23.5.2014 | 12:00
Bílahatrið
ríður sem kunnugt ekki við einteyming hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík auk þess sem það teygir sig inn í aðra flokka.
15. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Ólafur Kristinn Guðmundsson skrifar athyglisverða grein í MOrgunblaðið í dag:(Að vanda feitletrar bloggfari að vild)
"Undanfarin fjögur ár hefur núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur unnið að því leynt og ljóst að gera einn samgöngumáta tortryggilegan og gera þá sem kjósa að nota fjölskyldubílinn sem samgöngutæki að annars flokks borgarbúum. Á sama tíma er reynt með öllum tiltækum ráðum að stjórna því hvernig fólk ferðast og þröngva fólki á þá samgöngumáta sem þeim sem ráða hugnast best. Þessi forsjárhyggja er farin að minna óþyrmilega á stjórnunarhætti í Norður-Kóreu.
Samgöngur eru ein af þeim veitum sem sveitarfélögum ber að halda úti fyrir íbúana, alveg eins og hitaveita, vatnsveita, fráveita o.s.frv. »Samgönguveitan« samanstendur af mismunandi gerðum umferðar, sem allar eiga að vera jafn réttháar. Fólk á rétt á að velja hvort það kýs að ganga, hjóla, nota almenningssamgöngur eða fjölskyldubílinn. Það er nákvæmlega engin ástæða til að mismuna, eða etja þessum aðferðum til að ferðast hverri á móti annarri. Aðrar þjóðir og borgir gera það ekki, heldur sjá til þess að þetta vinni allt saman, samfélaginu til heilla.
Staðreyndin er sú, að um eða yfir 80% Reykvíkinga hafa kosið að nota fjölskyldubílinn sem helsta samgöngutæki sitt. Þau 20% sem eftir standa nota og hafa fullan rétt til þess að velja annað, en jafnvel þeir nota fjölskyldubílinn einnig, þegar þeir telja sig þurfa þess.
Bílar og samgöngumannvirki eru því eitt mikilvægasta samskiptakerfi okkar og grundvöllur vöruflutninga, þjónustu og að fólk geti hitt hvert annað þegar það vill. Það er eins og þeir sem nú beita sér hvað mest gegn því að fólk noti bíla líti svo á, að bíllinn sé einhverskonar skepna, sem ætli sér að útrýma mannkyninu, en svo er ekki. Bíll er bara tæki sem við mannfólkið höfum fundið upp til að gera líf okkar betra og þægilegra. Í hverjum bíl er fólk, sem hefur valið að fjárfesta í þessu tæki, greiðir fullt af sköttum fyrir þægilegheitin og á heimtingu á þjónustu að sama skapi. Þeir sem nota fjölskyldubílinn greiða mun hærri opinber gjöld til samfélagsins en þeir sem kjósa aðra samgöngumáta, auk þess að skapa þúsundir starfa.
Mjög stór hópur fólks á ekki annan möguleika en að nota fjölskyldubílinn til að komast á milli staða. Það eru ekki allir sem hafa heilsu eða löngun til að hjóla eða ganga af ýmsum ástæðum. Margir geta ekki notað annað vegna vinnu sinnar, fjarlægða o.fl. Síðan búum við hér á norðurhjara veraldar og því hefur veðurfar mikið að segja, sem og fjarlægðir í dreifbýlu og stóru landi.
Mestu skiptir þó að allar gerðir samgangna séu greiðar, hagkvæmar, mengunarlitlar og umfram allt öruggar. Allar þjóðir glíma við að láta alla samgöngumáta vinna saman. Nægir þar að nefna Hollendinga, en þeim tekst að vera öruggasta land í heimi þegar kemur að fjölda umferðarslysa, enda hafa þeir látið alla samgöngumáta þróast í sátt og samlyndi.
Stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er þveröfug. Nú á að þvinga meirihluta borgarbúa til að nota þann samgöngumáta sem eru leiðtogunum þóknanlegur og reyna að steypa öllum í þeirra persónulega mót. Þeir sem nota fjölskyldubílinn eru gerðir að annars flokks borgurum og allt gert til að hindra þeirra för með tilheyrandi kostnaði og töfum fyrir þá sem eru akandi og óþarfa mengun og sóun fyrir samfélagið. Gerður var samningur við síðustu ríkisstjórn um að fara í engar framkvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík. Viðhald er nánast ekkert og því allar götur að molna niður.
Þessari þróun þarf að snúa við og það er tækifæri til þess 31. maí næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu í þessum málaflokki. »Sjálfbærar skynsamar samgöngur fyrir alla.«
Hér er talað tæpitungulaust um staðreyndir málsins. Fátt var meira kærkomið í minni litlu fjölskyldu en þegar við komumst yfir fyrsta bílskrjóðinn, 13 ára gamlan Bjúikk sem hún amma mín blessuð gaf mér aura fyrir.
Við gátum komist með börnin úr kjallaranum í Skipasundinu á gras út fyrir bæinn eða heimsótt foreldrana sem bjuggu ekki í strætófæri. Okkur fannst við hafa himinn höndum tekið og maður lá hiklaust löngum í götunni við að gera við hann. Sannkallaður fjölskylduarinn var þessi bíll. Enn hangir upp hjá okkur stór litmynd af þessum fjölskyldugimsteini sem hann sannarlega var.
Ég skil alls ekki hvernig þær fjölskyldur ætla að lifa, sem eiga að búa bíllausar í blokk í Vatnsmýrinni þar sem flugvöllurinn er nú. Hvernig þær geta farið með börnin sín til að heimsækja ættingja og vini?Hvert börnin eiga að fara út til að leika sér? Eru Kvosarbúllurnar hinn eftirsóknarverði nábúi barnafólksins í 101?
Það er ánægjulegt að þessi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í 15.sæti vekur athygli á bílahatri meirihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hvernig ætli fólk komist eiginlega af í löndum þar sem illmögulegt ef ekki ómögulegt er að komast á milli staða án þess að nota almenningssamgöngur..
Hefur þú aldrei komið í erlenda stórborg Halldór?
Það hefur ýmislegt breyst í almenningssamgöngum frá því þú fékkst fyrsta bílskrjóðinn, það er enginn gata í Reykjavík sem er "ekki í strætófæri"
Og sjáðu til, þó að fólk eigi bíla til að heimsækja vini og ættingja, þá eru margir sem vilja líka eiga þess kost að komast auðveldlega á milli staða á hjóli, gangandi eða með strætó
Jón Bjarni, 23.5.2014 kl. 17:26
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alsaklaus af bílahatrinu.Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þar til fyrir stuttu síðan lætur helst engan dag líða án þess að koma því að í fjölmiðlum, sem hann hefur greiðan aðgang að, að hann styðji skipulagsstefnu Dags og co.Meðan Sjálfstæðismenn lísa ekki yfir frati á þennan mann,þá geta þeir sjálfum sér um kennt hvernig staðan er.
Sigurgeir Jónsson, 23.5.2014 kl. 21:59
Hér er ræðir Halldór um þvingaðar aðgerðir í gatnagerð, fólk vill ráða því hvaða ferðamáta það notar,það er ágætt hafi það val,en miður ef einkabíllinn er hornreka. Margt gott er til eftir breytni í erlendum stórborgum,en höfuðborg okkar líkist ekki erlendri stórborg,það helgast af stærðinni og mannfjöldanum.. Hvenær spyr maður hvort pistlahöfundur-(ar) hafi ..komið,, í erlenda stórborg;? -Þú lærir nú lítið af umferðinni sem ferðamaður. En eitt held ég að sé rétt að Halldór lærði verkfræði í Þýskalandi og hlýtur að hafa notið þeirra storgóða vegakerfis,þar sem 320,þús aka kannski milli tveggja borga á einum degi. Þar er líka ekið á 120-140 km.hraða að minnsta kosti,nema á sveitavegunum,sem eru líka afar góðir.
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2014 kl. 22:36
Þessi Moggagrein er nú hreint stórkostlega fyndin! :)
Einar Karl, 24.5.2014 kl. 08:49
Jón Bjarni, enda eru gangstéttir þarna niður frá sem auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að nota, hver einasta 30 km/kls gata er flottur reiðhjólastígur líka.
Fólk hefur alveg gott val um það nú þegar hvernig það ferðast á milli staða, heimskan í þessu er að troða þessum stígum niður á umferðaþungar götur til að torvelda umferð eins og það sé einhver regla að hjólreiðamenn þurfi að hjóla á nákvæmlega sama stað og þeir sem eru keyrand á bílum.
Hverfisgatan er gott dæmi um það ásamt borgartúni, allstaðar þarna í kring eru flottar 30 km/klst götur þar sem er ekki mikil umferð sem er flott fyrir hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur, laugarvegurinn er besta gatan af þeim öllum fyrir þá sem eru á hjólum.
Maður er farinn að halda að hjólreiðamenn séu haldnir svo mikilli athyglissýki að þeir verði að fá að vera þar sem "allir hinir (fólk á bílum)" eru.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.5.2014 kl. 09:51
Ég nota hjól mikið og finnst gaman að hjóla en ég hef ekki efni á að nota það í vinnuna nema spari.
Ég tel að á íslandi snúist þetta að miklu leit um minnimáttarkend eða öfund, yfir því að ráða illa við að reka bíl. Virkir einstaklingar munu alltaf nota einkabíla á íslandi, einfaldelga vegna þess hver mínúta í vinnu skiptir þá máli til að vera samkeppnisfær og einkabíllin skilar þeim arði. Á íslandi er meiginreglan sú að menn fara í strædó eða á hjóli í vinnuna ef tíminn þeirra er ekki nógu mikils virði til að borga rekstur einkabíls. þetta gildir ekki í Stórborgum því þar er oft hagkvemara tímaleg að nota hjól eða almenningsamgöngur.
Guðmundur Jónsson, 24.5.2014 kl. 12:13
inntakið í færslu Halldórs er það að fjölskylda geti ekki lifað án bíls.. Það er einfaldlega ekki rétt.
Jón Bjarni, 24.5.2014 kl. 15:12
Ég held að Guðmundur Jónsson sé með það sjónarmið sem mér hugnast. Valfrelsi og spurninguna um hvað þú ert að basla við í lífinu, Hjólið er ekki fyrir streesaðan lífsmáta sem ætlar sér að komast yfir mörg viðfangsefni á tímaeininguna. Slíkt fólk vill ekki láta tefja sig í umferðinni, því liggur á.Öðrum kann að liggja ekki á en þeir eiga ekki að tefja hina, Þessvegna æa að raða í bekki í skólunum eftir hetu og vilja.
Halldór Jónsson, 24.5.2014 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.