Leita í fréttum mbl.is

Nýr hægri flokkur?

er til umræðu meðal hugsjónamanna. Tvöhundruð manna fundur er haldinn þar sem mörg fyrrum Sjálfstæðisandlit voru sýnd.

Ég eins og aðrir horfðu á þessar myndir. Maður hugsar auðvitað sitt. Og flokksforystan hugsar sitt kannski líka. Ég mun engu breyta um þróun mála svo mikið er víst.

En mér er samt eiginlega létt.  Minningar frá síðustu landsfundum standa mér fyrir hugskotssjónum. Þar eyddi margt af þessu fámenna en háværa minnihlutafólki, sem þarna sást, tímanum frá mér og öðrum til einskis. Neyddi okkur til að þrefa við það um mál sem 95 % af landsfundinum var á móti. Að ganga í ESB og afsala sjálfstæðinu. Það var ekki í þeirri stefnuskrá sem ég gekk til liiðs við sem ungur maður. Og er ekki enn.

Já, mér er eiginlega létt að þurfa ekki að endurtaka þau leikrit sem þar fóru fram.  Fá ekki meiri tíma til að ræða raunsæ mál sem skipta máli fyrir þjóðina. Sóa tíma til að pexa um dauðadæmd mál sem ekkert fylgi eða vægi hafa meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Höfða ekki til Sjálfstæðismanna eða tengjast sjálfstæðisstefnunni.

Já, ég held bara að ég fagni þessum nýja hægri flokki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þeta eru engir hægrimenn Halldór minn! Þetta eru

sósíaldemókratar sbr blogg mitt í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2014 kl. 09:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski eru einhver líkindi með þessu og þegar Lýðveldisflokkurinn var stofnaður 1953 og bauð þá fram.Spurningin samt einungis um stærðarhlutföll þá á nú. Þá urðu hlutföllin í kosningunum 37% á móti 3,3%, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt með um og yfir 40% óklofinn.

Nú er hann ekki 40% heldur 25% og enginn veit um smærri töluna. 

Í Bandaríkjunum hafa menn republikana og demokrata sem skipta nær öllum kjósendunum á milli sín og skiptast á um að vera stærri aðilinn.

Á tímum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens voru uppi háværar raddir um að reka hinn "háværa minnihluta á landsfundum" úr flokknum, sem þó naut mikils fylgis í skoðanakönnunum.

Stefna þessara manna var sú, að mikill feginleiki myndi fylgja því að losna við fólk með óæskilegar skoðanir. Mikilvægara væri að allir gengju alltaf í takt.  

Geir tókst að afstýra því að þetta yrði gert og með þeirri framsýni sinni að halda flokknum áfram í kringum 40% fylgis í kosningum meira en tvo áratugi í viðbót.

Spurningin er hve lengi verður hægt að una glaður við að flokksmenn séu sammála um allt í 25% eða jafnvel 20% flokki, sem hafði verið stór fjöldahreyfing og með yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum í 90 ár þar á undan.  

Ómar Ragnarsson, 12.6.2014 kl. 10:21

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Páll Vilhjálmsson greinir þetta snilldarlega áðan og góður er Guðmundur Jónsson. K. einnig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 10:33

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Afsakið, leiðrettingarforrit símans að "skemmta" mér. Það átti að standa Guðmundur J K

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 10:35

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Halldór, undanfarin ár hefur verið napur næðingur í baráttuflokki »fullveldisréttinda almennings og sjálfstæðis Íslands«. Fólk sem er fylgjandi stjórnarformi höfðingajaveldis og hafnar lýðveldinu hefur hreiðrað um sig í stofnunum flokksins. Nafn flokksins er að snúast upp í öndverðu sína – ósjálfstæði er að taka við af sjálfstæði.

 

Það eru gleðileg tíðindi ef þetta ósjálfstæða fólk - öðru nafni kjölturakkar Evrópusambandsins – finnur sér annan vettvang fyrir hugðarefni sín. Samkvæmt mínum heimildum, höfum við ekki tilefni að fagna, því að allt bramboltið er einungis gert til hrella veikgeðja flokksforustu.

 

Mörg undanfarin ár hafa aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokki gefið einhverju Samfylkingar-brota-brotanna atkvæði sín í kosningum. Þetta tví-eðli aðildarsinna hefur borið góðan árangur, sem bezt sést á vandræðagangi »ríkisstjórnar sjálfstæðissinna« með slit viðræðna um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Eiga Íslendingar ekki skilið þjóðargjöf á 17. júní ? Slit viðræðna við ESB væri bezta þjóðargjöfin, en er hægt að binda nokkrar vonir við »ríkisstjórnar sjálfstæðissinna« ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 12.6.2014 kl. 12:29

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór það er fyllilega réttmæt ábendinin frá honum Ómari Ragnarssyni ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera 40% flokkur þá þarf hann að hafa styrk til þess að hafa innanborðs fólk með mismuandi skoðanir á einstökum málum. Þeir sem vilja hafa lítinn Sjálfstæðisflokk líta á alla þá sem eru ósammála þeim í einsökum málum sem flokksvikara og að þeir eigi að yfirgefa flokkinn. Í ESB málinu eru margir sem telja að innganga í ESB nú sé óraunhæf, og vilja því ekki halda viðræðum áfram. Aðrir telja að líklegast sé að umsókn og viðræður, muni ekki vera ásættanlegar en vilja ljúka viðræðunum. Þessir tveir hópar eru nú ansi nærri hvor öðrum í skoðunum. Til þess að halda þessum hópum saman í stjórnmálaflokki þarf félagslegan þroska sem er á undanhaldi.

Þetta á líka við í sveitarstjórnarmálum. Menn greinir á um menn og áherslur. Ef þroski er til staðar leita menn sátta, en ef þroskinn er ekki til staðar hreynsa menn út. Það getur gagnast til skemmri tíma en til lengri tíma þýðir það minnkun á flokki. Þetta sáu menn í framgangi Jóhönnu Sigurðardóttur, þar var ein stefna í öllum málum, ein skoðun og samfylkingin skrapp saman eins og typpi í mjög milu frosti.

Sigurður Þorsteinsson, 12.6.2014 kl. 17:02

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er nokkuð sammála þessu Guðmundur þar sem það eitt að vilja fara í ESB er öðruvísi en að fara í NATO. Að fara í EES var heldur ekki samrímanlegt stjórnarskránni og hefur gert okkur meira illt en gott ef maður hugsar í öðru en tollum á síldarflökum og álíka. Allt hitt, uppskipting orkufyrirtækja, upptaka JAR-í flugmálum, allskyns bull um allt þjóðfélagið, hefur ekki lagað neitt.

Ómar, það er enginn að reka þetta fólk úr Sjáflstæðisflokknum. Það er sjálft að fara. Ekki af því að við séum að reka það. Geir vildi ekki minnka Sjáflstæðisflokkinn með því að reka Gunnar Thor og hans fylgilið. Það var ekki afleiðing af þessu að flokkurinn hélt stærð sinni heldur sjálfstæðisstefnan sjálf. Það hafa margir flokksmenn farið tímabundið á aðra flokka. Ég og margir aðrir kusu AlÞýðuflokkinn á sínum tíma til að þakka fyrir umbætur Emils og Viðreisnar og frelsið.

Þetta er ekki 15 % af Sjáflstæðisflokknum sem er að fara. Ég held að fjöldinn sé nær 5 % eða undir eftir því sem ég hef upplifað í flokknum og á landsfundum.

Loftur Altice , ég vildi sjá sumarþing koma saman og afgreiða það mál og loforð að slíta viðræðunum svo við höfum ekki áfram stöðu umsóknarríkis. Orð skulu standa.Líka kosningaloforð.

Ziggi, þetta fólk hefur ekkert minni félagsþroska eða meiri en hver annar. Það bara vill vera saman með sín mál. Ég er bara feginn að þurfa ekki að hlusta á þetta pex þeirra upp aftur og aftur í síbylju. Ég vil bara ekki eyða tíma í þetta.

Halldór Jónsson, 12.6.2014 kl. 17:58

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt hjá þér Halldór, ef menn ekki geta sætt sig við vilja meirihlutans verða þeir að leita á önnur mið.

Athugasemdir margra ágætra manna hér fyrir ofan um að leita skuli sátta og að flokkurinn gæti minnkað enn frekar, eru í sjálfu sér skoðanir. 

En skoðum málið nánar. Það hefur vissulega verið reynt að leita sátta um þetta mál innan flokksins, en það er sama hvað boðið er, ESB sinnarnir vilja bara eina sátt, að þeirra skoðun fá ráðið. Þeir ætlast til að meirihluti flokksfélaga sættist á skoðun minnihlutans. Á síðasta landsfundi mátti sjá að þeir sem vildu sættir í málinu voru búnir að fá nóg af frekju minnihlutans. Minnihlutinn hafði gengið of langt.

Það er auðvitað eðlilegt að ætla að fylgi flokks sem flísast úr minnki, að hluti þess muni fylgja flísinni. En þá þarf að skoða þróun fylgisins fram til þessa. Allt frá því umræðan um ESB fór að yfirtaka flokkinn hefur fylgi hans minnkað og má með góðum rökum ætla að þar sé fylgni á milli. Að margur kjósandinn hafi fallið frá flokknum vegna þessa dufl flokksins við ESB umsóknina. Það er mörgum flokssfélaganum meira umhugað um sjálfstæði landsins en svo að þeir geti gefið flokk sem duflar við fórn þess, sitt atkvæði. 

Því eru meiri líkur á að fylgi Sjálfstæðisflokks ykist við það að ESB sinnar yfirgæfu hann. Hvort hann næði fyrra fylgi skal ekki sagt til um, en nokkuð örugglega mun flokkurinn fá meira fylgi en í síðustu kosningum.

Það má því vera fagnaðarefni fyrir sanna sjálfstæðismenn ef stofnaður verður nýr flokkur til hægri um ESB drauminn.

Hitt er svo annað hvort þeir sem að þessu hugsanlega nýja framboði standa hafi kjark til að klára það mál. Hingað til hafa verk þeirra fyrst og fremst miðað að því að hræða forystu flokksins og það gengið nokkuð vel. Kjarkleysið til að stíga skrefið til fulls virðist bera þá ofurliði.

Gunnar Heiðarsson, 12.6.2014 kl. 20:22

9 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sumir virðast telja, að "Viðreisnin" muni reyta fylgi af Sjálfstæðisflokki, ef hún skyldi manna sig til að láta athafnir fylgja orðum og bjóða fram í næstu kosningum.  Gunnar Heiðarsson er öndverðrar skoðunar, og hann kann að hafa meira til síns máls en hinir.  Ég tel, að "Viðreisnarviðrinið" verði aldrei barn í brók, og þó að svo verði, muni slíkt ekki hafa neikvæð áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins, af því að þetta fylgi er þegar farið um sinn.  "Viðreisnarviðrini" mun hins vegar hafa neikvæð áhrif á fylgi Samfylkingar og e.t.v. Bjartrar framtíðar.  Það verður frammistaða sjálfstæðismanna í núverandi ríkisstjórn, sem hafa mun mest áhrif á gengi Sjálfstæðisflokksins í næstu Alþingiskosningum. 

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 12.6.2014 kl. 21:20

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður Þorsteinsson.

Er það rétt sem var lætt að mér nýverið að þú hafir verið Halldóri Halldórssyni að vestan mjög innan handar við ráðgjöf og allrahanda aðstoð við framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við sveitarstjórnarkosningarnar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 22:42

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar Heiðarsson, það er ekki í fyrsta sinn sem þú greinir vanda af skarpskyggni sem maður getur gefið meiri líkur en minni á að komi fram. Afleiðingarnar á íslensk stjórnmál verða kannski meiri á vinstri vænginn samfylkingarmegin. Nema ef svo fer sem mig grunar, að fámenni þessa hóps sé í rauninni slíkt að flokkurinn komist aldrei úr vöggu. Við erum búnir að vita af þessum hóp svo lengi og við höfum líka vitað hversu fámennur hann er.Í því tilviki ykist fylgið við þessa atburði.

Ég hef áhyggjur af því Bjarni að þessi stjórn virðist ekki mjög rösk til verka. Mér finnst svo margt á langinn dragast sem menn stefndu að fyrir kosningar. Slíkt gerjast upp í vonbrigði sem geta haft úrslitaáhrif í næstu kosningum. Hik og fuður valda mönnum nokkrum áhyggjum þegar geði bráðu sýnist margt seinka mjög. Það fer eftir frammistöðunni eins og þú segir.

Prédikari: Menn hafa sagt það mín eyru að þeir brjóti ekki lengur svo mjög um það heilann hvað borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni gera eða gera ekki á kjörtímabilinu. Þeir hafi heldur hreinlega ekki orðið varir við neina kosningabaráttu hjá flokknum í Reykjavík og hafi þar af leiðandi ekki hugmynd um framtíðina hjá þessu fólki. Þag séu aðrir sem hafi tekið það að sér að gera Reykjavík dásamlega.

Halldór Jónsson, 13.6.2014 kl. 00:07

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ziggi,öðruvísi mér áður brá, assgoti hefurðu þroskast illa meðan þú sást ekki hérna.Talar um hópa sem eru nálægt hvorir öðrum í skoðunum,en endilega halda þeim saman í stjórnmálaflokki. Þessar mismunandi skoðanir snúast ekki um með hvaða þjóð flokkurinn ákveður að halda með í H.M. í fótbolta,þetta snýst um fjöreggið sjálft,sjálfstæði þjóðarinnar. Aðrir vilja ljúka viðræðum,hvaða viðræðum,? þú ert komin í pakkaklúbbinn,sjá hvað við fáum,ertu á gelgjunni ennþá drengur. Hvernig sættast menn um sjálfstæð Íslands,? Hvernig geta menn breyst svona,?

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2014 kl. 02:05

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður pistill hjá þér, Halldór, og fleiri skrif þín, og vel skil ég þig að vilja losna við fullveldisframsalsmeinloku-óværuna af landsfundum.

Fyrst og fremst þarf flokkur þinn að standa undir nafni; það er skylda hans.

Og hér skrifa ýmsir fleiri gott mál, ég nefni GJK, Loft Altice Þorsteinsson, hinn vísa mann og vaxandi Gunnar Heiðarsson, sem og Bjarna Jónsson, glöggan að vanda, og tek sérstaklega undir með þeim síðastnefndu, hygg mat þeirra rétt.

Þá er spurning Predikarans knýjandi, en beðið er svars frá Sigurði.

Sem ég skrifa þetta, Halldór minn, eru aðeins 63 flettingar á síðu þinni í það, að náð hafi hún MILLJÓN flettingum, og þannig verður það orðið að morgni. Ég óska þér og okkur til hamingju með gott gengi vefsíðunnar, og megir þú lengi lifa og sjá þjóð okkar fullvalda alla tíð og vel horfa um lýðveldið út þessa öld hið minnsta; megi það verða hverju Evrópusambandi eldra!

PS. Ég tek undir það, að gott væri að senda Össurarumsóknina í gröfina 17. júní næstkomandi.

PPS. En eitt tek ég ekki undir hjá þér: að ESB-sinnarnir í flokksræksninu með stolna nafninu "Viðreisn" (manstu gleðina af Viðreisninni um 1960?) séu "hugsjónamenn". Enginn Íslendingur getur haft það fyrir hugsjón að svipta þjóð sína sjálfsforræði -- að láta flytja æðsta löggjafarvald yfir landinu út til Brussel og Strassborgar.

En það eiga forsprakkar þessa nýja flokks sammerkt, að þeir geta ómögulega fengið það af sér að vera sammála Jóni forseta Sigurðssyni, að við Íslendingar "eigum að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið".

Þess vegna ættu þeir ekki að láta sjá sig undir beru lofti í manna viðurvist hinn 17. júní næstkomandi.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 13.6.2014 kl. 02:10

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skelegg ertu, Helga (sá innleggið núna), þökk sé þér!

Jón Valur Jensson, 13.6.2014 kl. 02:18

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór það hefur verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins að getað búað við það að vera ekki alltaf sammála um alla skapaða hluti, og oft komist að launum sem eru sigur-sigurlausnir. Það lá fyrir Landsfundi Sjálfstæðisflokksins málamiðlun sem flestir gátu sætt sig við, en þá var mjög fámennur hópur einstengislegra ESB sinna sem krafðist mjög afgerandi niðurstöðu, sem þýddi bara eitt, slíkri stefnu var afgerandi hafnað. Það gaf þeim hópi vopnin sem ekki vilja hlusta á mismuandi skoðanir á málum og kalla það pex. Það var afleit niðurstaða.

Helga, ég haf þá skoðun að áframhaldandi viðræður muni ekki skila okkur þeim niðurstöðum sem við myndum sætta okkur við.

Predikarinn ég hef haldið fyrirlestra í nánast hverju einasta bæjarfélagi á Íslandi, og Halldór Halldórsson er einn af þúsundum sem hefur sótt slíka fundi. Það að það þýði eihver sérstök ráðgjöf til Halldórs Halldrsson er langsótt. Á þeim fundum hafa líka verið fólk úr öllum stjórnmálaflokkum! Hins vegar hefur Halldór margt til brunns að bera. Hefði þó talið að honum hefði farnast betur með markvissari kosningabaráttu.

Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2014 kl. 16:22

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður.

Er þá svo að skiljast sem mér sýnist af svari þínu að Halldór Halldórsson hafi ekki farið að þínum ráðum í einu né neinu né hafir þú komið að baráttu hans og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda síðustu kosninga ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.6.2014 kl. 01:14

17 Smámynd: Samstaða þjóðar

Spurningin sem landsmenn standa frammi fyrir, er hvort þeir geta stutt stjórnmálaflokk sem hefur IceSave-sinna fyrir formann. Þessi formaður leggur sig ennfremur fram við að hampa þeim sem studdu IceSave-kröfurnar og svo vill til að sama fólk vill einnig afsala sjálfstæði Íslendska ríkisins.

Sem dæmi um flokksgæðinga með óþjóðlegar skoðanir má nefna hagfræðingana: Gylfi Zoëga og Tryggvi Þór Herbertsson. Hér er ótrúlega heimskuleg ritsmíð eftir Tryggva um IceSave-kúgunina:

http://www.visir.is/nei-a-morgun-framlengir-lif-rikisstjornarinnar/article/2011704089983

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 15.6.2014 kl. 13:36

18 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sauðshátturin tekur yfir hjá predkikaranum þegar hann reynir að lesa texta á vejulegum hraða. Sér ekkert, hreyrir ekkert, og skilur ekkert.

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2014 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband