Leita í fréttum mbl.is

Mismununin mikla

í lífeyrisréttinfum verður Guðjóni Tómassyni að umræðuefni. í Morgunblaðsgrein í dag. Meðan ríkisstarfsmenn hafa fyrir löngu sótt sér með verkföllum fyllilega sambærileg laun eða betri og eru á almennum markaði, þá hafa þeir haldið eða aukið á verðtryggð lífeyrisréttindi  sín sem áður voru uppbætur vegna lágra launa. Guðjón skrifar:(bloggari feitletrar að vild)

"Sé litið yfir tímabilið frá 1956 til ársloka 1990 er það fyrsta sem kemur í ljós, að sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki með í ríkisstjórninni þá virðist sem stjórnirnar missi allt aðhald í stjórnun fjármála og eytt hafi verið langt umfram sjálfsaflafé á hverjum tíma og það er alltaf ávísun á verðbólgu. Það er lítill munur á óstjórninni hjá Hermanni Jónassyni og syni hans Steingrími Hermannssyni. Hins vegar keyrði alveg um þverbak hjá stjórnum Ólafs Jóhannessonar eftir að hann sagði við vinnuveitendur að menn hefðu nú oft þurft að stinga sér til sunds, þó ekki sæist til lands. Enda náði verðbólgan vel á annað hundrað prósent, enda varð stjórnin að segja af sér og við tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem nefnd var Viðeyjarstjórnin.

 

Hjá öllum hreinum vinstristjórnum virðist aldrei hugað að því að eiga fyrir útgjöldum, heldur að ráðstafa fjármunum sem ekki eru til. Það er einnig rétt að hafa það í huga, að það var ekki kvótakerfið sem olli núningi milli þings og þjóðar. Það var hið frjálsa framsal kvótans, sem vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ákvað að lögfesta án þess að taka upp veiðigjöld samhliða. Þessi axarsköft hafa kostnað, að nánast hefur verið stríðsástand milli útgerðar og þjóðar í um það bil tvo áratugi.

 

En lítum þá aðeins á það sem hefur verið að gerast í borgarmálunum. Allt frá því Ingibjörg Sólrún hóf innrás í borgarmálefnin hafa fjármál borgarinnar verið afar döpur. Byrjað var að ráðast á tvö öflugustu fyrirtæki borgarinnar, það er Hitaveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Reykjavíkur. Þessum fyrirtækjum var steypt saman í Orkuveitu Reykjavíkur. Síðan var fyrirtækið gjörsamlega holað að innan með skattlagningum til borgarsjóðs. Mér þykir það merkilegt að blaðamenn skuli ekki hafa upplýst þjóðina um það sem þarna var að gerast. Þessi stöndugu borgarfyrirtæki voru nánast gerð gjaldþrota. Já Bretar eiga sitt Royal Alberthol , en við fengum bara Royal Alfreðhol og þegar húsnæðið var tekið í notkun sendi Alfreð Þorsteinsson út boðskort í sínu nafni og hættu þá margir við að koma, þar sem þeir þóttust vissir um að hann greiddi ekki kostnaðinn.

 

Vissir þú lesandi góður, að það er búið að setja sérstök lög, sem undanþiggja Reykjavíkurborg frá því að vera undir skuldahámarki því sem öllum sveitarfélögum ber að vera undir? Já, Steingrímur og Jóhanna sáu um sína. Eins kjörtímabils frestun til handa Reykjavíkurborg. Mér finnst eins og merking orðanna dagsatt hafi breyst eftir að Dagur B. Eggertsson varð oddviti borgarstjórnar. Það er alltaf reynt að fela sannleikann með marklausu orðagjálfri um það sem þeir vilja gera, en gera ekki.

 

Eru allir jafnir fyrir lögum? Nei, aldeilis ekki, því hér vaða uppi sjálftökuhópar opinberra starfsmanna í ráðuneytum og sveitarstjórnum, sem virðast passa það, að þeir séu ávallt aðeins jafnari en aðrir. Þetta stafar eflaust af því að það er sammerkt með öllum þessum: ráðherrum, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum, að þeir hafa val um það í hvaða lífeyrissjóð iðgjöld þeirra fara og velja auðvitað allir sjóð með ríkisábyrgð. Hins vegar þurfa þeir sem eru í almennu sjóðunum að lúta tryggingafræðilegu mati, sem í mörgum tilfellum hefur leitt til lækkunar á greiðslu til lífeyrisþega um allt að 40%. Í dag eru skuldir ríkissjóðs vel á sjötta hundrað milljarða vegna ríkisstarfsmanna. En þar með er ekki öll syndasagan sögð, því með þessu er aðeins búið að bæta við öllum þeim sem áður er búið að skerða lífeyri hjá sem ábyrðarmönnum á heildarskuldbindingum ríkisins vegna skuldar ríkisins við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.

 

Þar sem mér hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hversu margir eru í kerfinu hvoru fyrir sig, þá er mér ómögulegt að segja með vissu hver munurinn er, en trúlega er hann yfir eittþúsund milljarðar króna. Það er ljóst, að þessum mismun er ekki hægt að eyða með einu pennastriki. Og enn síður er hægt að troða þessum mismun undir jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Krafa mín er einföld, Alþingi ber að sjá til þess, að allir landsmenn séu jafnir fyrir lögum þessa lands. Það er til dæmis alveg óþolandi að lesa í viðtali við seðlabankastjóra, að séreignarsparnaður hans væri 7%, þegar hann var 4% hjá öðrum, og síðan lækkaður í 2%. En þegar ég kannaði málið frekar kom í ljós að þetta er almennt hjá fjármálastofnunum. Já, þeir fengu hér áður 13. mánuðinn, en núna fengu starfsmenn Landsbankans sérstakan bónus, kringum mánaðarlaun, fyrir að vera til eða hafa staðið sig það vel að ná inn fjármunum af þeim sem voru að missa allt sitt. Hverskonar siðgæði er þetta sem þjóðinni er boðið upp á? Þennan ósóma verður að stöðva og draga þetta sjálftökulið út úr ráðuneytunum, og sjá til þess að það hafi engan aðgang að gerð kjarasamninga fyrir hönd ríkisins. Það að binda laun við ákveðna menntun eða prófgráður verður að hætta, enda hefur það aldrei átt rétt á sér. Ég vil til glöggvunar taka tvö dæmi, annars vegar er það breytingin á námi til ljósmóður, sem fór úr tveggja ára framhaldsnámi í sex ára háskólanám. Var breytingin af faglegum eða kjaratæknilegum ástæðum? Fyrir tæplega 40 árum síðan fór kunningi minn til Bretlands í flugnám og lauk því. Hann flaug síðan sem flugstjóri um allan heim. En þegar hann fluttist heim til Íslands hafði hann ekki réttindi hér, þar sem búið var að skilyrða það að viðkomandi hefði lokið landsprófi, þó það hafi ekkert með flugkunnáttu að gera.

 

Ágætu ráðherrar, þingmenn og starfsfólk Alþingis, það er ykkar að sjá til þess, að allir landsmenn búi við sömu lög, og sjá til þess að stjórnarskráin sé virt. Það þarf að byrja á því að segja sannleikann og biðja þjóðina afsökunar á stjórnarskrárbrotum ykkar. Síðan þurfið þið að vinna að víðtækri samvinnu um leiðréttingu á þeim mun sem er milli almenna lífeyrissjóðakerfisins og opinbera kerfisins. Fyrr verður aldrei nein þjóðarsátt.

 

Engar smjörklípuaðferðir né heimildir til innleiðingar á kaupaukakerfum hjá bankamönnum né opinberum starfsmönnum, sem vinna hjá ráðuneytum eða öðrum stofnunum ríkisins. Það verður að komast fyrir allar heimildir til sjálftöku launa hjá öllum þjónustuaðilum ríkisins. Leggja þarf niður kjararáð, en þess í stað verði skylt að leita samþykkis fyrir öllum breytingum á launum opinberra starfsmanna hjá heildarsamtökum atvinnulífsins, það er SA og ASÍ, til að hindra aðgengi sjálftökufólksins að beinum samningum við ríkið.

 

Kjósandi góður, nú ber nauðsyn til að huga að uppbyggingu heiðarlegs þjóðfélags, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, en til þess að svo verði þarf að tryggja að aldrei aftur verði mynduð hrein vinstristjórn. Þegar Framsókn festist í vinstrivillunni þá hrynja öll fjármálin, sama hve oft menn reyna að breiða yfir slóð sína með nafnabreytingum á flokksbrotunum. Alþýðuflokkur verður Samfylking, Besti flokkurinn verður Björt framtíð, allt gert til að blekkja, en enginn þorir að segja sannleikann um ástand þjóðarbúsins, né að upplýsa það hvernig þeir þverbrjóta stjórnarskrána nær því daglega."

Svo mörg eru þau orð. Alþingismenn þegja vandlega yfir því að þeir eru daglega að hygla sjálfum sér með því að tryggja sér verðtrýggðan lífeyri umfram almenning sem verður á endanum að borga fyrir lúxusinn til opinberra starfsmanna af skertum lífeyri sjálfs sín. Þeir ræna umbjóðendur sína á hverjum degi og draga till sín lífeyri sem öðrum stendur ekki til boða.  Það væri gaman að fá upplýst hver mánaðarlaun fyrrum ráðherra verða þegar þeir láta af störfum. Reikna til dæmis þá með lengstan starfsaldurinn til að verkamenn þessa lands fái réttan samanburð.

Hverniger hægt að afgreiða fjárlög ár hvert og láta sem eftirlaunaskuldbindingin sé ekki til.

Eða hin mikla  mismunun milli Jóna og séra Jóna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband