8.7.2014 | 22:17
Hvað vantar við Gullfoss?
Ekkert af því sem Umhverfisstofnun ætlar að fara framkvæmda fyrir marga tugi milljóna við Gullfoss á undan því sem vantar.
Það sem vantar við Gullforss, Geysir, Goðafoss, Dettifoss,Dimmuborgir,Hveragerði og Þingvelli svo eitthvað sé nefnt er til sýnis á Seltúni við Krýsuvík. þar er búið að leysa þetta tæknilega stórvandamál sem íslensk ferðamálayfirvöld, Umhverfisstofnun og sameinaðir afdalamenn í ferðaþjónustunni hafa ekki getað leyst til þessa.
Hvað er þetta undraverk við Seltún?
Litlar snyrtilegar klósettbyggingar með vöskum og handþurrkum. Lokaðar í frosti. Það er upplifun að sjá hversu feginsamlega ferðamennirnir taka þessum húsum. Þeir brosa í biðröðunum.
Það er ömurlegt að standa á neðra plani á Þingvöllum og útskýra fyrir ferðamönnum að geti þeir haldið í sér meðan þeir ganga upp Almannagjá, þá séu klósett þar uppi.
Sem eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Því að á Hakinu á Þingvöllum ræður íslensk afdalamennska ríkjum. Ferðamenn eru gráti næst með því að geta ekki komist á klósett sem taka ekki annað en íslenska hundraðkalla og íslensk kreditkort. Steinsteypubyggingar upp á milljónatugi hafa verið reistar þarna sem eru ónothæfar fyrir ferðamenn. Það er ömurlegt að standa í þvi að skýra þessa fötlun íslenskrar þjóðar fyrir ferðamönnum.
Eða biðraðirnar út á götu á örfá klósett í verslunarmiðstöðinni í Hveragerði? Þar koma rútur í röðum og jafnvel sjoppurnar eru lokaðar þegar ferðaskrifstofurnar demba ósamhæft 10-15 rútum í einu á bílaplanið.
Eru þessu ferðaskrifstofufólki allar bjargir bannaðar í skipulagsmálum? Hvað er að því eiginlega?
Ég legg til að Umhverfisstofnun geri sér ferð að Seltúni til að kynna sér hvernig hægt er að leysa klósettvandamál langt að rekins fólks sem er komið hingað til að heimsækja land og þjóð. Leysa þau á snyrtilegan hátt og án mikils tilkostnaðar.
Af hverju þarf maður endilega að skammast sín fyrir afdalamennsku þjóðar sínnar sem leiðsögumaður fyrir útlendinga á mestu náttúruperlum Evrópu? Sigríðarstofa var lokuð í allt fyrrasumar með sín klósett.
Það sem vantar á neðra plan Gullfoss eru seltúnsk klósett á undan einhverjum tréprílum upp og niður sem Umhverfisstofnun ætlar nú að fara að smíða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hey, heyr! Hjartanlega sammála.
Halldór Egill Guðnason, 8.7.2014 kl. 22:34
Það þyrfti að hafa sambærilega áróðursmaskínu fyrir salernum hjá umhverfiskontóristum eins og Hamas kynnir börnunum fyrir því sem þau eiga að taka sér fyrir hendur þegar þau verða eldri :
https://www.youtube.com/watch?v=X8fRMqWOBuM
Mætti sýna grunnskólabörnum, sem ætla að verða ferðamálakontóristar þegar au verða stór, samsvarandi myndband - þau svínvirka eins og við höfum séð um langan aldur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.7.2014 kl. 02:40
Takk fyrir þetta báðir tveir
Halldór Jónsson, 9.7.2014 kl. 09:37
Farið þið strax og skoðið uppbygginguna við Dimmuborgir. Þarna selja þau frábæra þjónustu.
Enginn latte lepjandi auðlindagjalds rukkandi ég.
Jú ég er að flýta mér.
Eg. 09.07.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 9.7.2014 kl. 13:02
Ég tek að mér með glöðu geði að smíða hreinlætishús af öllum stærðum og gerðum.
http://husbondi.is/
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 23:31
Kári, þetta eru akkúrat húsin sem vantar, falleg og einföld en greinilega vönduð smíð. Blessaður reyndu að koma þessu að.
Jónas, átt þú Dimmuborgir? Kom þar í fyrra og þar var nú hús með aðstöðu minnir mig, var að ekki?
Halldór Jónsson, 10.7.2014 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.