Leita í fréttum mbl.is

15.05.2014

flutti Steingrímur J. Sigfússon varnarræðu á Alþingi Íslendinga fyrir tiltektir sínar í bankamálum þjóðarinnar. Við þær afleiðingar glímum við enn þann dag í dag.

 

Steingrímur lýsir í ræðunni  hvernig hann flutti innistæður landsmanna úr gjaldþrota búunum  yfir í það sem hann kallar nýju bankana sem skuldir þeirra og flutti síðan handvaldar eignir því til viðbótar sem andlag innistæðnanna. Auk þess, sem hann minnist auðvitað ekki á,  sem hann flutti valdar gjaldeyriseignir skuldheimtumannanna með til þess að greiða fyrir hlutafé þeirra þegar hann svo afhenti þeim tvo nýju bankana. En bæði Íslandsbanki og Aríon banki eru í eigu þessara aðila og vinna því fyrst og fremst fyrir hagsmunum eigenda sinna.  Sem fara ótrúlega saman við almenn sjónarmið innlendra skuldara sem nú á að gera sem mest fyrir.

Svo prentaði Steingrímur væntanlega  peninga eins og þurfti til að hreykja sér af „fullfjármögnuðum“ íslenskum bönkum í eigu erlendra  vogunarsjóða. Landsbankann gerði hann hann alfarið að ríkisbanka  og gerði þjóðinn að borga risavaxið skuldabréf í gjaldeyri sem hún veit ekki hvernig á að gera.

Honum verður í ræðunni tíðrætt um ákvæði Stjórnarskrárinnar um eignarréttinn sem hann svo fótum tróð  sjálfur með auðlegðarskattinum á sömu dögum, sem er önnur saga.

Öllu þessu lýsir Steingrímur í ræðu sinni á Alþingi þann 15.05.2014 sem nálgast má hér.

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140515T205625

Allar þessar aðgerðir sem hann þar lýsir leiddu til þeirrar hörmulegu niðurstöðu sem íslenska þjóðin er í í dag. Gjaldeyrishöft, snjóhengjur og hverskyns píslir sem ekki er útlit fyrir að létti í bráð. Hann minnist auðvitað ekki á það hvernig Forsetinn bjargaði þjóðinni frá Icesave hremmingunum sem hann ætlaði blákalt að leggja á bak hennar. 

Leiðir Steingríms í hruninu urðu til þessa að koma sem allra mestu af gjaldþroti einkabankanna yfir á herðar almennings og þeim ómælda skaða sem þessi einkafyrirtæki ullu saklausu fólki. Icesave var að vísu bægt frá en við sitjum enn eftir með þá hnúta  sem þessi maður batt  okkur með í bankamálunum.

Auðvitað var engin önnur leið rétt i bankahruninu  en sú gjaldþrotaleið sem íslenskum fyrirtækjum er skylt að fara.  Ríkið gat alveg eins gert ráðstafanir til innlendra innistæðutrygginga í því tilviki. Sparað okkur skilanefndirnar og alla þá endaleysu. Við gátum stofnað nýjan banka sem við ættum sjálfir landsmenn á grundvelli nýrra laga sem við settum sjálfir án tillits til annarra.  Við gátum tekið byggingar gömlu bankanna eignarnámi og allt innbú. Við gátum gert hvað sem okkur sýndist sem frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins með eigin gjaldmiðil sem bjargaði óneitanlega öllu fyrir okkur í samanburði við Evrulöndin. Og svo auðlindirnar. fiskimiðin og fólkið sjálft.

Það var upphaf ógæfu Íslands í dag , að Austurvallarindjánarnir börðu Steingrím J. Sigfússon til valda í búsáhaldabyltingunni. Allar þjáningar okkar síðan í fjármálum eru  afleiðing af tiltektum hans og fylgismanna.  Og gleymum  því heldur ekki hvaða flokkur og hvaða forystumaður hjálpaði mest til að koma honum til valda. Vonandi hefur honum eitthvað lærst af reynslunni  svo að þeir atburðir endurtaki sig ekki.

Íslenska þjóðin  þarf alvarlega og fljótt að hugleiða hvort hún á ekki skaðabótakröfur á hendur þrotabúum gömlu bankanna. Ræða Steingríms frá 15.05.2014 gefur fyllsta tilefni til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ó, hvað það er gott að sjá, að Hrunið skuli allt, hver einasta króna af meira en 5000 milljörðum, vera Steingrími J. Sigfússyni að kenna og engum öðrum !

Ómar Ragnarsson, 19.5.2014 kl. 08:32

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Tek undir með Ómari - - - Halldór minn - ertu alveg búinn að gleyma því að það voru þínir menn - bæði Sjálfstæðismenn og Frammarar sem orsökuðu hrunið - Það þýðir ekkert fyrir ykkur að reyna að kenna öðrum um það

Kristmann Magnússon, 19.5.2014 kl. 11:02

3 Smámynd: Elle_

Í guðanna bænum.  Var Halldór ekki að skrifa um hinn mikla og umtalaða drullu- og fjósamokstur sem Samfó-liðið og Steingrímur hældu sér af  eftir fall bankanna (sem féllu meðan Captain Johanna og Össur og co. voru með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn)?  Féllu ekki annars bankar um allan hinn vestræna heim?  Eða var það bara litli íslenski Sjálstæðisflokkurinn sem olli þessu?

Elle_, 19.5.2014 kl. 23:50

4 Smámynd: Elle_

Kristmann skrifar alltaf eins og Samfó-liðið (spilltasti hópur landsins fyrr og seinna) hafi ekki einu sinni verið í ríkisstjórn.  Kristmann, við vitum þau voru þarna, við sáum þau.  Nei, endilega hötumst út í alla hina.

Elle_, 19.5.2014 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband