Leita í fréttum mbl.is

Verkfall flugvirkja

er líklega að renna út í sandinn þegar ríkið myndar sig til að grípa inn í.

Formaður flugvirkja tjáði vonbrigði sín í útvarpi og sagði að verkalýðsfélög yrðu að fara að endurskoða sig þegar svo væri komið að ríkið gripi stöðugt inn í kjaradeilur.

Er þetta einmitt ekki kjarni málsins? Það þarf að endurskoða þessa verkferla alla saman? 

Þega kjarasamningum  er sagt upp og verkföll eru boðuð haldi menn áfram að vinna en á skertu kaupi svo lengi sem verkfall á að standa. Atvinnuveitandi borgar strax hluta kaupkröfurnnar í sjóð meðan verkfall á að standa. Að samningum loknum deilist sjóðurinn milli deiluaðila eftir ákveðnum reglum  fram að þeim tíma sem byrjað er að vinna eftir nýjum samningum. Þannig fá menn hvata til að semja þar sem verkfallstíminn kostar báða aðila fjármuni, ekki bara annann aðilann eins og nú er. Hvorugur er ofurseldur hinum.

Verkfall er sóun verðmæta. Rýrir getu þess sem verkfallið beinist að til að borga hærra kaup, veldur saklausum þolendum þjáningum og tjóni og kostar baráttumenn líka meira en  tapaðan tíma eftir einhverjum sanngjörnum leiðum. Tapaður verkfallstími vinnst nefnilega aldrei upp aftur fremur en tapaðir peningar,tími eða æviár. Vísir menn gætu hannað svona kerfi sem allir gætu við unað og yrði öðruvísi en þetta gamla stirðnaða form sem við nú við búum.

Þurfum við ekki að reyna framfarir í stað þess gamla og úrelta?

Hefur þá  verkfall flugvirkja ekki orðið til gagns fyrir alla? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessi lög sem þú lýsir væru í gangi og ég væri atvinnurekandi, afhverju mundi ég nokkurntíman semja um eithvað við starfsmenn?

Það að semja ekki kostar mig minna en að semja og þeir sem þjást eru launamennirnir sem hafa núna minni tekjur til að framfleyta sér og sínum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 14:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei alls ekki, atvinnurekandi er að borga meira en hann mun borga ef hann semur, þannig er hugsunin, þannig að allir hafi hag af því að semja, þannig meinti ég þetta

Halldór Jónsson, 17.6.2014 kl. 17:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki bara annar aðilinn sem tapar fé eins og þú segir að sé, heldur tapar verkfallsfólk launum sínum og launagreiðandinn tapar líka fé þegar sala á þjónustu eða varningi fellur niður.  

Ómar Ragnarsson, 17.6.2014 kl. 22:10

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég reikna með að krafa flugvirkja um launahækkanir sé óaðgengileg vegna þess að hún er ekki í takt við þær launahækkanir sem almennt hafa áunnist í þjóðfélaginu.  Ef til vill telja þeir kröfuna réttmæta þar sem þeir gætu haft hærri laun annarsstaðar í heiminum.  Svipuð rök og stjórnendur bankanna notuðu til að réttlæta ofurlaun sín fyrir hrun.  Ég spurði mig þá og ég spyr mig enn, "af hverju fá þessir menn sér ekki vinnu við flugvélaviðgerðir utan landssteina?" Og eru þeir ekkert hræddir um að flugfélögin flytji starfsemi sína til annarra landa og geti þá samið við verkalýðsfélög sem eru stöðugri?  Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins semja um tæplega 3% launahækkun að þá komi strax aðrir sem telja sig eiga rétt á miklu meiri hækkun.  Maður bara spyr sig.

Kjartan Sigurgeirsson, 17.6.2014 kl. 22:38

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið viljið ekki skilja kenninguna, Auðvitað tapa allir þegar verkfallsástand byrjar. En allir tapa minna með þessu fyrirkomulagi en þessu gamla. Getið þið ekki hugsað að neitt geti breyst?

Halldór Jónsson, 17.6.2014 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband