Leita í fréttum mbl.is

Vandi Íbúðalánasjóðs

er vandi auðvitað ríkissjóðs. Sjóðurinn gegnir því pólitíska hlutverki að veita öllum landsmönnum lán til íbúðakaupa þar sem sem mildilegastar kröfur eru gerðar til endurgreiðslugetu lántakandans.  Án ef er þetta pólitíska markmið líka sameign flestra stjórnmálaflokkam að mnnsta kosti á hátíðastundum.

Hinsvegar er auðvitað Sjálfstæðisflokknum kennt um að sjóðurinn hefur veikst mjög á síðustu árum og vandamálin hafa hrannast upp. Flokkurinn er líka talinn bera ábyrgð á því að bankabófarnir með ódýrara fjármagn eða niðurgreitt á bak við sig  reyndu að drepa sjóðinn með samkeppni og niðurboðum.  Sem ég best veit er þessi viðleitni hreint ekki horfin og sjóðurinn á undir högg að sækja. Hann vantar víst eina 60 milljarða sem fyrst eigi hann að standa undir væntingum.

Auk þessa rýrnar hlutfall lánsins frá ÍLS sífellt með núverandi hækkunum á húsnæði langt umfram hækkun byggingakostnaðar. það er komin ný byggingabóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem byggingaaðilar lifa veltitíma en launafólk líður skort á kröftum til að kaupa.

Pólitísk birtingarmynd þessa er kosning Dags B. í Reykjavík út áloforð um 3000 niðurgreiddar leiguíbúðir. Allir pólitískir hlaupastrákar og stelpur eru tilbúnir að hlaupa á vagninn fyrir einhverjar sporslur úr hendi Dags. Hann mun redda loforðinu stóra sjálfur hugsa þau sjálfsagt meðan við fáum vel borgaða innivinnu.

Það er líka orðið breytt gildismat meðal unga fólksins okkar. Það vil ekki láta njörfa sig niður í skuldabúr íbúðar eins og urðu okkar örlög sem nú kveðjum senn. Þetta fólk lítur á heiminn sem sinn akur og vill vera hreyfanlegt í skjóli þeirrar auknu menntunar sem við hinir eldri greiddum fyrir það. Þessvegna hefur kjörorðið Eign fyrir Alla ekki lengur hið fyrra aðdráttarafl í stjórnmálum og kjörsókn minnkar ár frá ári.

Allur þessi vandi er pólitískt heimatilbúinn.  Lífeyrissjóðirnir eiga nú eignir upp á bráðum eina og  hálfa landsframleiðslu. Segjum að þetta séu einhverjir  2500 milljarðar. Ríkið á eftir að sækja skattgreiðslur af því fé sem enn verður eftir í sjóðunum til greiðslu lífeyris. Skyldi þetta vera minna en 500 milljarðar að núvirði? Sveitarfélög eiga eftir að heima eina tvö hundruð milljarða til viðbótar?

Að mæta opinberrri fjárþörf er aðalviðfangsefnið í stjórnmálum. Mér finnst með nokkrum ólíkindum að enginn stjórnmálamaður  veltir fyrir sér þeim tengslum sem þarna eru á milli.

Lífeyrissjóðastjórnendurnir, eins óumdeildir þeir nú eru, eiga að forvalta þetta fjármagn með 3.5 % ávöxtun. Ef það mistekst lækka bara lífeyrisgreiðslurnar eins og flestir aðrir en opinberir starfsmenn hafa kynnst á eigin skinni.

500 milljarðarnir eða svo sem almenningur á eftir að greiða vegna lífeyris Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðar og annarra ríkisstarfsmanna, virðist engrar athygli njóta meðal almennings. Hugsanlega sér unga fólkið sig ekki sem greiðendur að þessu þar sem þess starfsvettvangur muni allt að eins liggja erlendis? Það verði innflytjendur sem sitji uppi með vandann?

Hvað myndi ég eða þú gera ef okkur væri falið að leysa vanda ríkisins og Íbúðalánasjóðs? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband