Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur - In Memoriam

Á morgun verður dauðadómur Reykjavíkurflugvallar innsiglaður með stórsigri Samfylkingarinnar, S.Björns og hins nýja Borgarstjóra Dags.B.Eggertssonar í  kosningunum.

Skiptin á dánarbúinu eeru þegar hafin. Bílaleiga Akureyrar er farin að girða af stórt svæði úr óskiptri Fluggarðalóðinni sem Reykjavíkurborg afhenti Fluggarðafólkinu með uppdrætti Magnúsar Sædal byggingafulltrúa og hefur síðan verið notuð til að jafna niður gjöldum á flugskýlin. Þar eiga nú að koma flákar af biluðum og gömlum bílum. En flugskýlin í Fluggörðum  hafa nú greitt skatta og skyldur í áratugi án þess að fá nokkra þá þjónustu sem bæjarfélög veita skattþegnum sínum. Það er yfirleitt alltaf betra að vera innanbúðar fremur en utanbúðar í valdakerfinu.

Framkvæmdir eru þannig þegar hafnar á Fluggarðasvæðinu án þess að minnsta samráð hafi verið haft við þá sem fyrir eru. Búið er að gefa út heimild til að rífa félagsheimili flugmanna að Þorragötu án þess að þeim hafi svo mikið sem verið gert viðvart um hvað til standi. Þetta er hinn nýji stíll stjórnmála  sem birtist vel í orðum oddvita arftaka  besta flokksins, þegar hann var spurður að hvert kennsluflug ætti að fara. Lærið þetta bara í útlöndum sagði þá S.Björn. Og bætti við að nú hefðu þeir völdin og ætluðu að nota þau.

Á kveðjustund verður margt ósagt sem maður vildi hafa sagt. Það eru Reykvíkingar sem hafa sagt sitt síðasta orð. Ríkisvaldið lyppast niður að vanda þegar umræðustjórnmálin hafa tekið við. Reykjavíkurflugvöllur skal verða lagður niður án tillits til einhverra undirskrifta sérvitringa  á blaði. 

Á morgun kveðjum við Reykjavíkurflugvöll eins og við þekktum hann. Hann er lagstur undir hnífinn hjá lækninum Degi B. og jarðarfararstjóranum S.Birni. Samkór Reykvískra kjósenda syngur útfararsálminn. 

Minning hans lifir með okkur sem lifðu með honum langa ævi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það á að sjálfsögðu að vera með flugvöllinn áfram meðan aðrar betri lausnir eru ekki í stöðunni. En það þýðir hinsvegar ekki að ekki sé hollt að líta til framtíðar og horfa út fyrir rammann. Að mínu viti á að vera tenging milli sjúkraflugsins,Landspítala og háskóla sem sinnir menntun á heilbrigðissviði. En það er líka hagur í því að hafa innan- og utanlandsflug á sama stað. Og það vantar. Þessvegna finnst mér vera vel athugandi að vera með innanlandsflug í Leifstöð, staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús í nágrenni og flytja heilbrigðisdeildir háskólans í Reykjavík til Keflavíkur og jafnvel sameina við Keili. En flugvöllurinn þarf ekkert að fara í burtu úr vatnsmýrinni ef grundvöllur er fyrir rekstri. Sauðkrækingar eru með flugvöll,eins Akureyringar og á Egilstöðum, hversvegna þá ekki Reykvíkingar?

Jósef Smári Ásmundsson, 30.5.2014 kl. 10:44

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Væti þá ekki ráð að flytja stjórnarráðið með spítalanum og flugvellinum og hætta við sundabraut en leggja þess í stað vegi sem tengja suðurnes beint við þjóðleiðir austur og norður. 

Annars er líka möguleiki að flytja þetta bara allt á Selfoss, þar er ágætt pláss.    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2014 kl. 11:39

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ágætu vinir

Ég er ekki að skrifa þetta í neinu gríni heldur vegna hins pólitíska veruleika sem við mun blasa á sunnudaginn ef marka má skoðankannanir. Þetta sem þið nefnið sem svör munu koma til greina með tímanum ef svo fer fram sem horfir.

Halldór Jónsson, 30.5.2014 kl. 12:23

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

LANDSSTJÓRNIN hlýtur að grípa inn áður en kynvillingarnar í xs spila rassinn úr buxunum.

Jón Þórhallsson, 30.5.2014 kl. 12:40

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er ekkert að grínast Halldór. Ástæðan fyrir að ég bendi á Keflavík Hrólfur er að þar er þegar til staðar Flugvöllur fyrir utanlandsflug sem hefur verið byggður upp með ærnum tilkosnaði. En tillagan um að flytja stjórnarráðið til selfoss er kannski alls ekki svo galin þó það komi þessu máli ekkert sérlega mikið við."Þetta sem þið nefnið sem svör munu koma til greina með tímanum ef svo fer fram sem horfir". Að sjálfsögðu Halldór, enda hélt eg að það kæmi skýrt fram. Eg vona að nyjir borgarfulltrúar fari eftir þeim vilja sem komið hefur fram í skoðanakönnunum en taki ekki Úrslit kosninganna sem viljayfirlýsingu þar sem það var nú ekki bara verið að kjósa um þetta mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.5.2014 kl. 12:42

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mig blöskrar orðbragðið hjá Jóni Þórhallssyni sem er með færslu þarna rétt á undan. Persónulega myndi ég ekki leyfa svona lagað á minni siðu. Fyrir utan það að þetta tengist engann veginn efni færslunnar. Er þessi maður eitthvað veikur.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.5.2014 kl. 12:54

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Mér var það ljóst Halldór að þú varst ekkert að spauga, enda er það almennt ekki þinn stíll. 

En þegar menna fara að tala um að naga utan af flugvellinum okkar og flytja landsspítalann til Keflavíkur þá er komin klár ástæða til að taka upp spaug.

Ef Reykjavík á að vera höfuðborg okkar íslendinga þá á flugvöllurinn að vera þar sem hann er.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2014 kl. 19:43

8 Smámynd: Halldór Jónsson

kemur það ekki af sjálfu sér mínir ágætu að afsali sér Reykjavík höfuðborgarhlutverkinu sem miðstöð landsins, þá tekur einhver annar við. Framundan eru erfið ár fyrir Reykjavík þar sem hún mun leita að sjálfri sér. En öll él birtir upp um síðir og hyggjuvit Ingólfs og gæfa mun aftur skína yfir þessa voga og sundin blá. Reykjavík hristir þetta af sér einhvernveginn.

Halldór Jónsson, 30.5.2014 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband