Leita í fréttum mbl.is

"Tæp­lega þriðjung­ur

 íbúa Bret­lands ját­ar að vera hald­inn kynþátta­for­dóm­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn um fé­lags­leg viðhorf. Hlut­fallið hef­ur hækkað og er nú á við það sem var fyr­ir 30 árum síðan.

BBC seg­ir frá þessu og vís­ar í sam­an­b­urðar­rann­sókn­ina Brit­ish Social At­titu­des sur­vey sem rann­sókn­ar­stofn­un­in NatCen hef­ur unnið á hverju ári frá 1983.

Sam­kvæmt nýj­ustu niður­stöðum lýstu 30% svar­enda sjálf­um sér þannig að þeir væru haldn­ir „mjög“ eða „litl­um“ kynþátta­for­dóm­um. Lægst var hlut­fallið árið 2001, þegar 25% svar­enda geng­ust við kynþátta­for­dóm­um. For­dóm­arn­ir virðast því hafa auk­ist síðan.

BBC hef­ur eft­ir fram­kvæmda­stjóra NatCen, Penny Yong, að þess­ar niður­stöður veki áhyggj­ur.

Flest­ir vilja færri inn­flytj­end­ur

Nokk­ur mun­ur var á svör­um eft­ir lands­hlut­um. Þannig sögðust fæst­ir íbú­ar miðborg­ar London vera for­dóma­full­ir, eða 16%. Hæst var hlut­fallið meðal íbúa Miðvest­ur-Eng­lands, eða 35%.

Eldri karl­menn í verka­manna­störf­um voru lík­leg­ast­ir til að segj­ast hafa for­dóma, en at­hygli veg­ur að aukn­ing­in var mest í hópi ungra, menntaðra karla í sér­fræðistörf­um. For­dóm­arn­ir voru þó meiri eft­ir því sem fólk var eldra, 25% í hópi 17-34 ára, sam­an­borið við 35% hjá fólki eldra en 55 ára.

Í könn­un­inni er spurt hvort fólk myndi lýsa sjálf­um sér sem for­dóma­full­um gagn­vart fólki af öðrum kynþátt­um. Yfir 90% þeirra sem geng­ust við for­dóm­um sögðust vilja sjá inn­flytj­end­um fækka í Bretlandi. Það sama sögðu hins­veg­ar 73% þeirra sem sögðust ekki hafa neina kynþátta­for­dóma."

Er þriðjungsskoðun þjóðar fordómur? Er Samfylkingin sem er þriðjungur þjóðarinnar fordómur? Þó mér kannski finnist það stundum svo, þá get ég tæplega haldið því fram í alvöru.

Af hverju eru það fordómar að hafa skoðun á innflytjendum? Æskilegum og ekki æskilegum með tilliti til þjóðaröryggis? Hver er munurinn á skoðun og fordómi? Hvað er fordómur? Hvað er heilbrigð skoðun í kynþáttamálum? Eru allir menn jafnir? Alltaf?

Tæplega þriðjungur er ekki áhrifalaus minnihluti? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband