Leita í fréttum mbl.is

Góð hugmynd um hælisleitendur

er sú að koma þeim fyrir í Arnarholti. Þó svo ég skilji ekki hversvegna er ekki þörf fyrir þessa glæsilegu aðstöðu lengur fyrir okkar minnstu bræður sem þá voru,(-er virkilega búið að lækna þá alla?-) þá eru þarna miklar byggingar þar sem fólk getur búið með reisn. Þá losnum við við þá áþján sem nágrannar Fit-hostels og fleiri verða fyrir vegna þessa fólks sem ráfar um meðan mál þess eru ekki afgreidd.

Mér var bent í gær á að það er ekki alveg eins einfalt að afgreiða mál hælisleitenda og margur heldur. Þeir koma nefnilega til landsins sem löglegir Schengen farþegar. Gefa sig svo upp eftir einhvern tíma með engin skilríki og gefa ekkert upp sem hægt er að rekja eftir. Gersamlegir huldumenn sem ekki er hægt að snerta. Varanlegt vandamál fyrir landið og miðin. Hóta svo að drepa sig ef við ekki mökkum rétt.

Af hverju allir eru ekki ljósmyndaðir sem koma til landsins eins og gert er í Orlando skil ég auðvitað ekki? Það er sjálfsagt í andstöðu við Schengen samninginn sem við erum fullir aðilar að þó í andstöðu sé við meirihluta þjóðarinnar því Björn Bjarnason og Halldór Ágrímsson eru með.

Það er góð hugmynd að girða svona hælisleitendur af í Arnarholti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband