Leita í fréttum mbl.is

Túrbínutrixið

er viðfangsefni Sigurðar Oddssonar verkfræðings í grein í Morgunblaðinu í dag:)bloggarinn feitletrar að vild)

"Ómar Ragnarsson kallaði það túrbínutrix, þegar ráðamenn flýttu sér að kaupa túrbínu í þeim tilgangi að geta sagt, að ekki væri hægt að hætta við ákveðna virkjun því svo mikill kostnaður væri kominn í verkið.

 

Þannig táknar nýyrðið túrbínutrix það að sóa skattpeningum í verkefni þvert gegn heilbrigðri skynsemi og segja svo að of seint sé að snúa við. Stjórnvöld hafa oft beitt þessari aðferð til sóunar á skattpeningum og eyðileggingar verðmæta. Tvö dýr dæmi eru fangelsi á Hólmsheiði og háskólasjúkrahús (HH) við Hringbraut.

 

Hanna Birna fékk grunninn að fangelsi í arf frá Ögmundi. Hún þorði ekki að láta skynsemina ráða með því að auglýsa grunninn til sölu og byggja við á Litla-Hrauni.

 

Byggðar voru íbúðablokkir í nágrenni Borgarspítala í Fossvogi og síðan ranglega haldið fram að ekki væri pláss fyrir HH þar. Síðan hefur það miklum skattpeningum verið eytt í hönnun HH við Hringbraut að enginn þorir að snúa við. Þar skal byggt þrátt fyrir að tugmilljarða sparnað í stofnkostnaði með byggingu betra sjúkrahúss í Fossvogi og það þó svo allur kostnaður, sem kominn er í verkið væri afskrifaður. Í bónus er um alla framtíð lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi og betri tenging við helstu umferðaræðar. Það nýjasta frá borgarskipulaginu er að Háaleitisbraut skuli breytt í íbúðargötu. Væntanlega með tilheyrandi hindrunum í formi fuglabúra, blómakassa og hossa. Sama hversu þrengingarnar verða miklar, þá verður alltaf fljótlegra frá gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar að HH í Fossvogi en að HH við Hringbraut. Ætli næst verði ekki kynnt skipulögð íbúðabyggð inn á byggingareit Borgarsjúkrahússins.

 

Enn eitt túrbínutrixið er nú í uppsiglingu, sem er flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, hvað sem það kostar. Nefnd var sett á laggirnar (ekki sú fyrsta) að leita að nýjum stað fyrir flugvöll. Nefndin var vart tekin til starfa, þegar birt var skipulögð íbúðabyggð þétt að einni flugbrautinni og öll starfsemi háð flugvelli rekin út á guð og gaddinn. Tilgangurinn er augljóslega að eyðileggja möguleika þess að flugvöllur geti verið í Vatnsmýri, hvort sem hagstæðara flugvallarstæði finnst eða ekki. Þeir sem stjórna eða ættu að stjórna vaða áfram án ákvörðunar um nýjan stað. Hvað þá að þeir hafi hugmynd um kostnað þess að byggja nýjan flugvöll. Reyndar láta þeir sig kostnaðinn engu varða, því hann ber ríkið og ekki borgin. Þaðan af síður skipta einhverju máli allar undirskriftirnar með beiðni um að flugvöllurinn fái að vera í friði í Vatnsmýrinni.

 

Þversögnin við þessa sóun er að hún er á sama tíma og stjórnvöld í okkar stórskulduga landi hvetja almenning til að greiða niður höfuðstól lána. "

Sigurður hittir þarna vel naglann á höfuðið hvernig embættimenn nota pólitíkusana eða öfugt til að neyða ofan í okkur allskyns hlutum sem við viljum ekki. Innflytjendum, hælisleitendum, moskum, fuglahúsum, hossum, leggja niður Reykjavíkurflugvöll, Schengen,uppskiptingu RARIK, reglum Evrópusambandsins, vaxtaokri með verðtryggingu og hverskyns ómeti sem enginn vill en fær samt.

Túrbínutrixið birtist víða eins og Sigurður rekur. Það er of seint að hætta við fangelsið á Hólmsheiði vegna þess að það er komið svo langt.

Ég skal benda á önnur not fyrir þá byggingu þar sem ég hef stúdérað dæmið með því að taka þátt í samkeppni um hönnun þess. Þessu má breyta í 5 stjörnu elliheimili þar sem gamlingjarnir geta búið við lúxus sem slíkt fólk hefur aldrei látið sig dreyma um . Líkamsræktir, fótboltavelli, veitingahús, kynlífsíbúðir,læknamiðstöð. Auk þess eka þarna barnaheimili af bestu sort meðfram þessu öllu.

 Svo má byggja billega yfir delinqventana á Litla-Hrauni og stórspara eins og Sigurður bendir á.  

Túrbínutrixið kemur víða við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn styður allt þetta rugl sem þú telur upp Halldór.Líka í borgarstjórn R.Víkur.Kanski verður ruglið stöðvað ef Sjálfstæðisflokkurinn deyr drottni sínum.

Sigurgeir Jónsson, 23.6.2014 kl. 21:27

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Foringi sjálfstæðismanna í R.Vík. hefur alltaf verið talinn til helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins.Sting upp á því að þið sjálfstæðismenn í Kópavogi takið hann á teppið ef þið eruð honum ósammála.

Sigurgeir Jónsson, 23.6.2014 kl. 21:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég nenni nú ekki að svara svona órökstuddum slagorðum

Halldór Jónsson, 24.6.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband