Leita í fréttum mbl.is

Hver er munurinn?

á þjóðverjum og öðrum þjóðum í ESB spurði konan eftir að við höfðum lesið Reykjavíkurbréfið um ráðstöfun embætta og valdatafl innan sambandsins og yfirgengilegt vægi frú Merkel í öllum innri málum þess.

Ég sem allt þykist vita, eins og Juncker sá sem minnst er á í bréfinu,  kom með þá skýringu að Þjóðverjar væru svo brenndir á þjóðarsálinni eftir töp í tveimur heimstyrjöldum og óáran af völdum uppreisnarliðs af öllum sortum, að þeir hefðu gætur á hvor öðrum. Það færi enginn smáhópur í verkfall og stoppaði allt þjóðfélagið og heimtaði 30 % leiðréttingu og helst afturvirkt. Hvað þá að slíkur hópur kæmist upp með það.

Ég héldi helst að Thatcher hafi læknað verkalýðsfélögin í Bretlandi á sínum tíma af verkfallagleðinni með því að taka upp lurk og skapa þeim fébótaábyrgð af aðgerðum þeirra.  Mér þætti ekki ólíklegt að Merkel ætti einhversstaðar stóran stórnlagastyrktan lurk í kústaskápnum heima hjá sér sem menn hefðu pata af. Þessvegna hefðu nánast engar kauphækkanir orðið í Þýskalandi í langan tíma. Þeir þyrðu ekki að hreyfa sig vegna óttans við ringulreiðina og verðbólguna og enginn þyrði að ríða á vaðið.  En verðbólguna og ringulreiðina þekkir þýska þjóðin betur en flestar aðrar.  Okkar verðbólga er bara brandari miðað við þær hamfarir sem þar urðu eftir fyrri heimstyrjöldina fram að Hitler. Og svo líka eftir hann.  

Við ræddum það hvernig fjárhagsstaða Íslands myndi líta út í dag ef hér hefðu engar taxtahækkanir orðið í áratug. Hversu rosalegur afgangur myndi vera á ríkissjóði, hversu allt væri öðruvísi með styrk Seðlabankans. Við værum fjárhagslegt stórveldi Íslendingar sem byggjum við lágt vöruverð vegna hás gengis krónunnar, líklega neikvæða lánsvexti og þar fram eftir götunum.

Við dvöldum í þessari Útópíu um stund en gerðum okkur líka ljóst að Íslendingar væru ekki Þjóðverjar, hvorki að gerð né stærð,  og því væru það Þjóðverjar sem mestu réðu í ESB og myndu gera ennþá.   Enda yrði líklega lítt hlustað á okkar fremstu verkalýðsforkólfa reyndu þeir að flytja taxtahækkunarræður sínar á 1. maí í því landi. Hvað þá að okkar þingmenn á Evrópuþingi myndu verða taldir sérstakir reynsluboltar og hafa sérstakan boðskap fram að færa þegar ræða ætti efnahagsmál í Sambandinu þrátt fyrir fullyrðngar Össurar um það atriði.

Nú eru Flugleiðir að fella niður 25 flug á mánudaginn vegna boðaðs verkfalls flugvirkja eftir svipuð nýliðin áföll vegna aðgerða annarra hópa. Kostnaður félagsins af þessu nemur einhverjum háum tölum fyrir utan hærri launagreiðslur. Hver á að bera herkostnaðinn? Bara félagið?

Hvernig er kostnaði skipt í styrjöldum? Þýðir það yfirleitt að leggja hann á þann sem tapar með Versalasamningum undir byssukjöftum?  Hver á að borga rústirnar og uppbygginguna beggja vegna víglínanna? Hver á að borga mannslífin? Eiga verkfallsmenn allt að vinna en engu að tapa? Er það bara óvinurinn sem tapar?

Reykjavíkurbréfið var skemmtilegt og fróðlegt að vanda þar sem ritarinn hefur næga lífreynslu til að skyggnast á bak við tjöldin sem eru oft talsvert öðruvísi en almenningi er talin trú um. 

Það skyldi þó ekki vera að það sé samt einhver munurinn á okkur og Þjóðverjum sem er þeim í hag? 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

"Herkostnaðinn" bera þeir sem ekki semja um réttláta kröfu launþega tímanlega.

Fyrirtækið sem um ræðir skilar arði í milljörðum talið en kýs að kremja launþegana undir hælnum í sífellu og stólar á að ríkið grípi inní og svipti launþegana rétti sínum til verkfalla. - Svona fyrirtæki á að setja á svartan lista og á ekki að skipta við.

Þessir (og margir álíka) aðilar fyrirlíta starfsfólk sitt á kostnað ofurgróða og almenns mannhaturs og skepnuskapar.

Már Elíson, 15.6.2014 kl. 09:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hélt nú bara að svona góðir kommar eins og þú væru bara útdauðir. Þetta er stórkostlegt að hitta menn sem hafa svona skoðanir á þessum árstíma.

En hvað sem því líður þá skil ég ekki þá tilhögun að fyrirtæki, sem er víst í eigu fólksins í landinu, þín og mín í ghegn um lífeyrissjóðina okkar, skuli þurfa að búa við það að hópar launþega geti raðað sér upp í töð og tekið tarnir á því að syöðva fyrirtækið. Fyrst þessi, svo næti, næsti. jafnvel þú hlýtur að sjá að þetta er erfitt fyrirkomulag. Er ekki betra að stoppa allan reksturinn í einu og byrja ekki eftur fyrr en samið hefur verið.

Ef þú vilt ekki fella skaðabótaábyrgð á þessa stéttarfélagahópa og vilt hafa þetta svona áfram, þeas td.sumir hverjir af þeim sem svo vinna á fullu í einkabisness meðan þeir eru í verkfalli hjá Flugleiðum, þá ertu ánægður með allt eins og það er. Ég er ekki ánægður en ég ræð engu eisn og þu veist. En mér má finnast þetta asnalegt fyrir því.

Verkfall og verkfallsvarsla er stríðsaðgerð. Ofbeldi

Slíkt má ekki byrja nema að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu. Scargill boðaði verkföll sjálfur á sínum tíma án atkvæðagreiðslu. Ríki sem hafa her geta varist slíkum ólöglegum verkföllum og hann endaði með að tapa.

Reagan setti lög og rak þá alla sem ekki hlýddu lögunum. Og enginn þeirra reknu fékk vinnu aftur.

Þannig er hægt að fara að þegar þjóðarnauðsyn krefur og þannig verður að fást við þá fyrirlitningu og ofurgræðgi, almennt mannhatur og skepnuskap sem verkfallsmenn sýna saklausu fólki og þjóðarhagsmunum sem þeir taka í gíslíngu purkunarlaust svo ég noti orðfæri sem þú virðist eiga gott með að skilja.

Halldór Jónsson, 15.6.2014 kl. 12:18

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Halldór

Nú tek ég undir hvert einasta orð sem þú segir - Þetta er bara skæruhernaður sem skaðar alla.

Kristmann Magnússon, 16.6.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband