Leita í fréttum mbl.is

Málin eru óleyst

þó svo að ferðskrifstofurnar sem keppast við að græða sem minnst á vaxandi ferðamannafjölda dragi andann tímabundið léttara. (Þær borga svo lágt verð fyrir rúturnar sem flytja fátæklingana frá Skarfabakka, að ekki er hægt að opna klósettin í bílunum því gjaldið borgar ekki þrifin)

Ekkert hefur verið leyst með lögum á flugmenn. Nú koma flugfreyjur næst, leikskólakennarar og hvað ekki. Þjóðfélagið logar stafna á milli í innanlandsófriði þar sem stefnt er að valda sem mestum skaða á sem skemmstum tíma. Allt í nafni hinnar heilögu stéttabaráttu þar sem verkfallsrétturinn ver lífsbjörg þeirra snauðu sem gengu kröfugöngur 1. maí. Nú hafa hommar og lesbíur meðal annarra sérhópa lagt þá viðburði undir sig. Hinn aumasti verkamaður má sætta sig við 2.8 %. Hann hefur engin ráð á að fara í verkfall enda hefði það minni áhrif en það sem aðrir sérfræðingar geta gert. 

Aðeins Alþingi getur skapað þann ramma utan um kjaradeilur sem þarf til að breyta frá því úrelta kerfi frá 1938 sem allt er spilað eftir og getur sporreist þjóðafélagið.  Verður ekki að vera hægt á einhvern hátt að sækja verkfallsmenn til ábyrgðar fyrir því tjóni sem þeir valda saklausum þolendum?  Eiga skólabörn engann kröfurétt á kennara vegna tapaðrar kennslu? Eiga farþegar enga kröfu á neinn vegna tafa?

Ég myndi vera látinn bera ábyrgð á afleiðingum þess ef ég hindra einhvern í að komast leiðar sinnar. Grunnréttindi fólks hljóta að koma framar en einhver úrelt kjaradeilusjónarmið skipulagðra hópa með sérréttindi. Jafnvel þaulskipulagðir bófaflokkar komast ekki upp með gíslatökur óátalið.

Ef við horfumst ekki í augu við kjaradeiluformið eins og Thatcher gerði á Bretlandi, þá eigum við ekki framtíð, hvorki innan né utan Evrópsambandsins. Mál þessi eru óleyst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt kæri Halldór.

Hinn mikli hugsuður John Stuart Mill sagði á sínum tíma eitthvað á þá leið að frelsi eins nær ekki lengra en að frelsi næsta manns.

John S. M. hefðitekið undir með þér eins og ég núna. Þetta eru sígild sannindi að mínu viti.

Ég legg til að lagabót sú sem þú orðar hér hafi þessi sannindi John Stuart Mill að leiðarljósi við endurbætur verkfalsslaga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.5.2014 kl. 10:26

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Skil ég þetta vitlaust.. eða ertu að kenna samkynhneigðum um slæm kjör verkafólks?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.5.2014 kl. 17:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt Halldór takk fyrir.

Ingibjörg A. Axelsdóttir:  Ég tel það rétt athugað hjá þér, að þú skiljir mál Halldórs vitlaust eins og sumt annað.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2014 kl. 17:53

4 identicon

Og hver er sá lagarammi Halldór, leggja niður verkfallsréttin sem drepur endanlega nokkuð vægi verkalýðshreyfingarinnar og leyfa eignafólki að ráða því hvað sé sanngjarnt fyrir aðra að hafa í laun án samráðs?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 20:59

5 identicon

Predikari, þú ert að misskilja Mill.

Það að flugmenn neiti að veita þér ákveðna þjónustu er ekki árás á þitt frelsi því þú hefur engan rétt til að neyða aðra manneskju til að veita þér eina eða aðra þjónustu. Þvert á móti er samfélag okkar í gegnum þingið að brjóta á flugmönnum með því að takmarka rétt þeirra til samningsgerða og með því að neyða þá til að vinna yfirvinnu á móti vilja sínum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 21:07

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elfar Aðalsteinn

Ég misskil ekki neitt.

Flugmenn eru að kosta almennan ferðamann fjármuni ´sem og flugfélagið sjálft sem aftur er í eigu lífeyrissjóða landsmanna allra nánast.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.5.2014 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420089

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband