Leita í fréttum mbl.is

Heimastjórnin

birtist óvænt á ÍNN í kvöld.

Það var hressandi að fá þá fjórmenningana til að fara yfir kosningarnar og brugðust þeir hvergi.

Ingvi Hrafn flutti eina af sínum bestu ræðum í lok þáttarins þegar hann þakkaði öllu sveitarstjórnafólkinu sem leggur á sig ómælda vinnu fyrir samborgarana. Mest utan síns vinnutíma í illa borgaðri yfirvinnu sem bitnar á fjölskyldulífinu og börnunum ekki síst.

Mér finnst það ætti að gera störf bæjarfulltrúa betur launuð og viðurkenna störf þeirra. Og líka láta þá vinna meira ef þeir eru tilbúnir til.  Mér finnst að pólitískir fulltrúar eigi hreinlega að ryðja út ráðnu fólki í miðri stjórnsýslunni. Ekki bara sé bæjarstjóri á furstakaupi í heilsdagsstarfi heldur verði meirihlutamenn í fullu starfi sem sviðstjórar  inni á bæjarkontórunum og ráðnum starfsmönnum fækki að sama skapi. Svo er bara hreinsað út eftir kosningar þegar menn axla sína pólitísku ábyrgð. Þannig velkist bæjarbúinn ekki í vafa við hvern hann er að tala og hvernig sá viðmælandi getur ekkert skotið sér á bak við næsta embættismann.  Hann fær beinan aðgang að þeim sem hann kaus.

Jón Kristinn sagði úrslit kosninganna í Kópavogi vera greinilega þau, að fólkið hefði kosið Ármann áfram sem bæjarstjóra og síðan nýtt fólk í nýjan meirihluta. Það væri ekki gamla Framsókn heldur Björt Framtíð sem kemur ný inn með 2 fulltrúa þó Framsókn hafi hangið á sínum kalli.  Alveg sama þótt Ingvi Hrafn botni ekki hætishót í þvi frekar en ég fyrir hvað þessi flokkur stendur annað en kannski skeggjað andlitið á Guðmundi Steingrímssyni, þá voru þeir kosnir inn sem nýtt afl. Kjósendur töluðu með þessum hætti. Þeir vildu þessa breytingu.

Þeir vöktu athygli á stórtapi gömlu vinstriflokkanna um allt land, Samfó og VG sem tapa stórt allstaðar   nema í Raykjavík. Gulli spurði hversvegna í ósköpunum Bjartri Framtíið geti dottið það í hug að kjósendur  hefði falið þeim að leiða þessa gömlu flokka aftur til valda utan Reykjavíkur?

Í framhaldi af því fannst mér ég mega álykta að að Dagur B. og Samfó í Reykjavík hafi ekki verið kosin til þess að leiða EssBjörn og leifarnar af hans grínaraflokki aftur til valda heldur taka saman við Sjálfstæðisflokk til að hrinda einhverjum góðum málum áfram undir forystu Dags B sem borgarstjóra.

Ég vildi óska að Ingvi Hrafn, sem auðvitað hegðar sér á ÍNN eftir reglunni éáetta og émáetta þegar hann stýrir ÍNN, myndi skilja það að við þessir pólitísku þöngulhausar útí bæ þurfum beinlínis á því að halda að fá hressilegar umræður Heimastjórnarinnar á hverjum föstudegi. O hann má alveg borga greyjunum eitthvað fyrir tímann þeirra, sem ég veit ekki hvort fá nokkurstaðar fast kaup nema kannski Gulli niðri á þingi, en spara sig hvergi eins og sveitarstjórnarfólkið gerir sem Ingvi Hrafn hrósaði.

Maður lætur sig hafa rauðlitaðann Sprengisandinn hans Sigurjóns á sunnudagsmorgnum. Maður getur ekki sleppt því.

Heimastjórnina því á hverjum föstudegi kl 20:00 sem mótvægi við það  vesgú Ingvi Hrafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband