30.4.2014 | 22:07
Flugvallarfundir
voru haldnir í dag. Þar var ekki B.Dagur né S.Björn heldur þeir helstu vitmenn sem hægt er að finna um flugmál.
Fundur var boðaður í SES sem þýðir samtök eldri sjálfstæðismanna. Fundinn átti að halda í Valhöll. En þessi samtök undir formennsku Halldórs Blöndal hittast þar á hverjum miðvikudegi kl 10:00 árdegis. Þarna koma einhverjir tveir tugir gamalla baráttujaxla og ráða ráðum sínum. Nú bar svo við að þeir auglýstu að Friðrik Pálsson hótelhaldari á Rangá og Arngrímur Jóhannsson kenndur við Atlanta myndu hefja umræðuna um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Nú brá svo við að fundarrýmið sprakk utanaf fundnum og varð Blöndal að hafa hraðar hendur á að dirka upp aðalsalinn til að taka við fjöldanum sem fyllti hann. Þetta sýnir að að Rreykjavíkurflugvöllur er ekki yfirgefinn illum örlögum og þeim banaráðum sem vinstra liðið í Borgarstjórninni er að brugga honum.
Arngrímur og Leifur fluttu inngangserindi og svöruðu spurningum fundarmanna sem voru margvíslegar. Rauður þráður var að Rögnu-mefndin myndi ekki finna neina nýja staði undir flugvöll í Borgarlandinu. Enda búið að leita áratugum saman. Dagfinnur Stefánsson, Geysisflugmaðurinn gamli", sagði sína skoðun óhaggaða að gott flugvallarstæði væri á Álftanesi en hvergi annarsstaðar utan Vatnsmýrar.Hann hefði sjálfur rannsakað þetta og vissi þetta upp á hár. En þetta myndi kosta fé og hvar myndi þess von?
Fram kom á fundinum að meirihlutinn í Reykjavík hefði komið Rögnu-nefndinni á fót með slægð og undirferli í því skyni að segja kjósendum að flugvallarmálið væri ekki á dagskrá í kosningunum þar sem það væri í ákveðnum farvegi í þessari nefnd. Mikilvægt að fólk léti ekki blekkjast í áróðursmoldviðrinu sem er rétt að bresta á.
Enda koma á daginn í máli Leifs Magnússonar að lítið væri gert með svör eða ályktanir á bæ meirihlutans. Miklu heldur væri ekki hægt að rökræða við þetta fólk um flugmál því það hefði enga þekkingu fram að færa né hefði áhuga á vitrænum umræðum hér að lútandi og svöruðu í besta falli útúr með óskyldum klissíum.
Þessi lýsing passaði beint við þann atburð þegar stórkaupmaður Jóhann J. Ólafsson, 3. maðurinn í samtökunum um betri byggð fór í pontu og hélt því fram að flugvallarmálið væri ekki kosningamál, það væri ekkert á dagskrá og vildi því tala um leikskóla eða þvílíkt í borginni. Hann var hálf-púaður niður hann Jóhann J. eftir þetta og fór því skipulega úr ræðustólnum. Eftir stendur að fjöldi fundarmanna vildi ekki heyra annað en flugvallarmálið væri höfuðkosningamálið. Allar tilraunir meirihlutaflokkanna til að drepa því á dreif myndu renna út í sandinn.
Fram kom á fundinum að Reykjavíkurborg geti ekki sannað eignarhald sitt á landinu undir flugvellinum á nokkurn hátt hverju sem B.Dagur og S. Björn halda fram öðru. Borgin keypti einhverja fermetra af Vatnsmýrarbletti 5 sem var erfðafesta Eggerts bónda í Viðey. Jón Kristjánsson seldi íþróttafélaginu Val sína erfðafestu á Hlíðarenda og þar er Valur enn sem eigandi. Á öðru þyrfti Borgarstjórn að sanna eignarrétt sin á og lögsögu yfir svæðinu, sem ekki er almennt viðurkennt þar sem íslenska ríkið fékk völlinn afhentan frá Bretum 1947 með öllu sem honum fylgdi. En Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins og þá ráðherra , veitti vellinum viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar allrar.
Halldór Hallddórsson oddviti Sjálfstæðismanna koma á fundinn og sagði einhug nú ríkja í framboðsflokknum. Hildur Sverrisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir hefðu allar greitt atkvæði gegn þeirri deiliskipulagstillögu sem nú ræðst gegn flugvellinum. Um flugvallarmálið ríkti nú alger einhugur meðal framboðsfulltrúa til Borgarstjórnar í lok maí maí-mánaðar. Menn geta því treyst Sjálfstæðisflokknum til nauðsynlegrar varðstöðu um Reykjavíkurflugvöll sem skildi Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum framboðum sem ekki væru svo afdráttarlaus og einföld í sinni liðveislu við Reykjavíkurflugvöll. Var gerður góður rómur að máli Halldórs en ekki var laust við að fundarmenn drægju getu flokksins til að kynningar vera takmarkaðann í besta falli. Enda kom afram í máli Halldórs að bæði svonefndir Baugsmiðlar og RÚV sniðganga Sjáflstæðisflokkinn á áberandi hátt.
Seinna um daginn fór bloggari á fund Framsóknarmanna á Reykjavíkurflugvelli þar sem þeir gerðu grein fyrir órofa samstöðu sinni við flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þessi flokkur Framsóknarmanna er hið fríðasta lið og vel máli farið, Það var ekki hægt annað en senda þeim heillaóskir í tilefni dagsins þar sem þeir eru komnir með listann á hreint. En af einhverjum ástæðum lét honum miður að skrifa frásögnina við undirleik vindhörpunnar frekar en við vísitöluskrölt bankanna.
Þetta var ánægjulegur dagur að finna það að stuðningur við áframhaldandi tilvist Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er vaxandi og að svo margt gott og góðviljað fólk er komið í varnarsveitina. Vallarvinir eru ekki lengur einir á báti því málsmetandi fólk úr stjórnmálunum er komið til liðveislu.
Flugvallarfundirnir í dag eru vonandi aðeins forsmekkurinn af almennum stuðningi við Reykjavíkurflugvöll sem hefur svo ótalmarga efnahagslega kosti fyrir Reykjavík sem höfuðborg Íslands. Völlurinn þekur aðeins 1.4 % af byggingarlandi Reykjavíkur. Því verður ekki trúað að hagræðing geti leyst þá eftirsjá sem sumir hafa á landinu undir vellinum. Þeim sömu er bent á að horfa á byggðakjarnana á henni Florídu þar sem varla er til svo aumt þorp eða pláss að ekki sé þar flugvöllur. Samt eiga Bandaríkin þá dýrlegustu vegi sem nokkur staðar finnast og umgangast náttúruna með slíkri varfærni að við gætum margt af þeim lært.
Styðjum þau öfl í stjórnmálum sem bera Reykjavíkurflugvöll fyrir brjósti en styðjum hin ekki. Og greinum milli lygi og sannleika. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það ætti að vera flestum ljóst að Álftanesið er eini kosturinn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu, komi til flutnings vallarins. En við höfum vart efni á því að flytja hann í bráð.
Annars er nokkuð augljóst að það mætti lengja A-V brautina út í Skerjafjörð og losa þannig um svæðið austan til á flugvallarsvæðinu. Það ætti ekki að vera mjög flókið, en líklega þurfum við að halda NA-SV og N-S brautunum til að uppfylla öryggiskröfur vallarins og ásættanlega nýtingu, ásamt því að hann geti gegnt hlutverki varaflugvallar.
Takk fyrir skrif þín og atorkusemi, Halldór Jónsson.
Ómar Bjarki Smárason, 30.4.2014 kl. 23:31
Takk fyrir þetta Halldór og Ómar Bjarki. Allt rétt sem þið segið. Finnst ykkur ekki aumt að Gísli Marteinn og tvær konur í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins skulu hafa eyðilagt flokkinn innan frá. Gísli er að vísu flúinn frá sínu skemmdarverki en dömurnar tvær sitja uppi með ca 15% lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framsókn búinn að taka fylgið yfir. Ef ég réði flokknunm í RVK myndi ég senda þessar konur á einföldum miða til Svalbarða. Þar eiga þær heima en ekki í forystuliði Sjálfstæðismanna í Reykjavík, jafnvel þótt þær hafi eitthvað skammast sín fyrir sín hryðjuverk síðustu daga. Veit einhver hér nöfn þessara kvenna???
Örn Johnson, 30.4.2014 kl. 23:55
.
Lækum þessa góðu grein
vors gamla Dóra.
Borginni' yfir Gnarrinn gein,
gladdi sig við launin ein ...
––Vesöl bæði' og svifasein
Samfylkingin slóra
vill í þrifaverkum hér,
en Vatnsmýrina girnist,
–––seint ósvinnan fyrnist–––
öfgar kýs og óra!
En svo mætir sterkum þér,
minn Halldór, hetjan.
––Ekki þarf til að hugsjónanna' að hvetj'ann.
Jón Valur Jensson, 1.5.2014 kl. 02:11
--Ekki þarf til hugsjónanna' að hvetj'ann.
("að" var ofaukið)
Jón Valur Jensson, 1.5.2014 kl. 02:17
Ómar Bjarki
Þegar ég er í Orlando á hverju ári þá duna þoturnar stanslaust yfir húsin á leið til lendingar á McCoy. Hávaðinn er þannig að maður getur ekki hlustað á spólu fyrir utan og verður að setja á stopp. Þetta gegnur auðvitað yfir Orlando búa því þeir vita allir að á þessu lifir borgin og þeir líka. Samgöngum. Það er 19 milljónir í Florídu. Það koma 35 milljónir túrista til Flórídu. Líkleg stór hluti til Orlando. Þaraf eru aðeins 5 milljónir útlendingar. Evrópumenn hafa sem sagt bara ekki uppgötvað Florídu.
Ég hugsa stundum hvað margar milljónir dollara séu að færa til Orlando og fólksins þar. Hvað skyldu þeir S.Björn og B.Dagur hugsa ef þeir væru þarna? Loka flugvellinum? Hvað skiptir þá máli í borgarlífi? Kyrrð? Ekkert iðandi mannlíf nema á fylleríi?
Halldór Jónsson, 1.5.2014 kl. 10:20
Örn Johnson vinur minn og fellow-flugdýr
Takk fyrir ræðuna í Valhöll í gær, þú varst aldeilis góður. Þessar konur eru báða stórættaðar sjálfstæðiskonur, önnur dóttir sjálfstæðismannsins sem vildi báknið burt og hin mikill aðdáandi B.Dags, S.Björns og Gísla Marteins.
Ég efast að það samrímdist hugsjónunum um verndun hvítabajarnarstofnsins að flytja inn til Svalbarða nokkuð sem reynst gæti stofninum hættulegt.
Halldór Jónsson, 1.5.2014 kl. 10:23
Ja hérna Jón minn Valur
Bara yrkir til mín hetjukvæði eins og til forna. Til siðs var að menn launuðu skáldum vel fyrir slíkar drápur og á ég eftgir að bíta úr nálinni með það.
En þó góðar þykki mér gjafir þínar þykir mér enn betri vinátta þín og hugsjónaeldur sem yfirleitt brennur þar sem ég vil sjá hann skiðloga.
Halldór Jónsson, 1.5.2014 kl. 10:26
Gott að heyra, Halldór, af flugvallarvinum. Ekki eru þeir í liði Dags B. og Co., sem sést af Hverfaskipulags- tillögum í Reykjavík sem samþykktar voru illu heilli. Ég hlóð öllum hverfum niður á bloggið mitt í dag. Skoðið vandlega, t.d. Skerjaförð.
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1380592/
Ívar Pálsson, 1.5.2014 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.