Leita í fréttum mbl.is

Er kreppa?

spurði ég sjálfan mig þegar ég fór inn í rúsínubúðina á Selfossi("nýju" kaupfélagsbúðina nú Krónuna). Búið að rífa allt inn úr miðjunni, allar búðirnar farnar. Eyðimörk þar sem áður var blómlegt.

Svo fór ég út og keyrði Austurveginn. Mér fannst mikið af skiltum, til sölu -til leigu, í gluggunum við götuna. maður heyrir úr atvinnulífinu að bankarnir láni helst ekki neitt, þeir hafa svo góða ávöxtun í Seðlabankanum sem sé fyrirhafnarminna en að vera að elta vanskilaþrjóta.

Ég hef spurnir af langtímatvinnuleysi meðal ungra lögfræðinga.  Margir segja manni að það sé ekkert að ske í þjóðfélaginu. Allavega verður maður ekki mikið var við mikla bjartsýni hjá iðnaðarmönnum og verktökum. Fá vegagerðarverkefni virðast vera í gangi hér sunnanfjalls og mikill þungavinnufloti stendur kyrr hjá Ingileifi á Svínavatni svo annað dæmi sé tekið við Austurveginn. 

Þarf þessi ríkisstjórn ekki að hugsa um fleira en vísitöluleiðréttingar uppá hundrað milljarða ú ríkissjóði? Munu þetta skila einhverju öðru en verðbólgu?  Allavega bjargast þeir ekki sem eru þegar dauðir og búnir að missa allt sitt. Þarf hún ekki að fara að slá botninn í skiptin á bönkunum?  Setja þá í gjaldþrot til að gera eitthvað afgerandi í gjaldeyrisvandanum? Reka skilanefndirnar heim eftir 7 ára árangurslítið en gróðavænlegt strit? Losa landsmenn undan því að helstu viðskiptabankarnir séu í eigu óvinveittra hrægammasjóða með innlendar skrautfjaðrir sem afleiðingu af stjórnartíð Steingríms J. Sigfússonar fjármálatrölls?  

Til hvers erum við að halda Landsbankanum á floti í núverandi mynd ? Er þetta ekki ný ríkisstjórn sem var kosin til að stjórna?  Viljum við ekki sjá einhver umsvif? Taka til í eftirlitsiðnaðnum. Leggja niður Vinnueftirlitið, Samkeppnisstofnun,Fjölmiðlanefnd,  Fjármálaeftirlitið, Umhverfisráðuneytið,Byggðastofnun, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur,  og fleiri einskisnýt apparöt sem engu skila.

Ég vona að mér missýnist um einkenni kreppu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Nei - Verkfræðingur góður. Þér missázt ekkert: upp er runnið viðlíka ''hagvaxtar'' skeið víðs vegar hér á landi / sem er lakar á sig komið: en reikna mætti með suður í Mexíkó og Guatemala á góðum dögum þar um slóðir jafnvel - fornvinur góður.

Þessi drengja fífl - sem við tóku af Jóhönnu og Steingrími í fyrravor - ERU NÁKVÆMLEGA SÖMU DAUÐYFLIN og þau Halldór minn.

Og - það sem verra er. Mörgum: auk mín sýnist / sem þeir hafi aldrei difið lúkunum í kalt vatn á sínum ferli - hvað þá annað.

En - íslenzkum stjórnmálamönnum er svo aftur einkar lagið / að útvega sér og sínum matarholur í ''kerfinu'' eins og sézt á þessum ótölulega fjölda ''stofa'' og ''stofnana'' suður í Reykjavík - sem víðar reyndar.

Apparöt - sem við gátum ekki ímyndað okkur / fyrir cirka 30 - 40 árum - að til yrðu hér á landi Halldór minn.

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband