Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn berst í Borginni

þegar 23. maður á framboðslistanum sendir frá sér reglulega beittar baráttugreinar.

Kristinn Karl Brynjarsson vekur athygli á því í Morgunblaðinu í dag að núverandi meirihluti þeira B.Dags og S. Björns hefur ekki fallið í neinu frá þeim áformum sem mestum deilum hafa valdið, heldur eru þeir aðeins að draga djúpt andann fyrir kosningarnar svo þeir geti mætt tvíefldir til leiks að þeim loknum.

Kristinn skrifar m.a.um áformin um að rífa byggingar fólks til að reisa nýjar eftir þeirra höfði:

"......Voru tillögurnar einn stór misskilningur upp á 150-160 milljónir króna? Úr því að um misskilning var að ræða, eru þá þessar 150 til 160 milljónir sem fóru í kostnað við þennan stóra misskilning tapaðar? Ef ekki, er þá ekki ætlunin að hrinda þeim í framkvæmd á næsta kjörtímabili, þegar kosningar innan fárra vikna verða ekki að þvælast fyrir framkvæmdinni?

Staðreyndir málsins eru auðvitað þær, að fulltrúum meirihlutans var og er full alvara með þessum tillögum. Á því leikur ekki nokkur vafi að tillögum þessum verður hrint í framkvæmd að loknum kosningum, verði sömu flokkar í meirihluta borgarstjórnar að þeim loknum. Hörð viðbrögð og mótmæli íbúa í Vesturbæ og öðrum hverfum borgarinnar urðu einungis til þess að fresta samþykkt og framkvæmd þessara tillagna. Enda meirihlutaflokkarnir skíthræddir við að bíða afhroð í þeim hverfum borgarinnar sem stærstur hluti þeirra fylgis kemur frá.

Stefnan hefur verið mörkuð, en framkvæmd hennar einungis verið frestað fram yfir kosningar, vegna ótta við töpuð atkvæði. Í besta falli gæti orðið um breytingar sem lítil áhrif hafa á heildarmyndina.

Kosningar snúast ekki um tæknilega útfærslu heldur stefnumörkun. Verði Samfylking og Björt framtíð enn við völd í Ráðhúsinu að kosningum loknum í vor verður sömu stefnu fylgt. Ráðist verður inn í rótgróin hverfi um alla borg, bílskúrum rutt úr vegi á Hjarðarhaganum og græn svæði víða um borgina eyðilögð til þess að rýma fyrir nýjum byggingum. Nýbyggingum sem skerða munu verulega búsetugæði þeirra sem nú þegar byggja þessi hverfi.

Það er bara ein leið til þess að forða þessari vá. Hún er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum þann 31. maí. XD fyrir dásamlega Reykjavík ."

Ef við tökum næst síðustu málsgreinina og breytum nokkrum orðum og bætum aðeins við þá fæst:

Verði Samfylking og Björt framtíð enn við völd í Ráðhúsinu að kosningum loknum í vor verður sömu stefnu fylgt. Ráðist verður inn á Reykjavíkurflugvöll, Fluggörðum rutt úr vegi og atvinnustarfsemi gerð útlæg, lífríki tjarnarinnar í Borginni eyðilagt til þess að rýma fyrir nýjum íbúðabyggingum þar sem fermetrinn mun ekki kosta undir 700.000 kr/m2 sem er ekki barnvænt verð. Þesar nýbyggingar munu skerða verulega búsetugæði þeirra sem nú þegar byggja þessi hverfi (og breyta íbúasamsetningu miðbæjar Reykjavíkur frá yngra fólki til eldri borgara.) 

23. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á heiður skilinn fyrir sitt skelegga framlag í kosningabaráttunni. Hann dregur glöggt fram það sem skilur framboðin að og berst í Borginni fyrir hinn góða málstað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418240

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband