, hvað skyldirðu þá hafa kosið sem óspilltasta stjórnmálaaflið?

Hvað finnst þér annars með aðalhugmyndina um eitt eða tvö skattlaus ár fyrir alla?

Halldór Jónsson, 21.4.2014 kl. 19:32

3 Smámynd: Aztec

Ég á í stökustu vandræðum með að kjósa, því að enginn flokkur á Íslandi hefur á stefnuskránni þá stefnu sem ég aðhyllist, sem er félagsleg frjálshyggja (social liberalism), sem er meginstefnan í t.d. Danmörku og víðar í Evrópu. Félagsleg frjálshyggja gengur út á félagslegt heilbrigðis- og almannatryggingakerfi, en öflugar atvinnugreinar í framleiðslu og tiltölulega frjálst atvinnulíf (þó ekki fjármálastofnanir, sem eiga að vera með þröngt hálsband).

Í síðustu alþingiskosningum kaus ég flokk sem komst ekki á þing, þar á undan (2009) kaus ég Borgaraflokkinn, sem skilaði engu.

Árð 1987 varð að vera skattlaust, því að það var verið að breyta skattakerfinu. Ég get ekki séð fyrir mér að ríkið geti tapað þeim hundruðum milljarða í töpuðum skatttekjum, það er óraunhæft. En ég myndi vilja hærri persónufrádrátt/skattleysismörk og afnám benzíngjalds og umhverfisskatta. Til að vega upp á móti því er hægt að reka þúsundir af gagnslausum embættismönnum í efri lögum ríkisbáknsins, t.d. í ráðuneytunum og sumum stofnunum.

Til að uppræta spillingu í fjármálafyrirtækjum verður að breyta reglunum. Það hefði átt að gera þegar árið 2002, en það var ekki gert og þess vegna hrundi allt. Ef það verður ekki gert, þá verður annað hrun eftir nokkur ár.

Aztec, 21.4.2014 kl. 23:04

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Afi minn hann Halldór Skaptason sagði ávallt fyrir kosningar: !Ja, alltaf er hann nú bestur Blái Borðinn"

Hann vissi hvað hann söng s+a gamli.

Þú skalt fara eftir þessu úr því að þú ert í þessum vandræðum því flest sem þú lýsir á sér helst samhljóm í Sjálfstæðislfokknum.Þú þarft bara að tala fyrir þínum áhugamálum og hitta fólk sem þú getur rökrætt við.Þú sást hversu stefnufastur Steingrímur var í VG í Evrópumálunum. Hvað þ´ðir að kjósa flokk sem segir eitt fyrir kosningr og gerir svo 180 gráður öfugt?

Athugaðu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki breytt grunnstefnu sinni síðan 1929. Enginn séð ástæðu til. Hvað er með vinglana hina sem þú kaust?

Halldór Jónsson, 22.4.2014 kl. 12:49

5 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já hefur þú fengið þessa þverhausaskapgerð frá honum afa þínum elsku karlinn minn ! !

En það er einmitt vegna þess að Sjálfstæðisflokurinn sagði eitt fyrir kosningar og gerði svo 180° öfugt að ég hætti að kjósa þann flokk, svo hættu þessu bölvaða rugli um að flokkurinn þinn framkvæmi alltaf það sem hann segir - Þú veist miklu betur

Kristmann Magnússon, 22.4.2014 kl. 14:09

6 Smámynd: Aztec

"Hvað er með vinglana hina sem þú kaust?"

Já, það er nefnilega það, fjórmenningarnir í Hreyfingunni sviku kjósendur sína illilega, sér í lagi Þráinn Bertelsson.

Ef ég er ekki sammála stefnu eða gjörðum neins flokks, þá er bara eitt að gera, að kjósa ekki. Ég ætla ekki að kjósa flokk sem mér er illa við bara til að koma í veg fyrir að annar flokkur sem mér er ver við, komist að.

Varðandi lækkun á sköttum og álagningum, þá finnst mér furðulegt að Bjarni Ben skuli hafa undanskilið benzíngjaldið, sem stendur atvinnulífinu og hagvexti fyrir þrifum. Þarna var hann með þeirri ákvörðun að feta í fótspor pólítíska fávitans Steingríms J. Sigfússonar, sem vill skattleggja allt þangað til það drepst.

En ég ber nákvæmlega ekkert traust til forystu Sjálfstæðisflokksins, og vingullinn Bjarni Ben á þátt í því að hluta til. Það er hugsanlegt að ef flokkurinn verður einhvern tíma sótthreinsaður og aðeins óspilltir einstaklingar raði sig á framboðslistana, þá getur verið að ég kjósi flokkinn, en ekki fyrr.

- Pétur D.

Aztec, 22.4.2014 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband