Leita í fréttum mbl.is

150 lækir!

runnu til mín á síðuna eftir siðustu færslu. Ég er að sjálfsögðu með það alveg á hreinu að þessir lækir renna til Guðbjargar Snótar sem skrifar þá grein sem er efnið í færslunni. Ég bara feitletra og segi örfá orð.

Sumir athugasemdarmenn láta hinsvegar að því liggja að ég sé að með þessu að tala  niður til Dags B. Eggertssonar. Ég er alls ekki að gera lítið úr Degi B.. "Hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé sætur og geri allar stelpur vitlausar í sér". Hann Dagur á virðingu mína sem dugnaðarmaður, ræðumaður, læknir og glæsimenni. Þetta eru allt hæfileikar sem mig skortir algerlega. Því skyldi ég ekki taka ofan fyrir slíkum manni? 

Hitt er annað mál, og mér finnst ég hafa komið tl skila, að hans skoðunum er ég ekki sammála þegar kemur að kratismanum. Sú stefna vill gera alla að leiguliðum í bæjarblokkum og hjólríðandi lattelepjandi miðbæjarlýð að því að mér finnst stundum.  Ég get heldur ekki ekki samsinnt þeim Sjálfstæðismönnum sem eru sömu skoðunar og hafa sýnt það í verki við ýmis tækifæri. Menn eiga að mínum dómi að vera í pólitík og berjast af hörku. Setja út á allt sem andstæðingurinn gerir er skylda manns í stjórnmálum.

Þessu til viðbótar finnast Reykvískir kjósendur vera algerlega úti að aka úr því að þeir geta ekki séð að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Flugvellir eru nauðsyn í nútímanum eins og bíllinn. Ég er þannig miklu meiri Bandaríkjamaður í hugsun en Evrópumaður sem býr í því í þröngbýli sem þar er.

Allar borgir í Ameríku hafa flugvelli. Bandaríkin og Canada eru víðlend. Ísland er stórt fyrir hvern íbúa eins og Canada og Bandaríkin eru. Evrópa er svo lítil að flestir bara keyra á milli borga á autobananum.  Samgöngur eru nauðsyn fyrir efnahagslífið og undirstaða undir öllu hinu. Jafnvel Darios gamli Persakóngur hafði betri skilning á nauðsyn samgangna heldur en Samfylkingin einum þrjú þúsund árum síðar.

Evrópumenn í ESB eru þó langt  frá eins þröngsýnir og Kvosarliðið hérna hjá okkur. Mér finnst borðliggjandi að efla Reykjavíkurflugvöll og hafa þaðan stöðuga flugtraffík til styttri vegalengda utanlands. Það eiga að rísa þar myndarlegar flugafgreiðslur, viðskiptamiðstöðvar, með flugvélaviðgerðum auk  menningaraðstöðu. Völlurinn á að vera hjarta Reykjavíkur sem allir elska og skilja þýðingu hans fyrir atvinnulífið og framfarirnar í landinu. Að þetta lattelið og stóúspekingasöfnuður á krám í Kvosinni eigi að vita allt um borgaskipulag er mér og mörgu nútímafólki óskiljanlegt. Fyrir mér eru það viðskiptin og atvinnulífið sem skiptir öllu máli svo hægt sé að halda úti menningu, listamannalaunum og sinfóníuhljómsveitum. Án athafna er ekkert nema örbirgð í boði.

Ég þakka fyrir 150 læki til  færslunnar hér á undan, líka frá þeim sem ég skil ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Eiga" menn að setja út á allt sem andstæðingurinn gerir?? Hvað ef hann slysast til að gera eitthvað gáfulegt? Á maður þá samt að vera á móti, bara til að vera á móti?

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 11:35

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki spurningin frekar "meiga" menn setja ut a allt (flest) sem andstæðingurinn gerir?

Sérstaklega ef það sem hann er að gera er tom vitleysa?

Hvers vegna a að gera litið ur mönnum sem voga sér að benda a mistökin (vitleysuna)?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 28.5.2014 kl. 15:40

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Vésteinn

einn sannfærður kommúnisti var með mér í esturþýskalandi um 1958. Við ræddum A-Þýskaland og eins flokks kerfið þar. Hann sagði af barnslegri sannfæringu við mig:" En það þarf enga stjórnarandstöðu þegar stefnan er rétt." Á að vera á móti einhverju sem réttum manni finnst gáfulegt?

Halldór Jónsson, 28.5.2014 kl. 21:46

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heldurðu að ég meini að stjórnarandstaða sé almennt til óþurftar? Eða eru þetta útúrsnúningar?

Ég skal taka dæmi svo þú skiljir mig: Ég var mjög andsnúinn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Ég tel samt það hafa verið rétt að reyna að koma böndum fjölmiðlalaga á veldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hefði þá verið eðlilegt að ég hamaðist á móti skynsamlegum ráðstöfunum vegna þess að þær komu frá röngum aðilum?

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband