Leita í fréttum mbl.is

Fréttamiðlun eða skoðanakúgun?

Um þessa spurningu fjalla Kjartan Örn Kjartansson í Mbl. í dag (bloggari feitletrar):

"Mér hefur gjarnan fundist það miður hve fréttamenn taka oft pólitíska afstöðu til manna og málefna þótt þeir þykist gæta hlutleysis í hvívetna og séu aðeins að færa fréttir eins og vera ber. Tökum nokkur dæmi:

 

Evrópuþingskosningarnar

 

Það er almennt viðurkennt erlendis að úrslitin til Evrópuþingsins einkennist af mótmælum gegn og óánægju með einráða elítu framkvæmdastjórnar ESB og skriffinna hennar, þeirra sem þurfa ekki að standa neinum skil á gjörðum sínum, enda ekki lýðræðislega kosnir af fólkinu, heldur útnefndir af eigin valdaklúbbi. Að verið var að mótmæla slæmum árangri í efnahagsmálum aðskildra evruríkja og ætlun yfirstéttar bandalagsins að þvinga vilja sínum upp á þjóðirnar með stofnun yfirríkis í hennar stíl.

 

Hér á landi töluðu fréttamenn hins vegar án útskýringa um sigur þeirra sem þeir kölluðu öfgaflokka og þá sérstaklega þeirra sem eru eitthvað til hægri á kompásinum, en fjölluðu ekkert um ofangreindar skýringar og þá hvers vegna svo margir eru búnir að fá nóg og halla sér þá að annarri stefnu en ríkt hefur og valdið stöðunni, en töldu t.d. að fjórðungur Frakka væri öfgafólk vegna þeirra skoðana sinna.

Ekkert var minnst á sósíalistana, enda á víst allt að vera rétt og gott sem er þeim megin þrátt fyrir ástandið sem þeir skópu. Þetta ætti öllum að vera ljóst, en einstrengingslegt ástríki t.a.m. Ríkisútvarpsins til ESB þekkja allir, en þar er bandalaginu eina aldrei hallað og þá spyr maður hvar öfgarnar liggja í raun?

 

UKIP

 

Ég kannast lítillega við breska Sjálfstæðisflokkinn UKIP, sem á að vera öfgahægriflokkur að mati íslensku elítunnar þótt Bretar kannist sjálfir ekki við það.

 

Helstu stefnumál flokksins eru frelsisstefna á sem flestum sviðum, þ.m.t. sjálfstæði landsins, úrsögn úr ESB, varkárni í innflytjendamálum með góðri eigin yfirstjórn, festa í öryggismálum og minni ríkisrekstur og afskipti.

Allt eru þetta gömul og gild áherslumál hægrimanna víða um lönd og hvar liggja þá meintar öfgarnar sem talað er um?

Eru öfgarnar ekki frekar þær að allt það sem er ekki pólitísk rétthugsun sósíalista sé af hinu illa?

 

Rasismi

 

Flest venjulegt fólk á Íslandi telur að fara þurfi að með aðgát í málefnum innflytjenda þannig að Íslendingar geti sjálfir sem best valið það fólk, sem við viljum bjóða velkomið hingað til lands.

 

Þetta er t.a.m. nauðsynlegt vegna innra öryggis landsins, en Landssamband lögreglumanna telur að það sé fyrir löngu komið að hættumörkum hvað hún ræður við í þeim efnum og hefur varað við.

Frændur okkar á Norðurlöndum hafa varað okkur við vandamálunum sem skapast með óheftu innflæði og lönd eins og Frakkland og Bretland hafa einnig bent á reynslu sína í þeim efnum.

Þá finnst flestum skattgreiðendum það ekki nógu gott að hingað komi fólk sem leggst upp á velferðarkerfið, sem þetta fólk hefur ekki lagt neitt til.

En ef það er minnst á þessa þætti, sem auðvitað þarf að gaumgæfa vel, þá ætla rétttrúnaðarsinnar að rifna í rass niður og hrópa hátt um einhvern rasisma.

Hvar liggja þá öfgarnar í þessum málum?

 

Borgarstjórnarkosningarnar

 

Það var eftirtektarvert í aðdraganda kosninganna í Reykjavík að Samfylkingin og Björt framtíð, þeir flokkar sem hafa stjórnað borginni undanfarin ár, voru aldrei spurðir út í óþægileg mál. T.a.m. var ekki fjallað um óréttmæti þess að reka með ofbeldi frá flugvellinum flugskóla, einkaflug, flugáhugamenn og innanlandsflug smærri flugrekenda og gera svo aðstöðu þeirra upptæka án bóta og án þess að benda á aðra lausn fyrir starfsemina.

 

Ekki var spurt út í öfgafengna baráttu gegn einkabílnum, alveg ótrúlegt aðalskipulag sem stefnir að sífelldum þrengingum á öllum sviðum og byggingum ofan á eignum fólks, ekki um peningabruðlið fyrir hjólhesta eða skynsemi eða fjármögnun þess að borgin ætli sjálf á áhættu og kostnað útsvarsgreiðenda að fara út í einhvers konar niðurgreiddar sovéskar gettóbyggingar í stað þess að úthluta lóðum og gera einkaaðilum kleift að mæta þörfum eins og hlutverk þeirra er.

Og ekki var spurt um hvort lækka ætti útsvarið.

Það er vart eðlilegt að opin og uppbyggjandi gagnrýni sé ekki meiri í lýðræðisríki, en þröngsýni og öfgar þannig sinnaðara fréttamanna setja vel upplýst lýðræði í hættu með slíku framferði.

 

Vönduð fréttamiðlun

 

eða skoðanakúgun

 

Það er talið óðs manns æði eða næstum því samfélagslegt sjálfsmorð að halla á fréttamannaaðalinn sem er ósnertanlegur og getur hefnt sín og eyðilagt orðstír fólks að vild. Þótt ástæður ábendinga séu jafnan jákvæðar í eðli sínu og aðfinnslur séu um hvað betur megi fara þá er því sjaldnast vel tekið.

 

Getur það hugsast að mórallinn innan stéttarinnar sé þannig að enginn nema bleikjur og rauðrófur komist þar eitthvað að? Þarf ekki að fara að hugsa um það hvernig hægt er að bæta einsýnan fréttaflutning sem er bæði skoðanamyndandi og stundum skoðanakúgun?

Auðvitað eru ekki eru allir alslæmir og eiga maka og börn eins og við hin, en einhvern veginn þarf að sníða öfgarnar frá og auka upplýsinguna, frelsishyggju og víðsýni sem víðast í þjóðfélaginu. Það er mergurinn málsins."

Hér er hressilega tekið á þeirri stórhættulegu slagsíðu sem er í fréttaflutningi til landsmanna. Annarsvegar er ríkisfjölmiðill með ákveðna stjórnmálastefnu  sem fer  saman við ritstjórnarstefna stærsta prentmðils á Íslandi. Vinstri stefnu í þjóðfélagsmálum og samúð með þeim öflum sem vilja að ÍSland gangi í Evrópusambandið. Svo og rétttrúnaðarhugsun í fjölmenningarstefnu og óheftum innflutningi fólks af hvaða þjóðerni sem er.

Maður sá það glöggt hversu áhrifalítið það var fyrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að skrifa greinar í Fréttablaðið. Þeim greinum var umsvifalaust drekkt með fjölda greina af hinum vængnum.

Í Kópavogi gáfu Sjálfstæðimenn út mörg blöð af VOGUM sem dreift var í hvert húsí bænum. Þar komu Sjálfstæðismenn sínum boðskap til skila með ótvíræðum hætti og án truflana eða útúrsnúninga. Árangurinn í kosningunum tel ég ekki síst þessu að þakka. Og Sjálfstæðismenn gefa sitt blað úr reglulega allt kjörtímabilið og tala þannig bein tið kjósendur sína.

 Færu  Sjáflstæðismenn í Reykjavík eins að í sinni baráttu  tel ég að árangurinn hefði tæpklega getað orðið verri. Þegar við er að eiga andsnúna fjölmiðlun þá eiga stjórnmálaflokkar til hægri aðeins eitt svar:

Sjálfstæðismenn verða að leggja sig enn meira fram og ná til fólksins með eigin fjölmiðlum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband