6.6.2014 | 09:43
Við Borgarhliðið
skal moskan standa segir Kóraninn.
Gunnar Torfason skrifar hugleiðingu um moskumálið ó Morgunblaðið í dag og verðu þar með líklega flokksbróðir okkar Sveinbjargar eftir það. Gunnar segir svo(bloggari feitletrar að vild):
"Hinn virti og góði málari og blaðamaður Gísli Sigurðsson ritaði í apríl 1964 litla grein um þá skömm og neikvæðu áhrif sem leifarnar af bröggum og íbúðaskúrum í Múlakampi væru fyrir ímynd og áhrif borgarinnar í augum ferðamanna, sem sóttu Reykjavík heim fyrir 50 árum.
Hann segir frá óskum ferðalanga um að fá að sjá fátækrahverfin, »slummið« í borginni. Leiðsögumaður sagði að það væru engin fátækrahverfi í borginni. »Hvað er þetta?« spurðu þeir, þegar þeir fundu leifar af braggahverfi og kofakumböldum. »Leifar frá stríðsárunum,« sagði leiðsögumaðurinn, »það er sem óðast verið að rífa þetta.«
Það er haft fyrir satt að sumt af þessu braggafólki kæri sig ekki um að flytja burt. Og Gísli spurði: Á þetta fólk að ráða útliti borgarinnar? Gísli lýkur grein sinni þannig: »En argasti smánarbletturinn er þó Múlahverfið eða Múlakampurinn sálugi. Þar er nú orðið lítið sem ekki neitt af bröggum, en þau hús hafa leyst þá af hólmi, að síst eru þau betri og það er eini staðurinn í Reykjavík fyrir utan Höfðaborgina, sem ég mundi kalla »slum«. Ég hef iðulega að sumarlagi séð útlenda ferðamenn stíga út úr bílum sínum á Suðurlandsbrautinni til þess að taka myndir af þessum óþrifnaðarbletti. Aftur á móti man ég ekki til þess, að ég hafi séð þá líta í hina áttina þar sem blasir við Laugardalurinn með fögrum mannvirkjum allt í kring; eitt fegursta útsýni sem séð verður í Reykjavík.«
Af hverju er ég að skrifa um Múlakamp? Ég sem ætlaði að skrifa örfá orð um staðsetningu mosku múslima við Suðurlandsbraut. Jú, Múlakampurinn heitinn og lóð undir moskuna eiga það sameiginlegt að vera bæði við Suðurlandsbraut/Miklubraut og það rétt innan við borgarhliðið eða þann stað sem hliðið ætti að vera á ef það væri til.
Sem erlendur ferðamaður færðu hér fyrstu áhrif af borginni við Sundin. Fyrir 50 árum varstu boðinn velkominn í borgina með »slummið«; á morgun verður þú boðinn velkominn í íslamska borg hér norður undir norðurpól. Stór íslömsk moska verður risin þar sem í gær var skjaldarmerki Reykjavíkur mótað með blómum í viðkomandi litum.
Úthlutun moskulóðarinnar, án nokkurra kvaða um greiðslu gatnagerðar- og tengigjalda; sem sagt ókeypis, hefur farið fram í skjóli slagorða um að hér á landi sé trúfrelsi. Þetta skjól er mér og mörgum, mörgum fleiri óskiljanlegt. Í minni orðabók þýðir trúfrelsi að utanaðkomandi, til dæmis innflytjendur, geti stundað sína trú án afskipta stjórnvalda svo fremi að sú trúariðkun trufli ekki eða særi Íslendinga.
Á Íslandi er þjóðkirkja: evangelísk-lútersk kristin kirkja.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki meirihluta Reykvíkinga, hvað þá heldur þjóðina á bak við sig í þessum gjafagjörningum til handa múslimum eða rússnesku rétttrúarkirkjunni. Teikningar sem sýndar hafa verið af þeirri kirkju vestast í Vesturbænum sýnir allt of stórt og þrúgandi mannvirki inni á milli þeirra lágreistu og vingjarnlegu húsa sem fyrir eru.
Reykjavíkurborg hefur um langt árabil gengið á undan nágrannasveitarfélögunum í okri á byggingarlóðum, eða allt frá því að farið var að halda uppboð á lóðum. Þetta var augljóslega einföld leið til að láta þá sem vantaði húsnæði borga offjár í hít borgarinnar. Bygginga-verktakar létu sér þetta í léttu rúmi liggja og veltu þessum aukna kostnaði einfaldlega yfir í söluverð íbúðanna. Á sama tíma halda sveitarstjórnarmenn fjálgar ræður um nauðsyn ódýrra íbúða og okur byggingaverktaka.
Augljóst er að hægt væri að lækka umtalsvert lóðaverð til þeirra sem í brýnustu vandræðum eru með fullreiknuðum gatnagerðargjöldum á lóðirnar handa söfnuðum múslima og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Það, sem brýnast er í dag, er að afturkalla báðar þessar lóðir og úthluta þessum söfnuðum nýjum lóðum einhvers staðar í úthverfum, til dæmis í iðnaðarhverfum. Greidd verði full gatnagerðargjöld fyrir. Ekki á ég von á að Sádi-Arabar, sem ég býst við að muni borga íslamska brúsann, muni blikka öðru auga við þeirri stefnubreytingu, peningana vegna. Það þarf engar íbúakosningar út af þessu máli. Reykjavíkurborg ræður því auðvitað hvort hún vill skilja á milli afgreiðslu til íslenskra og erlendra trúfélaga.
Höldum vöku okkar gagnvart flóði innflytjenda. Ekki eiga þeir að ráða útliti borgarinnar."
Hér er hressilega tekið á málum. Gunnar Torfason verður seint talinn koma úr röðum hægri öfgamanna þar sem hann hefur verið önnum kafinn við hin flóknustu og fjölbreytilegu verkfræðistörf hérlendis og erllendis á langri ævi. Mér er því málið skylt að vekja áthygli á þessu innleggi frá svo virtum verkfræðingi. En fram til þessa hafa þeir spökustu í þeim hópi lítt látið í sér heyra meðan þeir sem grynnra vaða eru með hávaða.
Dr. scient Björn stefánsson segir svo í grein í sama blaði:
"Kóraninn mælir fyrir um það, að moska skuli vera í borgarhliðinu. Í Reykjavík er ekki borgarhlið. Líta má á þá staði, þar sem borgin birtist aðkomumönnum, sem borgarhlið. Þeir, sem koma til borgarinnar úr flugferð frá útlöndum, fá sýn yfir borgina, þegar ekið er yfir hálsinn norðan Öskjuhlíðar. Þar mætir auganu hús, sem Karlakór Reykjavíkur reisti, en er nú helgihús múslíma. Þeir, sem koma til Reykjavíkur akandi af Suðurlandi og að norðan og vestan, koma inn í borgina eftir Miklubraut vestan Elliðaáa. Þar hefur múslímum verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þannig hafa fyrirmæli Kóransins verið virt....."
Ég hef áður bent á það að það er fáránlegt að halda því fram að öll trúfélög eigi að sitja við sama borð og íslenska þjóðkirkjan. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að skulda þjóðkirkjunni fyrir ránið sem framið var við siðaskiptin. Múslímar skulda ennþá fyrir Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum og ástæðulaust að verðlauna þá fyrir þær gerðir.
Íbúar Reykjavíkur munu ekki láta þessa moskubyggingu við Borgarhliðið ganga fram mótaðgerðalaust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll frændi.
Ég tek undir það sem Gunnar Torfason verkfræðingur og Dr. Björn Stefánsson skrifuðu í Moggann.
Ágúst H Bjarnason, 6.6.2014 kl. 10:42
Takk fyrir það frændi. Ég tek þetta upp á mínu bloggi því það lesa ekki allir Mogga. Viðbætur mínar eiga sjálfsagt ekki erindi til allra enda líklega "hægriöfgamaður" skv. ríkisskilgreiningunni.
Nú svo verður blítt í Biskupstungunum um helgina er það ekki?
Halldór Jónsson, 6.6.2014 kl. 14:57
Sæll kæri Halldór.
Hér er hlekkur á útvarpsviðtal þar sem Salman Tamini segir að það eigi að höggva hendur af þjófurm :
.
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1395190/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.6.2014 kl. 15:59
Veit einhver hvort það eru sjítar eða súnnítar sem eru í Ými?
Og hvor þessara trúardeilda á að fá lóðina frá Degi á Miklubrautinni?
Og hvorri deildinni tilheyrir Salman Tamini sem vill láta sjaríalög gilda um þjófa, vill fara með forræði dætra systur sinnar og vill ekki taka í hönd kvenmanns þó að hún sé biskup Íslands?
Salamn þessi hefur verið hér frá 16 ára aldri. Við erum að tala um nauðsyn þess að innflytjendur aðlagist Íslendingum. Ef að Salman hefur aðlagast okkur á þennan hátt og getur ekki betur vegna Kóransins , verðum við Íslendingar ekki að aðlagast Salman?
Halldór Jónsson, 6.6.2014 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.