Leita í fréttum mbl.is

Óþolinmæði

hrjáir fleiri en Óla Björn Kárason sem hann lýsir í Morgunblainu í dag:

 

Óþolinmæði Óla Björns koma meðal annars fram í eftirfarandi punktum sem honum finnst lítið ganga með: 



" Það á eftir að ráðast í uppskurðinn á ríkiskerfinu - slíkur uppskurður verður ekki gerður á síðasta ári kjörtímabils heldur í upphafi. Í þessum efnum er því langlundargeð löstur en ekki kostur."

 


 

"Gengið frá samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Hugsanlegur hagnaður ríkisins af samningunum nýttur annars vegar til að rétta enn frekar við fjárhagsstöðu heimilanna og hins vegar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs."

 

Tímasett áætlun um afnám gjaldeyrishafta í áföngum kynnt innan 60 daga."

 

"Áætlun um uppskurð á eftirlitskerfi hins opinbera, það einfaldað með endurskoðun regluverks og laga, kostnaður lækkaður."

 

"Jafnræði í lífeyrismálum landsmanna tryggt á kjörtímabilinu. Lögð fram tímasett ætlun um leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja."

 


 

 

"Auðlegðarskatturinn afnuminn."

 

" Fjögurra ára áætlun um lækkun tekjuskatts fyrirtækja og einstaklinga lögð fram samhliða fjárlagafrumvarpi 2014."

 

"Tryggingagjald lækkað fyrir lok júní næstkomandi. Gjaldið ekki hærra en 5,34% í árslok 2014."

 

"Stjórnkerfi peningamála breytt. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinuð í eina nýja stofnun."

 

"Aðildarviðræðum við Evrópusambandið hætt og þjóðaratkvæðagreiðsla boðuð fyrir lok kjörtímabilsins." 
 
Sem óþolinmóður maður spyr ég líka, hvað dvelur orminn langa? Hversvegna er ekki meiri kraftur í þessari ríkisstjórn sem við bundum svo miklar vonir við og þá ungu og hressu menn í forystu hennar? Það er ekki að afnema auðlegðarskatt að bíða eftir því að hann deyji út skv. áætlun Steingríms sjálfs. Það er ekki að lækka tryggingagjald að mæla það með örsmæðarreikningi. Það er ekki að gera eitthvað í slitamálum bankanna að láta allt danka. 
Ég var að vonast eftir stórum breytingum í tollamálum, ekki bara niðurfellingu vörugjalda og mismununar gagnvart Bandaríkjunum. Ég var að vonast eftir viðræðuslitum við ESB. Ég var að vonast eftir að tekið yrði á þrotabúum bankanna. 
Þó er samt himin og haf á milli núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar. Það er eitt og annað að hreyfast sem áður gekk afturábak. "En geði bráðu sýnist það seinka mjög." 
Ég finn fyrir talsverðri  óþolinmæði eins og Óli Björn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband